Hljómleikarnir í London 1985 Einar Benediktsson skrifar 20. maí 2011 07:00 Fyrir einum þremur áratugum spurðist það til okkar sem vorum erlendis, að langþráður skriður væri kominn á að reisa tónleikahöll í Reykjavík. Það var til vansa að víðfrægir erlendir hljómlistamenn urðu að sæta þeirri allsendis ófullnægjandi aðstöðu, sem Íslendingar máttu láta sér nægja. Svissneskir aðstandendur evrópsku tónlistarhátíðanna sögðu mér að með góðri tónlistarhöll ættu Íslendingar að komast inn í þá röð. Slík fjárfesting myndi fljótt skila sér. Það mun hafa verið á Listahátíð 1984 að breska sinfóníuhljómsveitin Philharmonia heimsótti Ísland. Eftir þá ferð sneri framkvæmdastjóri hennar, Archie Newman, sér til mín, þá sendiherra í London. Sagði hann að hljómsveitin hefði samþykkt að færa sem gjöf sinn hlut af flutningi á stórtónleikum í Royal Festival Hall til byggingar tónlistarhallar í Reykjavík. Stefnt skyldi hátt og yrði að fá Vladimir Ashkenazy til að stjórna. Vænlegast væri að sendiherrann bæri það upp. Vegna bókana kæmi aðeins til greina einn dagur þennan vetur. Þetta var tilefni þess að að ég átti símtal við Ashkenazy á heimili hans í Sviss og féllst hann á að stjórna Philharmonia 26. febrúar 1985. Síðar í London sagði hann, að þetta væri brúðkaupsdagur þeirra Þórunnar og hefði hann brugðið af fastri venju að vinna ekki þann dag. But I will do anything for Iceland, sagði snillingurinn sá. Eftir þetta var framundan mikil vinna til undirbúnings þessum „gala“ eða hátíðatónleikunum. Viðstödd voru forseti Íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir og Charles prins af Wales og Lady Diana. Íslensku fyrirtækin í Bretlandi studdu tónleikana dyggilega með miðakaupum á hækkuðu verði fyrir fjölmarga boðsgesti þeirra. Þá var gefið út afar glæsilegt kynningarrit fyrir tónleikana með útskýringum á verkunum sem flutt voru eftir Sibelius, Grieg og Dvorak. Þar var mjög vinsamleg úttekt á tónlistarlífi og kennslu á Íslandi. Auglýsingar keyptar dýru verði voru frá íslenskum og breskum fyrirtækjum og bönkum. Var tónleikunum tekið af miklum fögnuði og ekki hvað síst frábærum flutningi söngkonunnar Elisabeth Söderström. Eftir tónleikana héldum við Elsa fjölsótta móttöku í sendiherrabústaðnum að 101 Park Street til heiðurs forseta Íslands. Daginn eftir var kvöldverður á vegum íslensku nefndarinnar og er mér minnistæður vegna ræðu sem Söderström hélt og minntist þá Guðmundar Jónssonar, skólabróður síns úr söngnámi í Stokkhólmi. Hann hafði til að bera hina fegurstu söngrödd og hefði orðið stjarna við hvaða óperu sem var í Evrópu en kaus að halda heim til Íslands. Ég hef löngum verið þeirrar skoðunar að drýgstan þátt í þessu tónleikaævintýri hafi átt heiðursmaðurinn Archie Newman. Hann hafði áður stuðlað að samvinnu við sendiráðið vegna tónleika til kynningar á verkum Áskels Mássonar í Wigmore Hall 19. mars 1984. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Benediktsson Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Fyrir einum þremur áratugum spurðist það til okkar sem vorum erlendis, að langþráður skriður væri kominn á að reisa tónleikahöll í Reykjavík. Það var til vansa að víðfrægir erlendir hljómlistamenn urðu að sæta þeirri allsendis ófullnægjandi aðstöðu, sem Íslendingar máttu láta sér nægja. Svissneskir aðstandendur evrópsku tónlistarhátíðanna sögðu mér að með góðri tónlistarhöll ættu Íslendingar að komast inn í þá röð. Slík fjárfesting myndi fljótt skila sér. Það mun hafa verið á Listahátíð 1984 að breska sinfóníuhljómsveitin Philharmonia heimsótti Ísland. Eftir þá ferð sneri framkvæmdastjóri hennar, Archie Newman, sér til mín, þá sendiherra í London. Sagði hann að hljómsveitin hefði samþykkt að færa sem gjöf sinn hlut af flutningi á stórtónleikum í Royal Festival Hall til byggingar tónlistarhallar í Reykjavík. Stefnt skyldi hátt og yrði að fá Vladimir Ashkenazy til að stjórna. Vænlegast væri að sendiherrann bæri það upp. Vegna bókana kæmi aðeins til greina einn dagur þennan vetur. Þetta var tilefni þess að að ég átti símtal við Ashkenazy á heimili hans í Sviss og féllst hann á að stjórna Philharmonia 26. febrúar 1985. Síðar í London sagði hann, að þetta væri brúðkaupsdagur þeirra Þórunnar og hefði hann brugðið af fastri venju að vinna ekki þann dag. But I will do anything for Iceland, sagði snillingurinn sá. Eftir þetta var framundan mikil vinna til undirbúnings þessum „gala“ eða hátíðatónleikunum. Viðstödd voru forseti Íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir og Charles prins af Wales og Lady Diana. Íslensku fyrirtækin í Bretlandi studdu tónleikana dyggilega með miðakaupum á hækkuðu verði fyrir fjölmarga boðsgesti þeirra. Þá var gefið út afar glæsilegt kynningarrit fyrir tónleikana með útskýringum á verkunum sem flutt voru eftir Sibelius, Grieg og Dvorak. Þar var mjög vinsamleg úttekt á tónlistarlífi og kennslu á Íslandi. Auglýsingar keyptar dýru verði voru frá íslenskum og breskum fyrirtækjum og bönkum. Var tónleikunum tekið af miklum fögnuði og ekki hvað síst frábærum flutningi söngkonunnar Elisabeth Söderström. Eftir tónleikana héldum við Elsa fjölsótta móttöku í sendiherrabústaðnum að 101 Park Street til heiðurs forseta Íslands. Daginn eftir var kvöldverður á vegum íslensku nefndarinnar og er mér minnistæður vegna ræðu sem Söderström hélt og minntist þá Guðmundar Jónssonar, skólabróður síns úr söngnámi í Stokkhólmi. Hann hafði til að bera hina fegurstu söngrödd og hefði orðið stjarna við hvaða óperu sem var í Evrópu en kaus að halda heim til Íslands. Ég hef löngum verið þeirrar skoðunar að drýgstan þátt í þessu tónleikaævintýri hafi átt heiðursmaðurinn Archie Newman. Hann hafði áður stuðlað að samvinnu við sendiráðið vegna tónleika til kynningar á verkum Áskels Mássonar í Wigmore Hall 19. mars 1984.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun