Túnin verr farin en menn bjuggust við 27. maí 2011 07:00 Gosið á síðustu metrunum. Ástandið á túnum austan Kirkjubæjarklausturs er krítískt og útlit fyrir heyskap svartara en vonast var til. Fjárdauði ekki óeðlilegur miðað við það sem gengur og gerist í sauðburði. Hreinsunarstarf hafið af krafti. „Það má segja að það sé krítískt ástand á túnunum. Þetta er þétt og mikil aska og ástandið verra en við vonuðum," segir Grétar Már Þorkelsson, ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Suðurlands, sem fór í gær á milli bæja í Hlíða- og Fljótshverfi austan Kirkjubæjarklausturs og kannaði stöðuna í kjölfar gossins í Grímsvötnum. Grétar segir að fylgjast þurfi með áhrifum úrkomu og veðrunar á túnin næstu vikur og meta svo í kjölfarið hvort tilefni sé til að snúa túnunum við og plægja. „En við fyrstu sýn er útlitið svartara en við bjuggumst við varðandi heyskap." Ráðunautarnir þrír, sem hyggjast ljúka við heimsóknir á alla bæi austan Kirkjubæjarklausturs fyrir hádegi í dag, hafa einnig kannað ástandið á skepnum á svæðinu. Grétar segir ekki ljóst hver langtímaáhrifin verða, en dýralæknar hafi þó ekki miklar áhyggjur. „Féð er svolítið blint núna en hornhimnan jafnar sig líklega á svona þremur eða fjórum dögum. Það er verið að skola úr þessu og svona." Grétar segir hins vegar að fjárdauði hafi í sjálfu sér ekki verið óeðlilegur miðað við það sem gengur og gerist í sauðburði. „Þetta eru kannski tvö, þrjú lömb á hverjum bæ en bændur hafa ekki þorað rekja það endilega allt til gossins," segir hann. Um 60 björgunarsveitarmenn voru að störfum á Suðausturlandinu í gær ogaðstoðuðu heimamenn við hreinsun og aðra eftirmála eldgossins. Hópar frá höfuðborgarsvæðinu, Mosfellsbæ, Þorlákshöfn og uppsveitum Árnessýslu fóru með slökkviliði og tankbílum á bæi og skoluðu hús, þök og hreinsuðu rennur og niðurföll. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra kom einnig á staðinn ásamt tuttugu manna starfshópi úr iðnaðarráðuneytinu og tveimur undirstofnunum, Nýsköpunarmiðstöð og Ferðamálastofa. Þá fór hópur slökkviliðsmanna frá Isavia á dælubíl á svæðið. Gosið sjálft er í andaslitrunum þótt því sé ekki að fullu lokið. Enn eru gjóskusprengingar í gossprungunni, órói og kviður og því er fólki ráðið frá því að ferðast að gosstöðvunum. Líklega verður gosinu ekki að fullu lokið fyrr en að nokkrum dögum liðnum. Ríkislögreglustjóri lækkaði í gær viðbúnaðarstig vegna gossins úr neyðarstigi niður á hættustig. stigur@frettabladid.is sunna@frettabladid.is Helstu fréttir Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
„Það má segja að það sé krítískt ástand á túnunum. Þetta er þétt og mikil aska og ástandið verra en við vonuðum," segir Grétar Már Þorkelsson, ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Suðurlands, sem fór í gær á milli bæja í Hlíða- og Fljótshverfi austan Kirkjubæjarklausturs og kannaði stöðuna í kjölfar gossins í Grímsvötnum. Grétar segir að fylgjast þurfi með áhrifum úrkomu og veðrunar á túnin næstu vikur og meta svo í kjölfarið hvort tilefni sé til að snúa túnunum við og plægja. „En við fyrstu sýn er útlitið svartara en við bjuggumst við varðandi heyskap." Ráðunautarnir þrír, sem hyggjast ljúka við heimsóknir á alla bæi austan Kirkjubæjarklausturs fyrir hádegi í dag, hafa einnig kannað ástandið á skepnum á svæðinu. Grétar segir ekki ljóst hver langtímaáhrifin verða, en dýralæknar hafi þó ekki miklar áhyggjur. „Féð er svolítið blint núna en hornhimnan jafnar sig líklega á svona þremur eða fjórum dögum. Það er verið að skola úr þessu og svona." Grétar segir hins vegar að fjárdauði hafi í sjálfu sér ekki verið óeðlilegur miðað við það sem gengur og gerist í sauðburði. „Þetta eru kannski tvö, þrjú lömb á hverjum bæ en bændur hafa ekki þorað rekja það endilega allt til gossins," segir hann. Um 60 björgunarsveitarmenn voru að störfum á Suðausturlandinu í gær ogaðstoðuðu heimamenn við hreinsun og aðra eftirmála eldgossins. Hópar frá höfuðborgarsvæðinu, Mosfellsbæ, Þorlákshöfn og uppsveitum Árnessýslu fóru með slökkviliði og tankbílum á bæi og skoluðu hús, þök og hreinsuðu rennur og niðurföll. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra kom einnig á staðinn ásamt tuttugu manna starfshópi úr iðnaðarráðuneytinu og tveimur undirstofnunum, Nýsköpunarmiðstöð og Ferðamálastofa. Þá fór hópur slökkviliðsmanna frá Isavia á dælubíl á svæðið. Gosið sjálft er í andaslitrunum þótt því sé ekki að fullu lokið. Enn eru gjóskusprengingar í gossprungunni, órói og kviður og því er fólki ráðið frá því að ferðast að gosstöðvunum. Líklega verður gosinu ekki að fullu lokið fyrr en að nokkrum dögum liðnum. Ríkislögreglustjóri lækkaði í gær viðbúnaðarstig vegna gossins úr neyðarstigi niður á hættustig. stigur@frettabladid.is sunna@frettabladid.is
Helstu fréttir Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira