Um lýðræði og sannfæringu 1. júlí 2011 06:00 Kolbeinn Proppé, blaðamaður á Fréttablaðinu, veltir upp mikilvægri spurningu í framhaldi af grein minni í hér blaðinu um vegtolla. Þar lýsi ég því hvernig ég hafði fengið í fangið hugmyndir um að ráðist yrði í kostnaðarsamar flýtiframkvæmdir í vegamálum og yrðu þær fjármagnaðar með vegtollum á viðkomandi leiðum. Aldrei hef ég verið áhugasamur um þessa aðferðafræði en málið engu að síður þess eðlis – verið að selja aðgang að vegum, ekki spítölum – að ég kvaðst reiðubúinn að hafa um það forgöngu að því tilskyldu að um þetta yrði samstaða og þeir sem ættu að borga brúsann væru sáttir. Svo reyndist ekki vera og lýsti ég því þá yfir að við yrðum að hlusta á rödd þjóðarinnar. Þá spyr Kolbeinn: „Ef rödd þjóðarinnar á að ráða í þessu máli, gildir það þá ekki um önnur? Mun Ögmundur framvegis fylgja meirihluta í umdeildum málum svo sem um aðild að Nató og fleiri hitamál? Mun sannfæringin víkja fyrir skoðanakönnunum?“ Svar mitt við því hvort meirihlutavilji þjóðarinnar eigi að ráða er tvímælalaust játandi. Ef meirihlutinn vill vera í Nató þá verðum við þar. Ef meirihlutinn vill ganga þaðan út þá gerum við það. Það breytir því ekki að ég er og verð andstæðingur aðildar Íslands að Nató og hreyfir engin skoðanakönnun eða atkvæðagreiðsla þeirri sannfæringu minni. Það gildir um öll grundvallarmál. Þar vil ég vera trúr eigin sannfæringu hvað sem líður vilja annarra og berjast fyrir henni af alefli. Ef þeir sem treyst er fyrir framkvæmdarvaldinu ganga hins vegar þvert á almannaviljann í grundvallarmálum og þröngva minnihlutasjónarmiðum upp á samfélagið, fyrirgera þeir þar með pólitískum tilverurétti sínum. Að sjálfsögðu ætti það við um mig sem aðra ráðherra. Þannig á lýðræðið að virka. Það hefur einmitt verið okkar ógæfa í langan tíma að virða ekki lýðræðið sem skyldi. Þegar samtök atvinnurekenda ætlast nú til þess af mér, sem handhafa framkvæmdavalds, að ráðast í umdeilda tollheimtu sem mikil andstaða hefur risið gegn þá fer ég að sjálfsögðu að almannaviljanum fremur en vilja gæslumanna þröngra hagsmuna sem því miður hafa látið í veðri vaka að rándýrar framkvæmdir á kostnað skattborgara og neytenda skapi fleiri störf og meiri arðsemi en reyndin yrði. En það má ágætur blaðamaður Fréttablaðsins vita að í því er engin mótsögn fólgin að vera trúr sannfæringu sinni annars vegar og virða lýðræðislegan vilja hins vegar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Kolbeinn Proppé, blaðamaður á Fréttablaðinu, veltir upp mikilvægri spurningu í framhaldi af grein minni í hér blaðinu um vegtolla. Þar lýsi ég því hvernig ég hafði fengið í fangið hugmyndir um að ráðist yrði í kostnaðarsamar flýtiframkvæmdir í vegamálum og yrðu þær fjármagnaðar með vegtollum á viðkomandi leiðum. Aldrei hef ég verið áhugasamur um þessa aðferðafræði en málið engu að síður þess eðlis – verið að selja aðgang að vegum, ekki spítölum – að ég kvaðst reiðubúinn að hafa um það forgöngu að því tilskyldu að um þetta yrði samstaða og þeir sem ættu að borga brúsann væru sáttir. Svo reyndist ekki vera og lýsti ég því þá yfir að við yrðum að hlusta á rödd þjóðarinnar. Þá spyr Kolbeinn: „Ef rödd þjóðarinnar á að ráða í þessu máli, gildir það þá ekki um önnur? Mun Ögmundur framvegis fylgja meirihluta í umdeildum málum svo sem um aðild að Nató og fleiri hitamál? Mun sannfæringin víkja fyrir skoðanakönnunum?“ Svar mitt við því hvort meirihlutavilji þjóðarinnar eigi að ráða er tvímælalaust játandi. Ef meirihlutinn vill vera í Nató þá verðum við þar. Ef meirihlutinn vill ganga þaðan út þá gerum við það. Það breytir því ekki að ég er og verð andstæðingur aðildar Íslands að Nató og hreyfir engin skoðanakönnun eða atkvæðagreiðsla þeirri sannfæringu minni. Það gildir um öll grundvallarmál. Þar vil ég vera trúr eigin sannfæringu hvað sem líður vilja annarra og berjast fyrir henni af alefli. Ef þeir sem treyst er fyrir framkvæmdarvaldinu ganga hins vegar þvert á almannaviljann í grundvallarmálum og þröngva minnihlutasjónarmiðum upp á samfélagið, fyrirgera þeir þar með pólitískum tilverurétti sínum. Að sjálfsögðu ætti það við um mig sem aðra ráðherra. Þannig á lýðræðið að virka. Það hefur einmitt verið okkar ógæfa í langan tíma að virða ekki lýðræðið sem skyldi. Þegar samtök atvinnurekenda ætlast nú til þess af mér, sem handhafa framkvæmdavalds, að ráðast í umdeilda tollheimtu sem mikil andstaða hefur risið gegn þá fer ég að sjálfsögðu að almannaviljanum fremur en vilja gæslumanna þröngra hagsmuna sem því miður hafa látið í veðri vaka að rándýrar framkvæmdir á kostnað skattborgara og neytenda skapi fleiri störf og meiri arðsemi en reyndin yrði. En það má ágætur blaðamaður Fréttablaðsins vita að í því er engin mótsögn fólgin að vera trúr sannfæringu sinni annars vegar og virða lýðræðislegan vilja hins vegar.
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar