Er hægt að komast yfir framhjáhald? Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 3. september 2025 09:59 Fólk sem heldur framhjá maka sínum gerir það vegna þess að því líður illa. Getty Framhjáhald er oft afleiðing vanlíðunar og skorts á nánd, segir Theodór Francis Birgisson, klínískur félagsráðgjafi. Hann ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni, þar sem hann sagði að flestir sem halda framhjá sjái eftir því og vilji laga sambandið sitt. Theodór segir að þrátt fyrir algenga fullyrðingu eins og „once a cheater, always a cheater“ eigi hún ekki alltaf við. „Flestir sem halda framhjá eru ekki endilega framhjáhaldarar í eðli sínu. Þeir eru einfaldlega að glíma við mikla vanlíðan og leita eftir nánum tengslum,“ segir hann. Er hægt að komast yfir framhjáhald? Stutta svarið já – en það tekur tíma. „Það sem skiptir mestu máli er að parið geti talað saman af hreinskilni og unnið sig í gegnum þann sársauka sem hefur orðið,“ segir Theodór. Mikilvægt sé að sá sem hélt framhjá axli fulla ábyrgð og geri sér grein fyrir áhrifum gjörða sinna. „Það er munur á að vera framhjáhaldari og því að hafa haldið framhjá í ölæði. Ég er samt ekki að afsaka það,“ segir hann og bætir við: „Framhjáhaldari, eða þessi umræddi cheater, er sá sem axlar ekki ábyrgð á gjörðum sínum.“ Traust byggist á hreinskilni Theodór leggur áherslu á að framhjáhald sé áfall – bæði fyrir þann sem heldur framhjá og þann sem verður svikinn. „Of margar meðferðarnálganir í vestrænum heimi reyna að hjálpa fólki að komast framhjá áfallinu, í stað þess að fara inn í það og vinna sig í gegnum það,“ bætir hann við. Til að byggja upp traust á ný segir Theodór þrjú lykilatriði vera mikilvæg: Engin leyndarmál: Ekki má fela neitt fyrir makanum, allt á að vera upp á borðinu. Slíta óviðeigandi samskiptum. Hlusta og skilja: Tala saman af virðingu og reyna að skilja hvernig hinn upplifir stöðuna. Flestir vilja laga sambandið Theodór segir að í flestum tilfellum vilji fólk laga sambandið sitt eftir framhjáhald, hvort sem það er sá sem hélt framhjá eða sá sem var svikinn. Þetta á sérstaklega við þegar börn eru í spilinu. „Það verður reiði í garð þess sem eyðilagði fjölskylduna, hvort sem það er mamma eða pabbi. Það hefur áhrif á alla í fjölskyldunni.“ Talið er að framhjáhald spili hlutverk í 15–40 prósent skilnaða á heimsvísu. Theodór telur að hér á landi sé hlutfallið nær 15–20 prósentum. „Flestir sem leita til mín vegna hjónabandsvanda eru þó að fást við fjárhagsleg vandamál eða önnur erfið mál, ekki endilega framhjáhald,“ segir hann. Fyrirgefning er ákvörðun Ef einstaklingur vill fyrirgefa, þarf hann að vinna í því. Í grunninn er fyrirgefning ákvörun. „Ef ég vil fyrirgefa, þá mun ég leita mér aðstoðar til að komast þangað og það er hægt að hjálpa fólki með það,“ segir Theodór. ðun. Bítið Ástin og lífið Fjölskyldumál Mest lesið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Dannaðar dömur mættu með dramað Tíska og hönnun Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Fleiri fréttir Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sjá meira
Theodór segir að þrátt fyrir algenga fullyrðingu eins og „once a cheater, always a cheater“ eigi hún ekki alltaf við. „Flestir sem halda framhjá eru ekki endilega framhjáhaldarar í eðli sínu. Þeir eru einfaldlega að glíma við mikla vanlíðan og leita eftir nánum tengslum,“ segir hann. Er hægt að komast yfir framhjáhald? Stutta svarið já – en það tekur tíma. „Það sem skiptir mestu máli er að parið geti talað saman af hreinskilni og unnið sig í gegnum þann sársauka sem hefur orðið,“ segir Theodór. Mikilvægt sé að sá sem hélt framhjá axli fulla ábyrgð og geri sér grein fyrir áhrifum gjörða sinna. „Það er munur á að vera framhjáhaldari og því að hafa haldið framhjá í ölæði. Ég er samt ekki að afsaka það,“ segir hann og bætir við: „Framhjáhaldari, eða þessi umræddi cheater, er sá sem axlar ekki ábyrgð á gjörðum sínum.“ Traust byggist á hreinskilni Theodór leggur áherslu á að framhjáhald sé áfall – bæði fyrir þann sem heldur framhjá og þann sem verður svikinn. „Of margar meðferðarnálganir í vestrænum heimi reyna að hjálpa fólki að komast framhjá áfallinu, í stað þess að fara inn í það og vinna sig í gegnum það,“ bætir hann við. Til að byggja upp traust á ný segir Theodór þrjú lykilatriði vera mikilvæg: Engin leyndarmál: Ekki má fela neitt fyrir makanum, allt á að vera upp á borðinu. Slíta óviðeigandi samskiptum. Hlusta og skilja: Tala saman af virðingu og reyna að skilja hvernig hinn upplifir stöðuna. Flestir vilja laga sambandið Theodór segir að í flestum tilfellum vilji fólk laga sambandið sitt eftir framhjáhald, hvort sem það er sá sem hélt framhjá eða sá sem var svikinn. Þetta á sérstaklega við þegar börn eru í spilinu. „Það verður reiði í garð þess sem eyðilagði fjölskylduna, hvort sem það er mamma eða pabbi. Það hefur áhrif á alla í fjölskyldunni.“ Talið er að framhjáhald spili hlutverk í 15–40 prósent skilnaða á heimsvísu. Theodór telur að hér á landi sé hlutfallið nær 15–20 prósentum. „Flestir sem leita til mín vegna hjónabandsvanda eru þó að fást við fjárhagsleg vandamál eða önnur erfið mál, ekki endilega framhjáhald,“ segir hann. Fyrirgefning er ákvörðun Ef einstaklingur vill fyrirgefa, þarf hann að vinna í því. Í grunninn er fyrirgefning ákvörun. „Ef ég vil fyrirgefa, þá mun ég leita mér aðstoðar til að komast þangað og það er hægt að hjálpa fólki með það,“ segir Theodór. ðun.
Bítið Ástin og lífið Fjölskyldumál Mest lesið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Aldrei of seint að prófa sig áfram Tíska og hönnun „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn Bíó og sjónvarp Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Dannaðar dömur mættu með dramað Tíska og hönnun Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Fleiri fréttir Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sjá meira