Allir bændur með bústofn verða starfsleyfisskyldir 15. júlí 2011 06:00 búfé Krafa um starfsleyfi nær meðal annars til sauðfjárbænda, hrossabænda og þeirra sem reka þjónustu fyrir dýr, svo sem tamningamanna og æfingastöðva fyrir hross, sem sprottið hafa upp á síðustu árum. fréttablaðið/vilhelm Sauðfjárbændur, hrossabændur, og þeir sem stunda þjónustu með dýr, svo sem tamningamenn, verða starfsleyfisskyldir, verði frumvarp til laga um dýravelferð samþykkt í núverandi mynd. Þetta er til samræmis við reglugerðir sem gilda um aðra búfjáreigendur. Frumvarpið, sem unnið var af nefnd á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytsins, gerir ráð fyrir mun einfaldara ferli hvað varðar dýraverndunarmál heldur en verið hefur. Málaflokkurinn mun þá heyra undir eitt ráðuneyti, það er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið í stað tveggja áður. Um hann munu gilda ein lög en ekki tvenn eins og verið hefur. Vörslusvipting dýra verður á hendi Matvælastofnunar (MAST) í stað viðkomandi lögreglustjóra áður, svo dæmi séu nefnd. „Eitt af þeim markmiðum sem sett voru við vinnslu frumvarpsins var að ná betri og skjótari tökum á búum sem lengi hafa verið til vandræða og jafnvel að koma í veg fyrir vanda af því tagi,“ segir Halldór Runólfsson yfirdýralæknir, sem sæti átti í nefndinni er vann frumvarpið. „Ferlið var einfaldað í þeim tilgangi að auðvelda eftirrekstur og þvingunarúrræði til að stöðva dýraníðslu. Nú eru þessi mál alfarið á forræði MAST sem óskar þá eftir aðstoð þar til bærra aðila.“ Frumvarpið tekur á fjölda atriða sem bann verður lagt við, þar sem þau flokkast undir slæma meðferð dýra. Til dæmis verður bannað að dæla mat í gæsir til að fá úr þeim stærri lifur. Þá er ráðherra heimilt að banna innflutning afurða sem orðnar eru til með aðferðum sem flokkast undir illa meðferð. „Þarna er verið að taka þátt í alheimsherferð gegn slæmri meðferð,“ útskýrir Halldór. „Undir þetta myndi einnig falla innflutningur á gæsadún af gæsum sem hafa verið reyttar lifandi, svo fleiri dæmi séu nefnd.“ Hvað varðar framkvæmd veitingar starfsleyfis til þjónustuaðila og bænda segir Halldór að MAST sé komin með gagnagrunna um allan búskap á landinu og leyfisveitingar verði unnar í tengslum við þá grunna. jss@frettabladid.is Fréttir Tengdar fréttir Rafmagnsólar hunda bannaðar Frumvarp til laga um dýravelferð kveður á um að rafmagnsólar til þjálfunar á hundum verði bannaðar. Einnig að einungis fagaðilar megi nota geldingatangir og tjakka til notkunar við burðarhjálp hjá stórgripum, svo dæmi séu nefnd. Ákvæðið er til komið vegna vandamála sem hefur orðið vart við vegna sölu á útbúnaði sem óheimilt er að nota á dýr. 15. júlí 2011 03:00 Bannað að gefa svín sem gjöf Frumvarp til laga um dýravelferð kveður á um að óheimilt sé að selja eða afhenda dýr þegar tilefni er til að ætla að móttakandi hafi ekki getu eða vilja til að annast dýrið á þann hátt sem samræmist ákvæðum frumvarpsins. 15. júlí 2011 05:30 Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Sauðfjárbændur, hrossabændur, og þeir sem stunda þjónustu með dýr, svo sem tamningamenn, verða starfsleyfisskyldir, verði frumvarp til laga um dýravelferð samþykkt í núverandi mynd. Þetta er til samræmis við reglugerðir sem gilda um aðra búfjáreigendur. Frumvarpið, sem unnið var af nefnd á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytsins, gerir ráð fyrir mun einfaldara ferli hvað varðar dýraverndunarmál heldur en verið hefur. Málaflokkurinn mun þá heyra undir eitt ráðuneyti, það er sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið í stað tveggja áður. Um hann munu gilda ein lög en ekki tvenn eins og verið hefur. Vörslusvipting dýra verður á hendi Matvælastofnunar (MAST) í stað viðkomandi lögreglustjóra áður, svo dæmi séu nefnd. „Eitt af þeim markmiðum sem sett voru við vinnslu frumvarpsins var að ná betri og skjótari tökum á búum sem lengi hafa verið til vandræða og jafnvel að koma í veg fyrir vanda af því tagi,“ segir Halldór Runólfsson yfirdýralæknir, sem sæti átti í nefndinni er vann frumvarpið. „Ferlið var einfaldað í þeim tilgangi að auðvelda eftirrekstur og þvingunarúrræði til að stöðva dýraníðslu. Nú eru þessi mál alfarið á forræði MAST sem óskar þá eftir aðstoð þar til bærra aðila.“ Frumvarpið tekur á fjölda atriða sem bann verður lagt við, þar sem þau flokkast undir slæma meðferð dýra. Til dæmis verður bannað að dæla mat í gæsir til að fá úr þeim stærri lifur. Þá er ráðherra heimilt að banna innflutning afurða sem orðnar eru til með aðferðum sem flokkast undir illa meðferð. „Þarna er verið að taka þátt í alheimsherferð gegn slæmri meðferð,“ útskýrir Halldór. „Undir þetta myndi einnig falla innflutningur á gæsadún af gæsum sem hafa verið reyttar lifandi, svo fleiri dæmi séu nefnd.“ Hvað varðar framkvæmd veitingar starfsleyfis til þjónustuaðila og bænda segir Halldór að MAST sé komin með gagnagrunna um allan búskap á landinu og leyfisveitingar verði unnar í tengslum við þá grunna. jss@frettabladid.is
Fréttir Tengdar fréttir Rafmagnsólar hunda bannaðar Frumvarp til laga um dýravelferð kveður á um að rafmagnsólar til þjálfunar á hundum verði bannaðar. Einnig að einungis fagaðilar megi nota geldingatangir og tjakka til notkunar við burðarhjálp hjá stórgripum, svo dæmi séu nefnd. Ákvæðið er til komið vegna vandamála sem hefur orðið vart við vegna sölu á útbúnaði sem óheimilt er að nota á dýr. 15. júlí 2011 03:00 Bannað að gefa svín sem gjöf Frumvarp til laga um dýravelferð kveður á um að óheimilt sé að selja eða afhenda dýr þegar tilefni er til að ætla að móttakandi hafi ekki getu eða vilja til að annast dýrið á þann hátt sem samræmist ákvæðum frumvarpsins. 15. júlí 2011 05:30 Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Rafmagnsólar hunda bannaðar Frumvarp til laga um dýravelferð kveður á um að rafmagnsólar til þjálfunar á hundum verði bannaðar. Einnig að einungis fagaðilar megi nota geldingatangir og tjakka til notkunar við burðarhjálp hjá stórgripum, svo dæmi séu nefnd. Ákvæðið er til komið vegna vandamála sem hefur orðið vart við vegna sölu á útbúnaði sem óheimilt er að nota á dýr. 15. júlí 2011 03:00
Bannað að gefa svín sem gjöf Frumvarp til laga um dýravelferð kveður á um að óheimilt sé að selja eða afhenda dýr þegar tilefni er til að ætla að móttakandi hafi ekki getu eða vilja til að annast dýrið á þann hátt sem samræmist ákvæðum frumvarpsins. 15. júlí 2011 05:30