Milljónir í svar við fyrirspurn - Fréttaskýring 15. júlí 2011 06:45 Fjöldi skriflegra fyrirspurna berst frá alþingismönnum á hverju þingi. Starfsmenn ráðuneyta þurfa oft og tíðum að leggja nokkra vinnu í svörin með tilheyrandi kostnaði.fréttablaðið/pjetur helgi bernódusson Hvernig nýta alþingismenn rétt til fyrirspurna? Sífellt færist í aukana að alþingismenn sendi skriflegar fyrirspurnir til ráðuneyta. Um leið og þetta er mikilvægt lýðræðislegt aðhaldstæki er ljóst að kostnaður ráðuneytanna við að svara fyrirspurnum getur verið umtalsverður. Kostnaður þriggja ráðuneyta við svar ákveðinnar fyrirspurnar nam samtals 700 til 900 þúsund krónum. Þingsköpum var breytt í vor og gefinn rýmri frestur til að svara skriflegum fyrirspurnum. Hann var þá lengdur úr 10 dögum í 15. Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, segir að það hafi verið talinn raunhæfari frestur. „Það getur verið ansi snúningasamt að svara svona spurningu og það hefur verið okkar mat að þetta væri yfirleitt of knappur tími. Ráðuneytin þurfa að skrifa undirstofnunum og fá svör þaðan," segir Helgi. Nýbreytni er í þingsköpum að ef ráðuneyti nær ekki að svara fyrirspurn innan tiltekins frests verður ráðherra að tilkynna þinginu um það og einnig hvað veldur. Á yfirstandandi þingi voru lagðar fram 346 skriflegar fyrirspurnir og þegar hlé var gert á þinghaldi 15. júní átti enn eftir að svara 41 þeirra. Munnlegar fyrirspurnir voru 112. Helgi segir þátt skriflegra fyrirspurna verða æ umfangsmeiri á kostnað þeirra munnlegu. Það sé þróun sem þekkist einnig úr nágrannalöndunum. „Það hefur verið tilhneiging að hinum hefðbundnu munnlegu fyrirspurnum hefur fækkað, á meðan hinum skriflegu fjölgar. Þingmenn hafa meiri möguleika á að spyrja um einstök atriði í óundirbúnum fyrirspurnum til ráðherra og í umræðum um störf þingsins. Það gefur einnig öðrum þingmönnum færi á að taka þátt í umræðunum." Lengi hefur brunnið við að þingmönnum sé legið á hálsi fyrir að nýta sér rétt sinn til fyrirspurna til að vekja athygli á ákveðnum málum fremur en til þess að fá svör. Svörin eru enda oft auðfundin án þess að ónáða þurfi starfsmenn ráðuneyta. Með því komist þingmenn í fjölmiðla og það er jú hluti af þeirra starfi. Eins og sést hér til hliðar er þetta ekki nýtt fyrirbæri. Þingmenn hafa verið gagnrýndir fyrir þetta árum saman, bæði þeir sem nú verma ráðherrastóla og eins þeir sem sitja nú í stjórnarandstöðu. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra var til að mynda duglegur fyrirspyrjandi þegar hún var í stjórnarandstöðu. Frá október 2003 fram til febrúar 2005 lagði hún fram 107 fyrirspurnir. Það útlagðist sem 4 fyrirspurnir á hverri starfsviku þingsins á þessu 17 mánaða tímabili. Ljóst er að fyrirspurnir þingmanna eru mikilvægt tæki Alþingis til að hafa aðhald með framkvæmdarvaldinu. Þó hefur verið bent á að þær skuli ekki misnota. kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Tengdar fréttir Tæp milljón hjá þremur ráðuneytum Fréttablaðið leitaði fanga hjá öllum ráðuneytum til að fá dæmi um þann kostnað sem einstök fyrirspurn getur haft í för með sér og þá vinnu sem liggur að baki svarinu. Fyrir valinu varð fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, sem sendi öllum ráðuneytum eftirfarandi fyrirspurn: 15. júlí 2011 06:00 Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru Sjá meira
helgi bernódusson Hvernig nýta alþingismenn rétt til fyrirspurna? Sífellt færist í aukana að alþingismenn sendi skriflegar fyrirspurnir til ráðuneyta. Um leið og þetta er mikilvægt lýðræðislegt aðhaldstæki er ljóst að kostnaður ráðuneytanna við að svara fyrirspurnum getur verið umtalsverður. Kostnaður þriggja ráðuneyta við svar ákveðinnar fyrirspurnar nam samtals 700 til 900 þúsund krónum. Þingsköpum var breytt í vor og gefinn rýmri frestur til að svara skriflegum fyrirspurnum. Hann var þá lengdur úr 10 dögum í 15. Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, segir að það hafi verið talinn raunhæfari frestur. „Það getur verið ansi snúningasamt að svara svona spurningu og það hefur verið okkar mat að þetta væri yfirleitt of knappur tími. Ráðuneytin þurfa að skrifa undirstofnunum og fá svör þaðan," segir Helgi. Nýbreytni er í þingsköpum að ef ráðuneyti nær ekki að svara fyrirspurn innan tiltekins frests verður ráðherra að tilkynna þinginu um það og einnig hvað veldur. Á yfirstandandi þingi voru lagðar fram 346 skriflegar fyrirspurnir og þegar hlé var gert á þinghaldi 15. júní átti enn eftir að svara 41 þeirra. Munnlegar fyrirspurnir voru 112. Helgi segir þátt skriflegra fyrirspurna verða æ umfangsmeiri á kostnað þeirra munnlegu. Það sé þróun sem þekkist einnig úr nágrannalöndunum. „Það hefur verið tilhneiging að hinum hefðbundnu munnlegu fyrirspurnum hefur fækkað, á meðan hinum skriflegu fjölgar. Þingmenn hafa meiri möguleika á að spyrja um einstök atriði í óundirbúnum fyrirspurnum til ráðherra og í umræðum um störf þingsins. Það gefur einnig öðrum þingmönnum færi á að taka þátt í umræðunum." Lengi hefur brunnið við að þingmönnum sé legið á hálsi fyrir að nýta sér rétt sinn til fyrirspurna til að vekja athygli á ákveðnum málum fremur en til þess að fá svör. Svörin eru enda oft auðfundin án þess að ónáða þurfi starfsmenn ráðuneyta. Með því komist þingmenn í fjölmiðla og það er jú hluti af þeirra starfi. Eins og sést hér til hliðar er þetta ekki nýtt fyrirbæri. Þingmenn hafa verið gagnrýndir fyrir þetta árum saman, bæði þeir sem nú verma ráðherrastóla og eins þeir sem sitja nú í stjórnarandstöðu. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra var til að mynda duglegur fyrirspyrjandi þegar hún var í stjórnarandstöðu. Frá október 2003 fram til febrúar 2005 lagði hún fram 107 fyrirspurnir. Það útlagðist sem 4 fyrirspurnir á hverri starfsviku þingsins á þessu 17 mánaða tímabili. Ljóst er að fyrirspurnir þingmanna eru mikilvægt tæki Alþingis til að hafa aðhald með framkvæmdarvaldinu. Þó hefur verið bent á að þær skuli ekki misnota. kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Tengdar fréttir Tæp milljón hjá þremur ráðuneytum Fréttablaðið leitaði fanga hjá öllum ráðuneytum til að fá dæmi um þann kostnað sem einstök fyrirspurn getur haft í för með sér og þá vinnu sem liggur að baki svarinu. Fyrir valinu varð fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, sem sendi öllum ráðuneytum eftirfarandi fyrirspurn: 15. júlí 2011 06:00 Mest lesið „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru Sjá meira
Tæp milljón hjá þremur ráðuneytum Fréttablaðið leitaði fanga hjá öllum ráðuneytum til að fá dæmi um þann kostnað sem einstök fyrirspurn getur haft í för með sér og þá vinnu sem liggur að baki svarinu. Fyrir valinu varð fyrirspurn Vigdísar Hauksdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, sem sendi öllum ráðuneytum eftirfarandi fyrirspurn: 15. júlí 2011 06:00