Stjórnlagaráð – hvað næst ? Valgerður Bjarnadóttir alþingismaður skrifar 9. ágúst 2011 06:00 Í kjaftadálki Eyjunnar, Orðinu á götunni, var sagt frá því að stjórnlagaráðsfólki þyki lítið til um viðbrögð stjórnmálaflokkanna við tillögu ráðsins að nýrri stjórnarskrá. Eftir því sem ég hef orðið vör við hefur enginn stjórnmálaflokkanna brugðist við tillögunum. Miðað við þá skynsemi sem stjórnlagaráðið sýndi í vinnubrögðum sínum á ég bágt með að trúa að þau sem sæti áttu í ráðinu setji samasemmerki á milli allra stjórnmálaflokkanna í landinu og Þorsteins Pálssonar og dæmalausrar greinar hans í Fréttablaðinu um tillögu ráðsins. Ekki mundi mig þó undra ef stjórnlagaráðið hefði orðið fyrir vonbrigðum með fréttaflutning af því þegar ráðið skilaði tillögum sínum. Í því sambandi geri ég helst kröfu til Ríkisútvarpsins, en fréttafólkinu þar fannst markverðara að verslunarmannahelgin fór í hönd. Viðtöl við stráka á leið til Vestmannaeyja á Þjóðhátíð birtust á undan frásögnum af skilum stjórnlagaráðsins – það fréttamat var sannarlega með endemum. Stjórnmálamenn og stjórnmálaflokkar eiga alltaf að vanda sig. Í þessu stóra og mikilsverða máli er ekki síst nauðsyn á að þeir geri það. Eðli máls samkvæmt verða aldrei allir á eitt sáttir um hvernig stjórnarskráin á að vera – nema þá að við byggjum í Hálsaskógi, sem við gerum ekki. Nú þarf að huga að því hvernig haldið verður áfram með málið. Fyrst og fremst hlýtur að vera áríðandi að kynna tillögu stjórnlagaráðsins fyrir fólkinu í landinu. Síðan þarf að kanna hug fólksins til tillögunnar. Hvernig er best að standa að þessu, það þarf að íhuga rækilega. Einhverjir stjórnlagaráðsmenn hafa haft á orði að kannski ætti ráðið að koma saman aftur þegar málið hefur verið kynnt og viðbrögð hafa komið við tillögunni. Er skynsamlegt að fara þá leið ? Eða á einfaldlega að bera tillöguna undir þjóðina eins og hún er núna eftir að hún hefur verið kynnt. Þarf meirihluti þjóðarinnar að greiða atvæði um tillöguna? Ótal fleiri spurningar munu vakna þegar til kasta Alþingis kemur um áframhald málsins. Hvort heldur okkur líkar betur eða verr á Alþingi lokaorðið um hvernig öllu þessu verður háttað. Það á við bæði um innihald og umgjörð. Stjórnlagaráðið hefur lagt til innihaldið, okkar á þinginu er að gera umgjörðina þannig að niðurstaðan verði sú sem flestir geta sætt sig við. Vonandi tekst okkur sem þar sitjum að taka okkur vinnubrögð stjórnlagaráðsins til fyrirmyndar og vinna af kostgæfni og æsingalaust að framhaldi málsins. Þá ósk á ég reyndar um öll störf þingsins enn ekki bara þetta eina áríðandi mál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valgerður Bjarnadóttir Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Sjá meira
Í kjaftadálki Eyjunnar, Orðinu á götunni, var sagt frá því að stjórnlagaráðsfólki þyki lítið til um viðbrögð stjórnmálaflokkanna við tillögu ráðsins að nýrri stjórnarskrá. Eftir því sem ég hef orðið vör við hefur enginn stjórnmálaflokkanna brugðist við tillögunum. Miðað við þá skynsemi sem stjórnlagaráðið sýndi í vinnubrögðum sínum á ég bágt með að trúa að þau sem sæti áttu í ráðinu setji samasemmerki á milli allra stjórnmálaflokkanna í landinu og Þorsteins Pálssonar og dæmalausrar greinar hans í Fréttablaðinu um tillögu ráðsins. Ekki mundi mig þó undra ef stjórnlagaráðið hefði orðið fyrir vonbrigðum með fréttaflutning af því þegar ráðið skilaði tillögum sínum. Í því sambandi geri ég helst kröfu til Ríkisútvarpsins, en fréttafólkinu þar fannst markverðara að verslunarmannahelgin fór í hönd. Viðtöl við stráka á leið til Vestmannaeyja á Þjóðhátíð birtust á undan frásögnum af skilum stjórnlagaráðsins – það fréttamat var sannarlega með endemum. Stjórnmálamenn og stjórnmálaflokkar eiga alltaf að vanda sig. Í þessu stóra og mikilsverða máli er ekki síst nauðsyn á að þeir geri það. Eðli máls samkvæmt verða aldrei allir á eitt sáttir um hvernig stjórnarskráin á að vera – nema þá að við byggjum í Hálsaskógi, sem við gerum ekki. Nú þarf að huga að því hvernig haldið verður áfram með málið. Fyrst og fremst hlýtur að vera áríðandi að kynna tillögu stjórnlagaráðsins fyrir fólkinu í landinu. Síðan þarf að kanna hug fólksins til tillögunnar. Hvernig er best að standa að þessu, það þarf að íhuga rækilega. Einhverjir stjórnlagaráðsmenn hafa haft á orði að kannski ætti ráðið að koma saman aftur þegar málið hefur verið kynnt og viðbrögð hafa komið við tillögunni. Er skynsamlegt að fara þá leið ? Eða á einfaldlega að bera tillöguna undir þjóðina eins og hún er núna eftir að hún hefur verið kynnt. Þarf meirihluti þjóðarinnar að greiða atvæði um tillöguna? Ótal fleiri spurningar munu vakna þegar til kasta Alþingis kemur um áframhald málsins. Hvort heldur okkur líkar betur eða verr á Alþingi lokaorðið um hvernig öllu þessu verður háttað. Það á við bæði um innihald og umgjörð. Stjórnlagaráðið hefur lagt til innihaldið, okkar á þinginu er að gera umgjörðina þannig að niðurstaðan verði sú sem flestir geta sætt sig við. Vonandi tekst okkur sem þar sitjum að taka okkur vinnubrögð stjórnlagaráðsins til fyrirmyndar og vinna af kostgæfni og æsingalaust að framhaldi málsins. Þá ósk á ég reyndar um öll störf þingsins enn ekki bara þetta eina áríðandi mál.
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar