Segja bellibrögðum beitt í vínbúðarmáli 10. maí 2011 07:00 Fjölmargir íbúar og húseigendur í nágrenni við vínbúð ÁTVR á Hólabraut á Akureyri mótmæla harðlega fyrirhugaðri deiliskipulagsbreytingu sem gera mun fyrirtækinu kleift að reisa viðbyggingu við húsnæði sitt. Í bréfi JP lögmanna fyrir hönd sautján húseigenda og íbúa er bent á að fyrri ákvörðun um að veita ÁTVR byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við Hólabraut hafi verið kærð og felld úr gildi. Nú ætli bærinn hins vegar að sameina lóðir til að gera stækkunina mögulega fyrir ÁTVR. „Með þessu er sveitarstjórn að misfara með skipulagsvald og um er að ræða „skipulagssniðgöngu“,“ er vitnað til erindis JP lögmanna í fundargerð skipulagnefndar Akureyrar. Meðal þeirra galla sem íbúarnir segja á fyrirhugaðri stækkun vínbúðarinnar er bílastæðaekla á svæðinu. Viðbyggingin muni auka umsvif ÁTVR og það leiða til meiri umferðar við verslunina. Til standi að breyta Hólabraut í botnlangagötu og það bjóði upp á endalausar umferðarstíflur. Í bréfi Brynhildar Ólafar Frímannsdóttur og Guðjóns Hreins Haukssonar er því mótmælt að ÁTVR verði áfram á Hólabraut án þess að fyrirtækið opni aðra vínbúð annars staðar á Akureyri til að minnka álagið á Hólabraut. Þórkatla Sigurbjörnsdóttir segir í bréfi til bæjarins óásættanlegt að hagsmunir ÁTVR séu teknir fram yfir hagsmuni íbúanna. „Stækkun núverandi húsnæðis að Hólabraut 16 og sameinaðar lóðir mun skerða lífsskilyrði bæði utan og innandyra í fasteign hennar og rýra verðgildi,“ segir um efni bréfs Þórkötlu í fundargerð skipulagsnefndar. JP lögmenn taka í sama streng. „Um er að ræða verulegt inngrip í réttindi íbúa sem hefur veruleg neikvæð áhrif á verðmæti fasteigna þeirra,“ segir JP. Mörg fleiri rök eru nefnd í mótmælabréfum íbúanna, meðal annars aukin hætta á eldsvoðum, takmarkaðra aðgengi neyðarbíla og hætta sem verði af blindu horni á útakstursleið. Þá bætist við þau óþægindi sem íbúarnir verði fyrir. Málinu var frestað á síðasta fundi skipulagsnefndar. Fulltrúi VG í nefndinni, Edward H. Huijbens, sagði í bókun að málið hefði „undið hressilega upp á sig“ og að meirihluti íbúa væri kominn með lögfræðistofu í málið. „Að mati fulltrúa VG er þessi þróun mála endurspeglun stefnuleysis skipulagsnefndar, þar sem hún reynir frekar að sigla á milli skers og báru í álitamálum á einstökum deiliskipulagsreitum í stað þess að leggja fram heildarsýn á skipulagsmál í miðbæ Akureyrar,“ bókaði Edward. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Fjölmargir íbúar og húseigendur í nágrenni við vínbúð ÁTVR á Hólabraut á Akureyri mótmæla harðlega fyrirhugaðri deiliskipulagsbreytingu sem gera mun fyrirtækinu kleift að reisa viðbyggingu við húsnæði sitt. Í bréfi JP lögmanna fyrir hönd sautján húseigenda og íbúa er bent á að fyrri ákvörðun um að veita ÁTVR byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við Hólabraut hafi verið kærð og felld úr gildi. Nú ætli bærinn hins vegar að sameina lóðir til að gera stækkunina mögulega fyrir ÁTVR. „Með þessu er sveitarstjórn að misfara með skipulagsvald og um er að ræða „skipulagssniðgöngu“,“ er vitnað til erindis JP lögmanna í fundargerð skipulagnefndar Akureyrar. Meðal þeirra galla sem íbúarnir segja á fyrirhugaðri stækkun vínbúðarinnar er bílastæðaekla á svæðinu. Viðbyggingin muni auka umsvif ÁTVR og það leiða til meiri umferðar við verslunina. Til standi að breyta Hólabraut í botnlangagötu og það bjóði upp á endalausar umferðarstíflur. Í bréfi Brynhildar Ólafar Frímannsdóttur og Guðjóns Hreins Haukssonar er því mótmælt að ÁTVR verði áfram á Hólabraut án þess að fyrirtækið opni aðra vínbúð annars staðar á Akureyri til að minnka álagið á Hólabraut. Þórkatla Sigurbjörnsdóttir segir í bréfi til bæjarins óásættanlegt að hagsmunir ÁTVR séu teknir fram yfir hagsmuni íbúanna. „Stækkun núverandi húsnæðis að Hólabraut 16 og sameinaðar lóðir mun skerða lífsskilyrði bæði utan og innandyra í fasteign hennar og rýra verðgildi,“ segir um efni bréfs Þórkötlu í fundargerð skipulagsnefndar. JP lögmenn taka í sama streng. „Um er að ræða verulegt inngrip í réttindi íbúa sem hefur veruleg neikvæð áhrif á verðmæti fasteigna þeirra,“ segir JP. Mörg fleiri rök eru nefnd í mótmælabréfum íbúanna, meðal annars aukin hætta á eldsvoðum, takmarkaðra aðgengi neyðarbíla og hætta sem verði af blindu horni á útakstursleið. Þá bætist við þau óþægindi sem íbúarnir verði fyrir. Málinu var frestað á síðasta fundi skipulagsnefndar. Fulltrúi VG í nefndinni, Edward H. Huijbens, sagði í bókun að málið hefði „undið hressilega upp á sig“ og að meirihluti íbúa væri kominn með lögfræðistofu í málið. „Að mati fulltrúa VG er þessi þróun mála endurspeglun stefnuleysis skipulagsnefndar, þar sem hún reynir frekar að sigla á milli skers og báru í álitamálum á einstökum deiliskipulagsreitum í stað þess að leggja fram heildarsýn á skipulagsmál í miðbæ Akureyrar,“ bókaði Edward. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira