Áliðnaður er vanmetinn grunnatvinnuvegur Þorsteinn Víglundsson skrifar 3. júní 2011 09:00 Í Fréttablaðinu munu á næstu dögum birtast fimm greinar um áliðnað og vægi hans á Íslandi. Í þessari grein er fjallað um aukið framlag áliðnaðar til þjóðarbúsins á liðnum árum. Stóraukið framlag áliðnaðar til þjóðarbúskapsins hér á landi á undanförnum árum hefur ekki farið hátt. Á sama tíma og íslenska hagkerfið hefur gengið í gegnum mikla niðursveiflu hefur áliðnaði vaxið ásmegin og þannig spornað gegn enn frekari efnahagssamdrætti en orðið hefur. Á undanförnum fimm árum hefur vægi áliðnaðar í heildarútflutningstekjum þjóðarinnar liðlega tvöfaldast og var útflutningsverðmæti áls á síðastliðnu ári 25,6% af heildarútflutningstekjum þjóðarinnar. Það ár var flutt út ál fyrir 222 milljarða króna, en það samsvarar nokkurn veginn heildarútflutningsverðmæti sjávarafurða á sama tíma. Þessi tekjuaukning stafar ekki einvörðungu af auknum útflutningi. Bæði er að álverð hefur farið hækkandi á liðnum árum og auk þess hafa álverin hér á landi lagt vaxandi áherslu á verðmeiri afurðir. Heildarútgjöld áliðnaðar innanlands hafa á sama tíma stóraukist. Á síðastliðnu ári námu þau 80 milljörðum króna og höfðu þá fimmfaldast á 5 árum. Auk rafmagns, launa og opinberra gjalda keypti íslenskur áliðnaður vörur og þjónustu fyrir 24 milljarða króna af yfir 500 íslenskum fyrirtækjum. Um 1.800 starfsmenn vinna hjá íslenskum álverum. Ef horft er til hefðbundinna margfeldisáhrifa má ætla að þessi atvinnugrein skapi að minnsta kosti fimm þúsund störf hér á landi. Áliðnaður hefur einnig haft mikið vægi í fjárfestingum hér á landi á liðnum árum. Þannig er uppsöfnuð hlutdeild ál- og orkuiðnaðar í heildarfjárfestingum í atvinnulífinu á árabilinu 1999-2009 36%. Ekki er einvörðungu fjárfest í nýjum verkefnum heldur er einnig stöðugt verið að fjárfesta í starfandi álverum. Þannig má áætla að íslenskur áliðnaður fjárfesti nú fyrir um 10 milljarða króna að jafnaði á ári hverju, fyrir utan stækkunarframkvæmdir. Beint framlag áliðnaðar og orkuiðnaðar til landsframleiðslu árið 2009 nam liðlega 7% af landsframleiðslu þess árs. Þetta er lítillega lægra hlutfall en beint framlag sjávarútvegs sem var liðlega 9% sama ár. Þetta segir þó ekki alla söguna. Rannsóknir sýna að grunnatvinnuvegir, líkt og t.d. sjávarútvegur, leggja mun meira til landsframleiðslu en hefðbundnar mælingar Hagstofu sýna. Þannig hafa hagfræðingarnir Ragnar Árnason og Sveinn Agnarsson sýnt fram á að framlag sjávarútvegs til landsframleiðslu sé líkast til um það bil tvöfalt meira en mælingar (9,2%) sýni. Sambærileg athugun er nú hafin á vægi áliðnaðar í þjóðarbúskapnum enda margt líkt með þessum tveimur grunnatvinnuvegum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Víglundsson Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu munu á næstu dögum birtast fimm greinar um áliðnað og vægi hans á Íslandi. Í þessari grein er fjallað um aukið framlag áliðnaðar til þjóðarbúsins á liðnum árum. Stóraukið framlag áliðnaðar til þjóðarbúskapsins hér á landi á undanförnum árum hefur ekki farið hátt. Á sama tíma og íslenska hagkerfið hefur gengið í gegnum mikla niðursveiflu hefur áliðnaði vaxið ásmegin og þannig spornað gegn enn frekari efnahagssamdrætti en orðið hefur. Á undanförnum fimm árum hefur vægi áliðnaðar í heildarútflutningstekjum þjóðarinnar liðlega tvöfaldast og var útflutningsverðmæti áls á síðastliðnu ári 25,6% af heildarútflutningstekjum þjóðarinnar. Það ár var flutt út ál fyrir 222 milljarða króna, en það samsvarar nokkurn veginn heildarútflutningsverðmæti sjávarafurða á sama tíma. Þessi tekjuaukning stafar ekki einvörðungu af auknum útflutningi. Bæði er að álverð hefur farið hækkandi á liðnum árum og auk þess hafa álverin hér á landi lagt vaxandi áherslu á verðmeiri afurðir. Heildarútgjöld áliðnaðar innanlands hafa á sama tíma stóraukist. Á síðastliðnu ári námu þau 80 milljörðum króna og höfðu þá fimmfaldast á 5 árum. Auk rafmagns, launa og opinberra gjalda keypti íslenskur áliðnaður vörur og þjónustu fyrir 24 milljarða króna af yfir 500 íslenskum fyrirtækjum. Um 1.800 starfsmenn vinna hjá íslenskum álverum. Ef horft er til hefðbundinna margfeldisáhrifa má ætla að þessi atvinnugrein skapi að minnsta kosti fimm þúsund störf hér á landi. Áliðnaður hefur einnig haft mikið vægi í fjárfestingum hér á landi á liðnum árum. Þannig er uppsöfnuð hlutdeild ál- og orkuiðnaðar í heildarfjárfestingum í atvinnulífinu á árabilinu 1999-2009 36%. Ekki er einvörðungu fjárfest í nýjum verkefnum heldur er einnig stöðugt verið að fjárfesta í starfandi álverum. Þannig má áætla að íslenskur áliðnaður fjárfesti nú fyrir um 10 milljarða króna að jafnaði á ári hverju, fyrir utan stækkunarframkvæmdir. Beint framlag áliðnaðar og orkuiðnaðar til landsframleiðslu árið 2009 nam liðlega 7% af landsframleiðslu þess árs. Þetta er lítillega lægra hlutfall en beint framlag sjávarútvegs sem var liðlega 9% sama ár. Þetta segir þó ekki alla söguna. Rannsóknir sýna að grunnatvinnuvegir, líkt og t.d. sjávarútvegur, leggja mun meira til landsframleiðslu en hefðbundnar mælingar Hagstofu sýna. Þannig hafa hagfræðingarnir Ragnar Árnason og Sveinn Agnarsson sýnt fram á að framlag sjávarútvegs til landsframleiðslu sé líkast til um það bil tvöfalt meira en mælingar (9,2%) sýni. Sambærileg athugun er nú hafin á vægi áliðnaðar í þjóðarbúskapnum enda margt líkt með þessum tveimur grunnatvinnuvegum.
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson Skoðun
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun