Að styðja við samkeppni í raun Árni Páll Árnason skrifar 21. maí 2011 12:00 Ritstjóri Fréttablaðsins stökk til varnar kvótakerfinu í leiðara og vék að ummælum mínum um mikilvægi öflugrar samkeppni í öllum atvinnugreinum í þeim tilgangi. Það var gamalkunnugt og nánast ósjálfrátt viðbragð til varnar útgerðinni, en spyrja má hvort besta vörnin sé sú sem veitt er af gömlum vana. Íslenskt atvinnulíf einkennist af fákeppni á fjölmörgum mörkuðum. Saga okkar sýnir hvernig allt hefur lagst á eitt: Landfræðileg einangrun, smæð hagkerfisins, tengsl ráðandi flokka við fyrirferðarmestu aðila í atvinnulífi, sveiflukennt efnahagslíf og smæð heimamarkaðar. Með EES-samningnum náðum við þeim árangri að brjóta skörð í varnarvegg um kyrrstöðu í atvinnulífinu. Heimamarkaðurinn stækkaði gríðarlega og nýjar samkeppnisreglur tóku gildi, sem takmörkuðu kúgunarvald ráðandi aðila á markaði. Umræðan um samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs verður að taka mið af þessum staðreyndum, en ekki að lokast inni í slagorðum og frösum, eins og gætir í fyrrnefndum leiðara. Í tilvitnuðu viðtali í Markaðnum nefndi ég að brjóta þurfi niður alla múra forréttinda og sérréttinda í einstökum atvinnugreinum og hvetja til nýliðunar og nýsköpunar. Það á við um allar atvinnugreinar hér á landi – allar og alltaf. Í fámenninu er auðvelt að velja sér vini og verja til dæmis með kjafti og klóm fákeppni á kostnað neytenda í mjólkuriðnaði – eins og sjálfstæðismenn gera af mikilli hugsjónagleði – eða telja einhverja aðra atvinnugrein svo sérstaka að rétt sé að gera henni sérstaklega hátt undir höfði og undanskilja hana almennum leikreglum að einhverju leyti. Almennu reglurnar eigi vissulega að gilda – bara ekki núna og ekki um þessa atvinnugrein. Þetta er leið fortíðarinnar – leiðin til samfélags fákeppni og einhæfra atvinnuhátta. Grundvallaratriðin eru þau að útgerðin greiði í sjóð Íslendinga endurgjald fyrir afnot af auðlindinni sem endurspegli eðlilega auðlindarentu og að nýliðun sé möguleg í þessari grein sem öðrum. Greinin verður áfram að vera samkeppnishæf og arðsöm. Nú ætla ég mér ekki þá dul að halda því fram að allt sem í nýjum frumvörpum er að finna sé fullkomin snilld og vafalaust má sníða agnúa af þeim frumvörpum í þinginu. Til þess er líka gefinn tími. Aðalatriðið er að ekki má nálgast málið út frá því sjónarmiði að breytingar í þágu almannahagsmuna séu óásættanlegar út frá hagsmunum útgerðarinnar. Ef þetta tvennt rekst á, verða almannahagsmunir að ráða. Barátta næstu ára snýst um hvort íslenskt atvinnulíf verði í raun alþjóðlega samkeppnishæft atvinnulíf eða hvort hin dauða hönd kolkrabba, flokkshesta og einkavina leggist á ný yfir íslenskt atvinnulíf. Í þeirri baráttu þurfa allir áhugamenn um samkeppnishæft atvinnulíf að standa saman. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Sjá meira
Ritstjóri Fréttablaðsins stökk til varnar kvótakerfinu í leiðara og vék að ummælum mínum um mikilvægi öflugrar samkeppni í öllum atvinnugreinum í þeim tilgangi. Það var gamalkunnugt og nánast ósjálfrátt viðbragð til varnar útgerðinni, en spyrja má hvort besta vörnin sé sú sem veitt er af gömlum vana. Íslenskt atvinnulíf einkennist af fákeppni á fjölmörgum mörkuðum. Saga okkar sýnir hvernig allt hefur lagst á eitt: Landfræðileg einangrun, smæð hagkerfisins, tengsl ráðandi flokka við fyrirferðarmestu aðila í atvinnulífi, sveiflukennt efnahagslíf og smæð heimamarkaðar. Með EES-samningnum náðum við þeim árangri að brjóta skörð í varnarvegg um kyrrstöðu í atvinnulífinu. Heimamarkaðurinn stækkaði gríðarlega og nýjar samkeppnisreglur tóku gildi, sem takmörkuðu kúgunarvald ráðandi aðila á markaði. Umræðan um samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs verður að taka mið af þessum staðreyndum, en ekki að lokast inni í slagorðum og frösum, eins og gætir í fyrrnefndum leiðara. Í tilvitnuðu viðtali í Markaðnum nefndi ég að brjóta þurfi niður alla múra forréttinda og sérréttinda í einstökum atvinnugreinum og hvetja til nýliðunar og nýsköpunar. Það á við um allar atvinnugreinar hér á landi – allar og alltaf. Í fámenninu er auðvelt að velja sér vini og verja til dæmis með kjafti og klóm fákeppni á kostnað neytenda í mjólkuriðnaði – eins og sjálfstæðismenn gera af mikilli hugsjónagleði – eða telja einhverja aðra atvinnugrein svo sérstaka að rétt sé að gera henni sérstaklega hátt undir höfði og undanskilja hana almennum leikreglum að einhverju leyti. Almennu reglurnar eigi vissulega að gilda – bara ekki núna og ekki um þessa atvinnugrein. Þetta er leið fortíðarinnar – leiðin til samfélags fákeppni og einhæfra atvinnuhátta. Grundvallaratriðin eru þau að útgerðin greiði í sjóð Íslendinga endurgjald fyrir afnot af auðlindinni sem endurspegli eðlilega auðlindarentu og að nýliðun sé möguleg í þessari grein sem öðrum. Greinin verður áfram að vera samkeppnishæf og arðsöm. Nú ætla ég mér ekki þá dul að halda því fram að allt sem í nýjum frumvörpum er að finna sé fullkomin snilld og vafalaust má sníða agnúa af þeim frumvörpum í þinginu. Til þess er líka gefinn tími. Aðalatriðið er að ekki má nálgast málið út frá því sjónarmiði að breytingar í þágu almannahagsmuna séu óásættanlegar út frá hagsmunum útgerðarinnar. Ef þetta tvennt rekst á, verða almannahagsmunir að ráða. Barátta næstu ára snýst um hvort íslenskt atvinnulíf verði í raun alþjóðlega samkeppnishæft atvinnulíf eða hvort hin dauða hönd kolkrabba, flokkshesta og einkavina leggist á ný yfir íslenskt atvinnulíf. Í þeirri baráttu þurfa allir áhugamenn um samkeppnishæft atvinnulíf að standa saman.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun