Ofbeldis- og slysalaus helgi Steinunn Stefánsdóttir skrifar 29. júlí 2011 08:00 Verslunarmannahelgin er framundan, löng helgi hjá flestum nema hluta verslunarmanna og tilvalin til samfunda við fjölskyldu og vini. Tvennt er það sem allt of lengi hefur sett of mikinn svip á þessa miklu ferða- og samkomuhelgi. Annað eru umferðarslys og óhöpp sem rekja má annars vegar til umferðarálags en hins vegar til óábyrgs aksturs undir áhrifum. Hitt er ofbeldi á samkomum þar sem hlutfall fólks undir áhrifum er allt of hátt. Þá er bæði átt við kynferðislegt ofbeldi og barsmíðar. Á þröskuldi verslunarmannahelgar er ágætt að hafa þetta í huga og að hver og einn velti fyrir sér framlagi sínu til að helgin verði gleðileg hjá sem flestum. Þeir sem ætla að setjast undir stýri geta bókað að umferðin verður mikil. Það er því best að gera ráð fyrir því fyrirfram að ferðalög taki lengri tíma en endranær. Auk þess að hafa í huga að þolinmæði er dyggð. Akstur undir áhrifum er auðvitað fáránlegur. Það sjá allir sem eru allsgáðir en því miður ekki allir sem eru undir áhrifum. Þess vegna er svo mikilvægt að ákveða það fyrirfram að aka aldrei undir áhrifum. „Nú fyrir verslunarmannahelgina hafa skilaboð okkar verið að á útihátíð, rétt eins og annars staðar, hefurðu rétt á því að verða ekki fyrir ofbeldi,“ segir Finnborg Salome Steinþórsdóttir, sem er í Nei-hópnum í viðtali við blaðið í dag. Þegar þetta er sagt er átt við kynferðislegt ofbeldi en fullyrðingin á auðvitað við um hvers konar ofbeldi. Það er jú alltaf ofbeldismaðurinn sem ber ábyrgð á gjörðum sínum. Hvort heldur hann beitir kynferðislegu ofbeldi eða hnefum í slagsmálum. Finnborg og Thomas Brorsen Smidt sem einnig starfar í Nei-hreyfingunni gagnrýna það sem hefur verið kallað nauðgunarmenning og felst í því að gera lítið úr nauðgunum. Þau velta fyrir sér hvort verið geti að nauðganir séu algengari en þær ella væru vegna þess að ekki sé litið á nauðgun sem þann ógeðslega og óæskilega atburð sem hún er. Það er í anda þeirrar nauðgunarmenningar sem forráðamenn útihátíða gera lítið úr nauðgunum á þeim hátíðum sem þeir bera ábyrgð á, halda jafnvel fram að hátíðir hafi farið vel fram þrátt fyrir að ein eða fleiri nauðganir hafi átt sér stað á þeim. Að ekki sé minnst á að ganga svo langt að halda því fram að fleiri nauðganir hafi átt sér stað þegar Stígamót voru á staðnum eins og formaður þjóðhátíðarnefndar í Vestmannaeyjum hélt fram fyrr á þessu ári. Vonandi er framundan helgi þar sem umferðin fer vel og farsællega fram, enginn ekur undir áhrifum, enginn of hratt og allir sem einn sýna þolinmæði og stillingu. Enn fremur er óskandi að allt samkomuhald fari fram með friði og spekt. Þar verði hófsemd og gleði ríkjandi en ekki óhóf og ofbeldi. Góða helgi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Verslunarmannahelgin er framundan, löng helgi hjá flestum nema hluta verslunarmanna og tilvalin til samfunda við fjölskyldu og vini. Tvennt er það sem allt of lengi hefur sett of mikinn svip á þessa miklu ferða- og samkomuhelgi. Annað eru umferðarslys og óhöpp sem rekja má annars vegar til umferðarálags en hins vegar til óábyrgs aksturs undir áhrifum. Hitt er ofbeldi á samkomum þar sem hlutfall fólks undir áhrifum er allt of hátt. Þá er bæði átt við kynferðislegt ofbeldi og barsmíðar. Á þröskuldi verslunarmannahelgar er ágætt að hafa þetta í huga og að hver og einn velti fyrir sér framlagi sínu til að helgin verði gleðileg hjá sem flestum. Þeir sem ætla að setjast undir stýri geta bókað að umferðin verður mikil. Það er því best að gera ráð fyrir því fyrirfram að ferðalög taki lengri tíma en endranær. Auk þess að hafa í huga að þolinmæði er dyggð. Akstur undir áhrifum er auðvitað fáránlegur. Það sjá allir sem eru allsgáðir en því miður ekki allir sem eru undir áhrifum. Þess vegna er svo mikilvægt að ákveða það fyrirfram að aka aldrei undir áhrifum. „Nú fyrir verslunarmannahelgina hafa skilaboð okkar verið að á útihátíð, rétt eins og annars staðar, hefurðu rétt á því að verða ekki fyrir ofbeldi,“ segir Finnborg Salome Steinþórsdóttir, sem er í Nei-hópnum í viðtali við blaðið í dag. Þegar þetta er sagt er átt við kynferðislegt ofbeldi en fullyrðingin á auðvitað við um hvers konar ofbeldi. Það er jú alltaf ofbeldismaðurinn sem ber ábyrgð á gjörðum sínum. Hvort heldur hann beitir kynferðislegu ofbeldi eða hnefum í slagsmálum. Finnborg og Thomas Brorsen Smidt sem einnig starfar í Nei-hreyfingunni gagnrýna það sem hefur verið kallað nauðgunarmenning og felst í því að gera lítið úr nauðgunum. Þau velta fyrir sér hvort verið geti að nauðganir séu algengari en þær ella væru vegna þess að ekki sé litið á nauðgun sem þann ógeðslega og óæskilega atburð sem hún er. Það er í anda þeirrar nauðgunarmenningar sem forráðamenn útihátíða gera lítið úr nauðgunum á þeim hátíðum sem þeir bera ábyrgð á, halda jafnvel fram að hátíðir hafi farið vel fram þrátt fyrir að ein eða fleiri nauðganir hafi átt sér stað á þeim. Að ekki sé minnst á að ganga svo langt að halda því fram að fleiri nauðganir hafi átt sér stað þegar Stígamót voru á staðnum eins og formaður þjóðhátíðarnefndar í Vestmannaeyjum hélt fram fyrr á þessu ári. Vonandi er framundan helgi þar sem umferðin fer vel og farsællega fram, enginn ekur undir áhrifum, enginn of hratt og allir sem einn sýna þolinmæði og stillingu. Enn fremur er óskandi að allt samkomuhald fari fram með friði og spekt. Þar verði hófsemd og gleði ríkjandi en ekki óhóf og ofbeldi. Góða helgi.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun