Aðgengilegra hjá Arctic 2. júní 2011 04:00 Nýjasta plata Alex Turner og félaga í Arctic Monkeys kemur út eftir helgi. nordicphotos/afp Fjórða plata Arctic Monkeys nefnist Suck It and See og kemur út eftir helgi. Hún er aðgengilegri en sú síðasta og ætti að falla vel í kramið hjá aðdáendum hljómsveitarinnar. Enska popp-rokksveitin Arctic Monkeys gefur út plötuna Suck It and See í næstu viku. Hún er heldur aðgengilegri en síðasta plata, Humbug, þar sem hljómsveitin naut aðstoðar Josh Homme úr Queens of the Stone Age. Melódíurnar eru meira áberandi og allt yfirbragðið er léttara. Arctic Monkeys var stofnuð árið 2002 af sextán og sautján ára unglingum frá borginni Sheffield, þeim Alex Turner, James Cook, Nick O’Malley og Matt Helders. Strákarnir vöktu fljótt mikla athygli á netinu, þar á meðal á Myspace. Fjölmiðlar tóku við sér og fóru að hefja þá upp til skýjana sem næstu rokkstjörnur Bretlandseyja. Útgáfufyrirtækið Domino samdi við sveitina og gaf árið 2005 út fyrstu smáskífuna, I Bet You Look Good on the Dancefloor, sem fór beint á topp breska smáskífulistans. Það gerði einnig næsta smáskífa, When the Sun Goes Down. Væntingarnar voru því miklar fyrir fyrstu plötuna en salan fór fram úr björtustu vonum. Whatever People Say I Am, That’s What I’m Not setti met með því að seljast hraðast allra frumburða í breskri útgáfusögu, í yfir 350 þúsund eintökum á fyrstu vikunni. Sló hún þar með út fyrstu plötu Oasis, Definitely Maybe. Í Bandaríkjunum fékk platan ágætar viðtökur. Lofið var þó ekki jafnmikið og hjá bresku pressunni, sem stundum fer offari í að hefja nýjar hljómsveitir upp til skýjanna. Næsta plata, Favourite Worst Nightmare, fór á topp breska listans eins og sú fyrri og styrkti stöðu Arctic Monkeys sem einn besta unga sveit Bretlands. Bresku blöðin voru yfir sig hrifin og til að mynda fékk platan fullt hús stiga hjá tímaritinu Q. Sömuleiðis var hún tilnefnd til bresku Mercury-verðlaunanna. Humbug, sem kom út 2009, var töluvert öðruvísi en fyrri verk sveitarinnar. Hljómurinn var eilítið myrkari en áður þar sem gítaráhrif Josh Homme voru áberandi. Gagnrýnendur voru engu að síður sáttir og gáfu strákunum plús í kladdann fyrir að víkka sjóndeildarhringinn og þroskast aðeins í leiðinni. Arctic Monkeys fylgir Suck It and See eftir með spilamennsku á hinum ýmsu tónlistarhátíðum í sumar, þar á meðal á Benicassim á Spáni, á Rock Werchter í Belgíu og á Lollapalooza í Bandaríkjunum. freyr@frettabladid.is Tónlist Mest lesið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fleiri fréttir Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Sjá meira
Fjórða plata Arctic Monkeys nefnist Suck It and See og kemur út eftir helgi. Hún er aðgengilegri en sú síðasta og ætti að falla vel í kramið hjá aðdáendum hljómsveitarinnar. Enska popp-rokksveitin Arctic Monkeys gefur út plötuna Suck It and See í næstu viku. Hún er heldur aðgengilegri en síðasta plata, Humbug, þar sem hljómsveitin naut aðstoðar Josh Homme úr Queens of the Stone Age. Melódíurnar eru meira áberandi og allt yfirbragðið er léttara. Arctic Monkeys var stofnuð árið 2002 af sextán og sautján ára unglingum frá borginni Sheffield, þeim Alex Turner, James Cook, Nick O’Malley og Matt Helders. Strákarnir vöktu fljótt mikla athygli á netinu, þar á meðal á Myspace. Fjölmiðlar tóku við sér og fóru að hefja þá upp til skýjana sem næstu rokkstjörnur Bretlandseyja. Útgáfufyrirtækið Domino samdi við sveitina og gaf árið 2005 út fyrstu smáskífuna, I Bet You Look Good on the Dancefloor, sem fór beint á topp breska smáskífulistans. Það gerði einnig næsta smáskífa, When the Sun Goes Down. Væntingarnar voru því miklar fyrir fyrstu plötuna en salan fór fram úr björtustu vonum. Whatever People Say I Am, That’s What I’m Not setti met með því að seljast hraðast allra frumburða í breskri útgáfusögu, í yfir 350 þúsund eintökum á fyrstu vikunni. Sló hún þar með út fyrstu plötu Oasis, Definitely Maybe. Í Bandaríkjunum fékk platan ágætar viðtökur. Lofið var þó ekki jafnmikið og hjá bresku pressunni, sem stundum fer offari í að hefja nýjar hljómsveitir upp til skýjanna. Næsta plata, Favourite Worst Nightmare, fór á topp breska listans eins og sú fyrri og styrkti stöðu Arctic Monkeys sem einn besta unga sveit Bretlands. Bresku blöðin voru yfir sig hrifin og til að mynda fékk platan fullt hús stiga hjá tímaritinu Q. Sömuleiðis var hún tilnefnd til bresku Mercury-verðlaunanna. Humbug, sem kom út 2009, var töluvert öðruvísi en fyrri verk sveitarinnar. Hljómurinn var eilítið myrkari en áður þar sem gítaráhrif Josh Homme voru áberandi. Gagnrýnendur voru engu að síður sáttir og gáfu strákunum plús í kladdann fyrir að víkka sjóndeildarhringinn og þroskast aðeins í leiðinni. Arctic Monkeys fylgir Suck It and See eftir með spilamennsku á hinum ýmsu tónlistarhátíðum í sumar, þar á meðal á Benicassim á Spáni, á Rock Werchter í Belgíu og á Lollapalooza í Bandaríkjunum. freyr@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fleiri fréttir Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Sjá meira