Svar við athugasemd um mannréttindi Júlíus Vífill Ingvarsson skrifar 20. ágúst 2011 06:00 Tillögur mannréttindaráðs um samstarf skóla, trúfélaga og lífsskoðunarfélaga voru umfjöllunarefni í blaðagrein sem ég skrifaði og birtist í Fréttablaðinu 17. ágúst sl. Kjarni þeirrar greinar var að minna á að sveitarfélög hafa ótal tækifæri til að þróa íbúalýðræði og virkja betur áhuga fólks á að taka þátt í að móta stefnu sveitarstjórna og koma með beinum hætti að ákvörðunum. Tillögur mannréttindaráðs eru dæmi um hið gagnstæða þar sem þær hafa verið unnar án samráðs við þann breiða hóp fólks sem boðið hefur fram krafta sína til að vinna að sátt í þessu viðkvæma máli. Borgarráð hefur nú málið til umfjöllunar. Grein minni svaraði Svanur Sigurbjörnsson. Mér þykir miður að hann skautar fram hjá aðalatriði greinarinnar og snýr út úr orðum mínum. Það gerir hann með þeim hætti að ég mun ekki hirða um að leiðrétta slíkt. Einu atriði ætla ég þó að svara. Svanur telur reglurnar „ákaflega vandaðar“ og vitnar í orð mín um að tillögur mannréttindaráðs hafi verið settar fram án faglegs undirbúnings. Fyrr á þessu ári fékk borgarráð borgarlögmanni það verkefni að fjalla um vinnubrögð mannréttindaráðs en borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu til að borgarlögmaður fjallaði um málið og svaraði nokkrum spurningum varðandi það. Svarið barst í vikunni. Innihald þess ætti að taka af allan vafa um það hvernig staðið var að verki. Í svari borgarlögmanns kemur fram að mannréttindaráð gegni stefnumarkandi hlutverki á sviði mannréttinda og hafi eftirlit með framkvæmd mannréttindastefnunnar. Í svari hans stendur m.a. : „Hins vegar verði ekki talið að innan þess eftirlitshlutverks falli almennt að mannréttindaráð setji einstökum sviðum og stofnunum Reykjavíkurborgar bindandi reglur um framkvæmd einstakra verkefna eða gera tillögur til borgarráðs þar um. Með því móti væri almennt gengið gegn því frumkvæðishlutverki sem fagráð borgarinnar hafa samkvæmt samþykktum borgarinnar“. Borgarlögmaður bendir á að hlutverk mannréttindaráðs sé að vekja athygli á því ef það telur að fyrirkomulag og skipulag kennslu og skólastarfs sé ekki í samræmi við mannréttindastefnu borgarinnar. Hann segir síðan í svari sínu: „Heildstæð reglusetning um fyrirkomulag kennslu og samskipti skóla, trúfélaga og lífsskoðunarhópa féll hins vegar utan umboðs mannréttindaráðs. Breytir þar engu þótt mannréttindaráð hafi sent drög að slíkum reglum til umsagnar menntaráðs og íþróttaráðs“. Mannréttindaráð fór sem sagt út fyrir valdsvið sitt. Með tilliti til þessara niðurstaðna borgarlögmanns er erfitt að sjá hvernig borgarráð getur afgreitt umræddar tillögur enda lögfræðilegt mat borgarlögmanns að þær fara í bága við samþykktir Reykjavíkurborgar. Ég hef hvatt til að fjallað sé um samskipti skóla og trúar og lífsskoðunarhópa. Það var gert í formannstíð minni í menntaráði. Slík vinna getur leitt til þess að settar verði reglur um þau samskipti en reglur verða að taka mið af því hversu fjölbreytilegir skólar borgarinnar eru og samsetning nemenda ólík. Umfram allt má slík vinna ekki mótast af andúð og fordómum í garð trúfélaga, hver sem þau eru. Hún þarf að mótast af umburðarlyndi og virðingu. Svani ætti auðvitað að vera velkomið að taka þátt í þeirri vinnu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Sjá meira
Tillögur mannréttindaráðs um samstarf skóla, trúfélaga og lífsskoðunarfélaga voru umfjöllunarefni í blaðagrein sem ég skrifaði og birtist í Fréttablaðinu 17. ágúst sl. Kjarni þeirrar greinar var að minna á að sveitarfélög hafa ótal tækifæri til að þróa íbúalýðræði og virkja betur áhuga fólks á að taka þátt í að móta stefnu sveitarstjórna og koma með beinum hætti að ákvörðunum. Tillögur mannréttindaráðs eru dæmi um hið gagnstæða þar sem þær hafa verið unnar án samráðs við þann breiða hóp fólks sem boðið hefur fram krafta sína til að vinna að sátt í þessu viðkvæma máli. Borgarráð hefur nú málið til umfjöllunar. Grein minni svaraði Svanur Sigurbjörnsson. Mér þykir miður að hann skautar fram hjá aðalatriði greinarinnar og snýr út úr orðum mínum. Það gerir hann með þeim hætti að ég mun ekki hirða um að leiðrétta slíkt. Einu atriði ætla ég þó að svara. Svanur telur reglurnar „ákaflega vandaðar“ og vitnar í orð mín um að tillögur mannréttindaráðs hafi verið settar fram án faglegs undirbúnings. Fyrr á þessu ári fékk borgarráð borgarlögmanni það verkefni að fjalla um vinnubrögð mannréttindaráðs en borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu til að borgarlögmaður fjallaði um málið og svaraði nokkrum spurningum varðandi það. Svarið barst í vikunni. Innihald þess ætti að taka af allan vafa um það hvernig staðið var að verki. Í svari borgarlögmanns kemur fram að mannréttindaráð gegni stefnumarkandi hlutverki á sviði mannréttinda og hafi eftirlit með framkvæmd mannréttindastefnunnar. Í svari hans stendur m.a. : „Hins vegar verði ekki talið að innan þess eftirlitshlutverks falli almennt að mannréttindaráð setji einstökum sviðum og stofnunum Reykjavíkurborgar bindandi reglur um framkvæmd einstakra verkefna eða gera tillögur til borgarráðs þar um. Með því móti væri almennt gengið gegn því frumkvæðishlutverki sem fagráð borgarinnar hafa samkvæmt samþykktum borgarinnar“. Borgarlögmaður bendir á að hlutverk mannréttindaráðs sé að vekja athygli á því ef það telur að fyrirkomulag og skipulag kennslu og skólastarfs sé ekki í samræmi við mannréttindastefnu borgarinnar. Hann segir síðan í svari sínu: „Heildstæð reglusetning um fyrirkomulag kennslu og samskipti skóla, trúfélaga og lífsskoðunarhópa féll hins vegar utan umboðs mannréttindaráðs. Breytir þar engu þótt mannréttindaráð hafi sent drög að slíkum reglum til umsagnar menntaráðs og íþróttaráðs“. Mannréttindaráð fór sem sagt út fyrir valdsvið sitt. Með tilliti til þessara niðurstaðna borgarlögmanns er erfitt að sjá hvernig borgarráð getur afgreitt umræddar tillögur enda lögfræðilegt mat borgarlögmanns að þær fara í bága við samþykktir Reykjavíkurborgar. Ég hef hvatt til að fjallað sé um samskipti skóla og trúar og lífsskoðunarhópa. Það var gert í formannstíð minni í menntaráði. Slík vinna getur leitt til þess að settar verði reglur um þau samskipti en reglur verða að taka mið af því hversu fjölbreytilegir skólar borgarinnar eru og samsetning nemenda ólík. Umfram allt má slík vinna ekki mótast af andúð og fordómum í garð trúfélaga, hver sem þau eru. Hún þarf að mótast af umburðarlyndi og virðingu. Svani ætti auðvitað að vera velkomið að taka þátt í þeirri vinnu.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun