Þar sem ábyrgðin liggur Hildur Sverrisdóttir skrifar 6. ágúst 2011 06:00 Tilkynnt hefur verið um óvenju margar nauðganir eftir síðustu verslunarmannahelgi. Það er viðbúið að þegar viðbjóðslegir glæpir eiga sér stað verði fólki umhugað um hvernig megi koma í veg fyrir þá. Umræðan síðustu daga hefur því einkennst af vangaveltum um hvort gæsla og aðbúnaður á útihátíðum sé nægileg og hvort þjónusta við þolendur sé góð. Það er skiljanlegt og sjálfsagt að velta við öllum steinum í svo mikilvægri umræðu til að reyna að gera betur. Hins vegar er hættulegt að ætla að leggja of mikið traust og ábyrgð á utanaðkomandi aðstæður, þegar staðreyndin er sú að það eru gerendur hverju sinni sem eru þeir einu sem bera ábyrgð á því ofbeldi sem þeir beita. Það er því hættulegt að ætla að treysta á reglusetningu með einhverjum fyrirfram ákveðnum viðmiðum um hvað sé nægilegur aðbúnaður. Slíkar reglusetningar leysa aldrei grunnvandann og varpa í raun ábyrgðinni frá ofbeldismanninum. Það er synd að í umræðunni undanfarna daga hefur farið of mikil orka í að benda á alla aðra en ofbeldismennina. Það gerir málaflokknum engan greiða að umræðan endi í skotgröfum um tæknileg atriði. Það er ekki hægt að ákveða í fundarherbergjum stjórnsýslunnar með hvaða hætti gæsla er nægileg til að ekkert kynferðisbrot eigi sér stað. Hver er fullkominn fjöldi gæslumanna? 42? Það er ekki lausnin að flóðlýsa Dalinn og girða af skúmaskot. Það er ekki heldur lausnin að gleyma sér í orðræðu um hver veitir nauðsynlega aðstoð fyrir þolendur kynferðisbrota, þar sem það sem skiptir mestu er að það sé gert. Viðbjóðslegir glæpir hafa áhrif á okkur og það er mannlegt að vilja finna hinn gullna ramma sem kemur í veg fyrir þá. En það er vert að minna á að heimurinn horfir með aðdáun til Noregs um hvernig þeir vinna úr sínum harmleik, og það er með meiri upplýsingu, opinni umræðu, virðingu og kærleika. Í stóra samhenginu er gæslan og sálgæslan í Eyjum góð, Stígamót eru góð, Neyðarmóttaka nauðgana er góð, forvarnahópar eru góðir og útihátíðir eru góðar. Hins vegar eru það ömurlegir ofbeldismenn sem eru ekki góðir. Til að sporna við nauðgunum þurfum við að muna það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Utanríkis- og varnarmál Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Tilkynnt hefur verið um óvenju margar nauðganir eftir síðustu verslunarmannahelgi. Það er viðbúið að þegar viðbjóðslegir glæpir eiga sér stað verði fólki umhugað um hvernig megi koma í veg fyrir þá. Umræðan síðustu daga hefur því einkennst af vangaveltum um hvort gæsla og aðbúnaður á útihátíðum sé nægileg og hvort þjónusta við þolendur sé góð. Það er skiljanlegt og sjálfsagt að velta við öllum steinum í svo mikilvægri umræðu til að reyna að gera betur. Hins vegar er hættulegt að ætla að leggja of mikið traust og ábyrgð á utanaðkomandi aðstæður, þegar staðreyndin er sú að það eru gerendur hverju sinni sem eru þeir einu sem bera ábyrgð á því ofbeldi sem þeir beita. Það er því hættulegt að ætla að treysta á reglusetningu með einhverjum fyrirfram ákveðnum viðmiðum um hvað sé nægilegur aðbúnaður. Slíkar reglusetningar leysa aldrei grunnvandann og varpa í raun ábyrgðinni frá ofbeldismanninum. Það er synd að í umræðunni undanfarna daga hefur farið of mikil orka í að benda á alla aðra en ofbeldismennina. Það gerir málaflokknum engan greiða að umræðan endi í skotgröfum um tæknileg atriði. Það er ekki hægt að ákveða í fundarherbergjum stjórnsýslunnar með hvaða hætti gæsla er nægileg til að ekkert kynferðisbrot eigi sér stað. Hver er fullkominn fjöldi gæslumanna? 42? Það er ekki lausnin að flóðlýsa Dalinn og girða af skúmaskot. Það er ekki heldur lausnin að gleyma sér í orðræðu um hver veitir nauðsynlega aðstoð fyrir þolendur kynferðisbrota, þar sem það sem skiptir mestu er að það sé gert. Viðbjóðslegir glæpir hafa áhrif á okkur og það er mannlegt að vilja finna hinn gullna ramma sem kemur í veg fyrir þá. En það er vert að minna á að heimurinn horfir með aðdáun til Noregs um hvernig þeir vinna úr sínum harmleik, og það er með meiri upplýsingu, opinni umræðu, virðingu og kærleika. Í stóra samhenginu er gæslan og sálgæslan í Eyjum góð, Stígamót eru góð, Neyðarmóttaka nauðgana er góð, forvarnahópar eru góðir og útihátíðir eru góðar. Hins vegar eru það ömurlegir ofbeldismenn sem eru ekki góðir. Til að sporna við nauðgunum þurfum við að muna það.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun