Er hægt að komast yfir framhjáhald? Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 3. september 2025 09:59 Fólk sem heldur framhjá maka sínum gerir það vegna þess að því líður illa. Getty Framhjáhald er oft afleiðing vanlíðunar og skorts á nánd, segir Theodór Francis Birgisson, klínískur félagsráðgjafi. Hann ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni, þar sem hann sagði að flestir sem halda framhjá sjái eftir því og vilji laga sambandið sitt. Theodór segir að þrátt fyrir algenga fullyrðingu eins og „once a cheater, always a cheater“ eigi hún ekki alltaf við. „Flestir sem halda framhjá eru ekki endilega framhjáhaldarar í eðli sínu. Þeir eru einfaldlega að glíma við mikla vanlíðan og leita eftir nánum tengslum,“ segir hann. Er hægt að komast yfir framhjáhald? Stutta svarið já – en það tekur tíma. „Það sem skiptir mestu máli er að parið geti talað saman af hreinskilni og unnið sig í gegnum þann sársauka sem hefur orðið,“ segir Theodór. Mikilvægt sé að sá sem hélt framhjá axli fulla ábyrgð og geri sér grein fyrir áhrifum gjörða sinna. „Það er munur á að vera framhjáhaldari og því að hafa haldið framhjá í ölæði. Ég er samt ekki að afsaka það,“ segir hann og bætir við: „Framhjáhaldari, eða þessi umræddi cheater, er sá sem axlar ekki ábyrgð á gjörðum sínum.“ Traust byggist á hreinskilni Theodór leggur áherslu á að framhjáhald sé áfall – bæði fyrir þann sem heldur framhjá og þann sem verður svikinn. „Of margar meðferðarnálganir í vestrænum heimi reyna að hjálpa fólki að komast framhjá áfallinu, í stað þess að fara inn í það og vinna sig í gegnum það,“ bætir hann við. Til að byggja upp traust á ný segir Theodór þrjú lykilatriði vera mikilvæg: Engin leyndarmál: Ekki má fela neitt fyrir makanum, allt á að vera upp á borðinu. Slíta óviðeigandi samskiptum. Hlusta og skilja: Tala saman af virðingu og reyna að skilja hvernig hinn upplifir stöðuna. Flestir vilja laga sambandið Theodór segir að í flestum tilfellum vilji fólk laga sambandið sitt eftir framhjáhald, hvort sem það er sá sem hélt framhjá eða sá sem var svikinn. Þetta á sérstaklega við þegar börn eru í spilinu. „Það verður reiði í garð þess sem eyðilagði fjölskylduna, hvort sem það er mamma eða pabbi. Það hefur áhrif á alla í fjölskyldunni.“ Talið er að framhjáhald spili hlutverk í 15–40 prósent skilnaða á heimsvísu. Theodór telur að hér á landi sé hlutfallið nær 15–20 prósentum. „Flestir sem leita til mín vegna hjónabandsvanda eru þó að fást við fjárhagsleg vandamál eða önnur erfið mál, ekki endilega framhjáhald,“ segir hann. Fyrirgefning er ákvörðun Ef einstaklingur vill fyrirgefa, þarf hann að vinna í því. Í grunninn er fyrirgefning ákvörun. „Ef ég vil fyrirgefa, þá mun ég leita mér aðstoðar til að komast þangað og það er hægt að hjálpa fólki með það,“ segir Theodór. ðun. Bítið Ástin og lífið Fjölskyldumál Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Lífið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Lífið „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Lífið Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Lífið Fleiri fréttir Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Sjá meira
Theodór segir að þrátt fyrir algenga fullyrðingu eins og „once a cheater, always a cheater“ eigi hún ekki alltaf við. „Flestir sem halda framhjá eru ekki endilega framhjáhaldarar í eðli sínu. Þeir eru einfaldlega að glíma við mikla vanlíðan og leita eftir nánum tengslum,“ segir hann. Er hægt að komast yfir framhjáhald? Stutta svarið já – en það tekur tíma. „Það sem skiptir mestu máli er að parið geti talað saman af hreinskilni og unnið sig í gegnum þann sársauka sem hefur orðið,“ segir Theodór. Mikilvægt sé að sá sem hélt framhjá axli fulla ábyrgð og geri sér grein fyrir áhrifum gjörða sinna. „Það er munur á að vera framhjáhaldari og því að hafa haldið framhjá í ölæði. Ég er samt ekki að afsaka það,“ segir hann og bætir við: „Framhjáhaldari, eða þessi umræddi cheater, er sá sem axlar ekki ábyrgð á gjörðum sínum.“ Traust byggist á hreinskilni Theodór leggur áherslu á að framhjáhald sé áfall – bæði fyrir þann sem heldur framhjá og þann sem verður svikinn. „Of margar meðferðarnálganir í vestrænum heimi reyna að hjálpa fólki að komast framhjá áfallinu, í stað þess að fara inn í það og vinna sig í gegnum það,“ bætir hann við. Til að byggja upp traust á ný segir Theodór þrjú lykilatriði vera mikilvæg: Engin leyndarmál: Ekki má fela neitt fyrir makanum, allt á að vera upp á borðinu. Slíta óviðeigandi samskiptum. Hlusta og skilja: Tala saman af virðingu og reyna að skilja hvernig hinn upplifir stöðuna. Flestir vilja laga sambandið Theodór segir að í flestum tilfellum vilji fólk laga sambandið sitt eftir framhjáhald, hvort sem það er sá sem hélt framhjá eða sá sem var svikinn. Þetta á sérstaklega við þegar börn eru í spilinu. „Það verður reiði í garð þess sem eyðilagði fjölskylduna, hvort sem það er mamma eða pabbi. Það hefur áhrif á alla í fjölskyldunni.“ Talið er að framhjáhald spili hlutverk í 15–40 prósent skilnaða á heimsvísu. Theodór telur að hér á landi sé hlutfallið nær 15–20 prósentum. „Flestir sem leita til mín vegna hjónabandsvanda eru þó að fást við fjárhagsleg vandamál eða önnur erfið mál, ekki endilega framhjáhald,“ segir hann. Fyrirgefning er ákvörðun Ef einstaklingur vill fyrirgefa, þarf hann að vinna í því. Í grunninn er fyrirgefning ákvörun. „Ef ég vil fyrirgefa, þá mun ég leita mér aðstoðar til að komast þangað og það er hægt að hjálpa fólki með það,“ segir Theodór. ðun.
Bítið Ástin og lífið Fjölskyldumál Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Lífið Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Lífið Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Lífið „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Lífið Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Lífið Fleiri fréttir Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“