Þjóðaratkvæði um skipulagsmál Bolli Héðinsson skrifar 20. júlí 2011 06:00 Af einhverjum einkennilegum ástæðum dúkkar upp, nú um mitt sumar, umræðan um hvort Reykjavíkurflugvöllur eigi að fara eða vera. Umræða sem er engan veginn tímabær þar sem sýnt er að ákvarðanir sem að þessu lúta þarf ekki að taka fyrr en á næstu 15-20 árum þar sem ekki hvarflar að neinum að skipuleggja byggð eða hefja framkvæmdir á flugvallarsvæðinu eins og mál standa nú. Mætti halda að umræðuefni þjóðarinnar væru næg samt og ekki þyrfti að bæta við ótímabærri umræðu um eitthvað sem ekki þarf að taka afstöðu til fyrr en einhvern tíma í fjarlægri framtíð. Færsla þjóðvegarins frá Blönduósi.Það er mjög áhugaverð tillaga að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um skipulagsmál sveitarfélaga. En þá skyldu menn líka vera sjálfum sér samkvæmir og átta sig á til hvers það getur leitt. Þannig hlýtur það að fara í þjóðaratkvæði næst þegar þess verður freistað að flytja þjóðveginn frá Blönduósi. Ég er sannfærður um að fjöldi landsmanna hefur skoðun á því máli og Blönduósingar eiga vafalaust víða stuðningsmenn fyrir því að halda vegarstæðinu óbreyttu frá því sem nú er. Einnig þegar kemur næst að því að reisa virkjun, hvort heldur er þegar kemur að því að bora eftir gufu á viðkvæmu landsvæði eða reisa stíflu fyrir nýtt virkjunarlón. Í þeim efnum er þá sjálfgefið að efnt verði til þjóðaratkvæðis svo skera megi úr um réttmæti þeirra framkvæmda. Við þær aðstæður sem eru í samfélagi okkar eigum við Íslendingar ekki að efna til óvinafagnaðar og kynda undir umræðu af þessu tagi sem alltaf er hætt við að fari út í öfgar. Yfirvegaða umræðu um skipulagsmál er tímabært að taka þegar forsendur liggja fyrir; upplýsingar um landnýtingu, umferðarmagn og aðra valkosti sem skipta máli þegar slíkar ákvarðanir eru teknar. Þær upplýsingar eiga að vera þær nýjustu sem völ er á og það verður þá hvort eð er ekki fyrr en þörfin fyrir að taka ákvörðunina er orðin brýn. Ákvörðunin um framtíð Reykjavíkurflugvallar þarf ekki að eiga sér stað fyrr en að löngum tíma liðnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Af einhverjum einkennilegum ástæðum dúkkar upp, nú um mitt sumar, umræðan um hvort Reykjavíkurflugvöllur eigi að fara eða vera. Umræða sem er engan veginn tímabær þar sem sýnt er að ákvarðanir sem að þessu lúta þarf ekki að taka fyrr en á næstu 15-20 árum þar sem ekki hvarflar að neinum að skipuleggja byggð eða hefja framkvæmdir á flugvallarsvæðinu eins og mál standa nú. Mætti halda að umræðuefni þjóðarinnar væru næg samt og ekki þyrfti að bæta við ótímabærri umræðu um eitthvað sem ekki þarf að taka afstöðu til fyrr en einhvern tíma í fjarlægri framtíð. Færsla þjóðvegarins frá Blönduósi.Það er mjög áhugaverð tillaga að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um skipulagsmál sveitarfélaga. En þá skyldu menn líka vera sjálfum sér samkvæmir og átta sig á til hvers það getur leitt. Þannig hlýtur það að fara í þjóðaratkvæði næst þegar þess verður freistað að flytja þjóðveginn frá Blönduósi. Ég er sannfærður um að fjöldi landsmanna hefur skoðun á því máli og Blönduósingar eiga vafalaust víða stuðningsmenn fyrir því að halda vegarstæðinu óbreyttu frá því sem nú er. Einnig þegar kemur næst að því að reisa virkjun, hvort heldur er þegar kemur að því að bora eftir gufu á viðkvæmu landsvæði eða reisa stíflu fyrir nýtt virkjunarlón. Í þeim efnum er þá sjálfgefið að efnt verði til þjóðaratkvæðis svo skera megi úr um réttmæti þeirra framkvæmda. Við þær aðstæður sem eru í samfélagi okkar eigum við Íslendingar ekki að efna til óvinafagnaðar og kynda undir umræðu af þessu tagi sem alltaf er hætt við að fari út í öfgar. Yfirvegaða umræðu um skipulagsmál er tímabært að taka þegar forsendur liggja fyrir; upplýsingar um landnýtingu, umferðarmagn og aðra valkosti sem skipta máli þegar slíkar ákvarðanir eru teknar. Þær upplýsingar eiga að vera þær nýjustu sem völ er á og það verður þá hvort eð er ekki fyrr en þörfin fyrir að taka ákvörðunina er orðin brýn. Ákvörðunin um framtíð Reykjavíkurflugvallar þarf ekki að eiga sér stað fyrr en að löngum tíma liðnum.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar