Iceland Express seint í 64 prósentum tilvika 21. júní 2011 06:00 Iceland Express stendur sig illa í að halda áætlun miðað við helstu flugfélög í flugi um Keflavíkurflugvöll. Þetta kemur fram í tölum Isavia ohf. sem rekur íslenska flugvelli. Fréttablaðið hefur undir höndum upplýsingar um frammistöðu flugfélaganna í að halda áætlun á Keflavíkurflugvelli sumarmánuðina þrjá í fyrra. Samkvæmt þeim stóð Astraeus, flugfélagið sem annast áætlunarflug fyrir Iceland Express, sig áberandi verst allra að þessu leyti. Á alþjóðlega vísu er miðað við að flugfélög hafi haldið áætlun ef seinkun er undir 15 mínútum. Af 823 brottförum hjá Iceland Express stóðst 351, eða aðeins 42,6 prósent, þennan mælikvarða í júní, júlí og ágúst í fyrra. Staðan er enn verri þegar litið er til komutíma. Þá voru aðeins 29,7 prósent af vélum félagins minna en 15 mínútur á eftir áætlun. Samanlagt átti Astraeus 1.644 lendingar og brottfarir á þessu tímabili og voru aðeins 592, eða 36,2 prósent á áætlun. Helsti keppinautur Iceland Express er Icelandair, sem hefur mun betri tölfræði að þessu leyti. Samtals átti Icelandair 4.963 lendingar og brottfarir á fyrrnefndu tímabili. Af þeim voru 3.663, eða 73,8 prósent, á áætlun. Því eru hlutfallslega helmingi fleiri flug á áætlun hjá Icelandair en hjá Iceland Express. Þá kemur fram að heill þriðjungur af brottförum Iceland Express frá Keflavíkurflugvelli í fyrrasumar er skilgreindur með „óhóflega" seinkun. Það þýðir að vélarnar voru 45 mínútum eða meira of seinar í loftið. Sambærileg tala fyrir Icelandair var 4,9 prósent. Nokkur önnur félög voru með áætlunarflug til Íslands í fyrrasumar. Aðeins tvö þeirra, SAS og Air Berlin, áttu fleiri en eitt hundrað samanlagðar brottfarir og lendingar, SAS með samtals 211 og Air Berlin með samtals 193. SAS hélt áætlun í 93,3 prósentum tilvika og Air Berlin í 74,1 prósenti tilvika. Fram kom á fundi samræmingarnefndar í fyrrahaust að vandamál væri hversu lítt Astraeus stæðist áætlanir og hversu illa félagið stæði sig í að upplýsa vallaryfirvöld um tafir. Ekki fást nýrri upplýsingar frá Isavia en þær sem hér er vísað til. Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Isavia, segist að svo stöddu ekki vilja tjá sig um það hvernig málin hafi þróast frá því í fyrra. Svör fengust heldur ekki hjá Iceland Express í gær. Samkvæmt vef Keflavíkurflugvallar eru miklar seinkanir á áætlun félagins viðvarandi þessa dagana. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Iceland Express stendur sig illa í að halda áætlun miðað við helstu flugfélög í flugi um Keflavíkurflugvöll. Þetta kemur fram í tölum Isavia ohf. sem rekur íslenska flugvelli. Fréttablaðið hefur undir höndum upplýsingar um frammistöðu flugfélaganna í að halda áætlun á Keflavíkurflugvelli sumarmánuðina þrjá í fyrra. Samkvæmt þeim stóð Astraeus, flugfélagið sem annast áætlunarflug fyrir Iceland Express, sig áberandi verst allra að þessu leyti. Á alþjóðlega vísu er miðað við að flugfélög hafi haldið áætlun ef seinkun er undir 15 mínútum. Af 823 brottförum hjá Iceland Express stóðst 351, eða aðeins 42,6 prósent, þennan mælikvarða í júní, júlí og ágúst í fyrra. Staðan er enn verri þegar litið er til komutíma. Þá voru aðeins 29,7 prósent af vélum félagins minna en 15 mínútur á eftir áætlun. Samanlagt átti Astraeus 1.644 lendingar og brottfarir á þessu tímabili og voru aðeins 592, eða 36,2 prósent á áætlun. Helsti keppinautur Iceland Express er Icelandair, sem hefur mun betri tölfræði að þessu leyti. Samtals átti Icelandair 4.963 lendingar og brottfarir á fyrrnefndu tímabili. Af þeim voru 3.663, eða 73,8 prósent, á áætlun. Því eru hlutfallslega helmingi fleiri flug á áætlun hjá Icelandair en hjá Iceland Express. Þá kemur fram að heill þriðjungur af brottförum Iceland Express frá Keflavíkurflugvelli í fyrrasumar er skilgreindur með „óhóflega" seinkun. Það þýðir að vélarnar voru 45 mínútum eða meira of seinar í loftið. Sambærileg tala fyrir Icelandair var 4,9 prósent. Nokkur önnur félög voru með áætlunarflug til Íslands í fyrrasumar. Aðeins tvö þeirra, SAS og Air Berlin, áttu fleiri en eitt hundrað samanlagðar brottfarir og lendingar, SAS með samtals 211 og Air Berlin með samtals 193. SAS hélt áætlun í 93,3 prósentum tilvika og Air Berlin í 74,1 prósenti tilvika. Fram kom á fundi samræmingarnefndar í fyrrahaust að vandamál væri hversu lítt Astraeus stæðist áætlanir og hversu illa félagið stæði sig í að upplýsa vallaryfirvöld um tafir. Ekki fást nýrri upplýsingar frá Isavia en þær sem hér er vísað til. Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Isavia, segist að svo stöddu ekki vilja tjá sig um það hvernig málin hafi þróast frá því í fyrra. Svör fengust heldur ekki hjá Iceland Express í gær. Samkvæmt vef Keflavíkurflugvallar eru miklar seinkanir á áætlun félagins viðvarandi þessa dagana. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira