Djöfullinn sjálfur Ólöf Guðný Valdimarsdóttir skrifar 23. ágúst 2011 06:00 Þegar ríkið afhenti kröfuhöfunum íslensku bankana fól það þeim jafnframt að leysa skuldavanda íslenskra heimila. Þess vegna voru kröfur bankanna á heimilin verðmetnar á lægra virði en kröfuvirði þeirra þegar þær voru fluttar á milli gömlu og nýju bankanna. Þetta var sem sagt gert til að mynda svigrúm fyrir bankana að bjóða viðskiptavinum í skuldavanda ýmis úrræði, en upplýsingar um afföllin á lánunum eru ekki opinberar. Þetta kemur m.a. fram í skýrslu forsætisráðuneytisins um skuldavanda heimilanna sem birt var í nóvember 2010. Hvergi hef ég séð nein merki um vilja til að leysa skuldavanda minn í Arionbanka sem ég lenti í þegar SPRON var lagður niður. Þvert á móti. Í eina skiptið sem mér tókst að semja við bankann var þegar ég tók með mér upptökutæki og ætlaði að taka fundinn upp. þegar bankarnir voru einkavæddir á sínum tíma breyttust þeir úr viðskiptabönkum í fjárfestingarbanka. Markmiðið breyttist einnig úr því að vera þjónustustofnun að þjónusta samborgarana í það að vera fyrirtæki sem átti að skila hámarksgróða til eigendanna. Allir vita hvernig það fór. Hámarksgróðinn skilaði sér alla vega til eigendanna og vina þeirra og ríflega það. Fjármálakerfið er í rúst og íslenska þjóðin og heimilin í landinu sitja uppi með óviðráðanlegar skuldir. Það var því þrátt fyrir allt viss léttir þegar ríkið yfirtók bankana. Þar fólst þó tækifæri til að grípa í taumana og stoppa vitleysuna. Ríkið dældi milljörðum af almannafé inn í bankana til að bjarga þeim og lét þá hafa lán heimilanna fyrir slikk. Þar skyldi maður ætla að almannahagsmunir hefðu ráðið för. Hvers vegna voru stökkbreyttar skuldir heimilanna ekki leiðréttar í leiðinni eða bönkunum veitt verðtryggð lán á vöxtum til þess að rétta sig við? Það er með öllu óskiljanlegt að ríkið skuli hafa dælt almannafé inn í bankana og fært þá kröfuhöfum án þess að tryggja hag heimilanna í landinu. Án þess að tryggja að bankarnir hætti að „gambla“ með skuldug heimili fólksins. Afhenda þeim skuldir heimilanna á útsöluvirði og treysta þeim í blindni til að bjóða „viðskiptavinum í skuldavanda ýmis úrræði“. Fela þeim að leysa skuldavanda heimilanna. Afhenda heimilin aftur í hendur fjárglæframanna og spekúlanta sem hafa það markmið eitt að ná fram hámarksgróða fyrir eigendurna. Ég tók lán í íslenskum viðskiptabanka í eigu fólksins. Ég er að semja við fjárfestingarbanka í eigu erlendra vogunarsjóða. Þeim hefur verið falið að leysa skuldavanda minn og annarra íslenskra heimila. Bankarnir eru í dag að mestu leyti innheimtustofnanir fyrir lánardrottna og kröfuhafa. Og „velgengni bankans er samofin hagsmunum kröfuhafa“ eins og stendur m.a. í sameiginlegri yfirlýsingu fjármálaráðuneytisins og einnar skilanefndarinnar. Hvergi er talað um velgengni þjóðarinnar eða hagsmuni lántakenda, íslensk heimili. Hefði fjármálaráðuneytið ekki átt að verja þjóðina? Hvar voru hagsmunir þjóðarinnar, fólksins í landinu, heimilanna? Bankarnir eru fyrst og fremst að gæta hagsmuna kröfuhafa. Það hef ég líka ítrekað fengið staðfest af ungum bankastarfsmönnum sem þreytast ekki á að tyggja það í mig. Yfirmennirnir segja mér að þetta séu þeirra hæfustu starfsmenn. Hverjir eru svo kröfuhafarnir sem eiga bankana? Ekki hefur mér tekist að fá það upplýst nákvæmlega frekar en öðrum enda vita víst fæstir hverjir þeir eru. Það hefur þó margoft komið fram í fréttum að stór hópur eigenda nýju íslensku bankanna eru erlendir vogunarsjóðir. Í fréttum haustið 2009 kom fram að vogunarsjóðir sem högnuðust á falli íslenska efnahagslífsins séu meðal helstu kröfuhafa bankanna. Í athyglisverðum pistli Ólafs Arnarsonar á Pressunni þann 23. júní sl. fá þessir vogunarsjóðir í fyrsta skipti nöfn opinberlega. Helstu eigendur íslensku bankanna fá nöfn í fyrsta skipti. Þar segir m.a. að um sé að ræða tíu sjóði. Allir þessir tíu sjóðir séu í hópi hrægamma fjármálaheimsins. Sumir þeirra hafi með sér samráð. Þeir sérhæfi sig í að hagnast á óförum annarra og gæti ekki verið meira sama um hag nýju íslensku bankanna. Nýju bankarnir séu ekkert annað en tæki þeirra til að innheimta sem mest frá fyrirtækjum og heimilum þessa lands upp í stökkbreyttar kröfur. Þar segir líka: „að lengri tíma hagsmunir nýju bankanna og viðskiptavina þeirra skipta hrægammana engu máli ef þeir standa í vegi fyrir skammtímagróða þeirra sjálfra“. Þetta eru viðsemjendur skuldugra íslenskra heimila. Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, arkitekt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar ríkið afhenti kröfuhöfunum íslensku bankana fól það þeim jafnframt að leysa skuldavanda íslenskra heimila. Þess vegna voru kröfur bankanna á heimilin verðmetnar á lægra virði en kröfuvirði þeirra þegar þær voru fluttar á milli gömlu og nýju bankanna. Þetta var sem sagt gert til að mynda svigrúm fyrir bankana að bjóða viðskiptavinum í skuldavanda ýmis úrræði, en upplýsingar um afföllin á lánunum eru ekki opinberar. Þetta kemur m.a. fram í skýrslu forsætisráðuneytisins um skuldavanda heimilanna sem birt var í nóvember 2010. Hvergi hef ég séð nein merki um vilja til að leysa skuldavanda minn í Arionbanka sem ég lenti í þegar SPRON var lagður niður. Þvert á móti. Í eina skiptið sem mér tókst að semja við bankann var þegar ég tók með mér upptökutæki og ætlaði að taka fundinn upp. þegar bankarnir voru einkavæddir á sínum tíma breyttust þeir úr viðskiptabönkum í fjárfestingarbanka. Markmiðið breyttist einnig úr því að vera þjónustustofnun að þjónusta samborgarana í það að vera fyrirtæki sem átti að skila hámarksgróða til eigendanna. Allir vita hvernig það fór. Hámarksgróðinn skilaði sér alla vega til eigendanna og vina þeirra og ríflega það. Fjármálakerfið er í rúst og íslenska þjóðin og heimilin í landinu sitja uppi með óviðráðanlegar skuldir. Það var því þrátt fyrir allt viss léttir þegar ríkið yfirtók bankana. Þar fólst þó tækifæri til að grípa í taumana og stoppa vitleysuna. Ríkið dældi milljörðum af almannafé inn í bankana til að bjarga þeim og lét þá hafa lán heimilanna fyrir slikk. Þar skyldi maður ætla að almannahagsmunir hefðu ráðið för. Hvers vegna voru stökkbreyttar skuldir heimilanna ekki leiðréttar í leiðinni eða bönkunum veitt verðtryggð lán á vöxtum til þess að rétta sig við? Það er með öllu óskiljanlegt að ríkið skuli hafa dælt almannafé inn í bankana og fært þá kröfuhöfum án þess að tryggja hag heimilanna í landinu. Án þess að tryggja að bankarnir hætti að „gambla“ með skuldug heimili fólksins. Afhenda þeim skuldir heimilanna á útsöluvirði og treysta þeim í blindni til að bjóða „viðskiptavinum í skuldavanda ýmis úrræði“. Fela þeim að leysa skuldavanda heimilanna. Afhenda heimilin aftur í hendur fjárglæframanna og spekúlanta sem hafa það markmið eitt að ná fram hámarksgróða fyrir eigendurna. Ég tók lán í íslenskum viðskiptabanka í eigu fólksins. Ég er að semja við fjárfestingarbanka í eigu erlendra vogunarsjóða. Þeim hefur verið falið að leysa skuldavanda minn og annarra íslenskra heimila. Bankarnir eru í dag að mestu leyti innheimtustofnanir fyrir lánardrottna og kröfuhafa. Og „velgengni bankans er samofin hagsmunum kröfuhafa“ eins og stendur m.a. í sameiginlegri yfirlýsingu fjármálaráðuneytisins og einnar skilanefndarinnar. Hvergi er talað um velgengni þjóðarinnar eða hagsmuni lántakenda, íslensk heimili. Hefði fjármálaráðuneytið ekki átt að verja þjóðina? Hvar voru hagsmunir þjóðarinnar, fólksins í landinu, heimilanna? Bankarnir eru fyrst og fremst að gæta hagsmuna kröfuhafa. Það hef ég líka ítrekað fengið staðfest af ungum bankastarfsmönnum sem þreytast ekki á að tyggja það í mig. Yfirmennirnir segja mér að þetta séu þeirra hæfustu starfsmenn. Hverjir eru svo kröfuhafarnir sem eiga bankana? Ekki hefur mér tekist að fá það upplýst nákvæmlega frekar en öðrum enda vita víst fæstir hverjir þeir eru. Það hefur þó margoft komið fram í fréttum að stór hópur eigenda nýju íslensku bankanna eru erlendir vogunarsjóðir. Í fréttum haustið 2009 kom fram að vogunarsjóðir sem högnuðust á falli íslenska efnahagslífsins séu meðal helstu kröfuhafa bankanna. Í athyglisverðum pistli Ólafs Arnarsonar á Pressunni þann 23. júní sl. fá þessir vogunarsjóðir í fyrsta skipti nöfn opinberlega. Helstu eigendur íslensku bankanna fá nöfn í fyrsta skipti. Þar segir m.a. að um sé að ræða tíu sjóði. Allir þessir tíu sjóðir séu í hópi hrægamma fjármálaheimsins. Sumir þeirra hafi með sér samráð. Þeir sérhæfi sig í að hagnast á óförum annarra og gæti ekki verið meira sama um hag nýju íslensku bankanna. Nýju bankarnir séu ekkert annað en tæki þeirra til að innheimta sem mest frá fyrirtækjum og heimilum þessa lands upp í stökkbreyttar kröfur. Þar segir líka: „að lengri tíma hagsmunir nýju bankanna og viðskiptavina þeirra skipta hrægammana engu máli ef þeir standa í vegi fyrir skammtímagróða þeirra sjálfra“. Þetta eru viðsemjendur skuldugra íslenskra heimila. Ólöf Guðný Valdimarsdóttir, arkitekt.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun