Fleet Foxes full af sjálfri sér 28. apríl 2011 14:00 Fleet Foxes var án nokkurs vafa ein af hljómsveitum ársins 2008. Frumburði hljómsveitarinnar var gríðarlega vel tekið, en nú er önnur platan á leiðinni og væntingarnar eru miklar. Önnur breiðskífa Fleet Foxes, Helplessness Blues, kemur út í byrjun maí. Í fyrstu átti platan að vera tekin upp á stuttum tíma og forsprakkinn Robin Pecknold sagði í viðtali við tónlistarvefinn Pitchfork að allur söngur ætti að vera tekinn upp í einni tilraun. „Þannig að ef við klúðrum einhverju vil ég halda því á plötunni,“ sagði hann. „Ég vil ekki að raddirnar verði gallalausar og ég vil að það sé gítarklúður.“ Pecknold og félagar hættu svo við þessa hugmynd, hentu því sem þeir voru búnir að taka upp og byrjuðu upp á nýtt. Þeir gáfu sér góðan tíma í upptökurnar og afraksturinn lofar góðu, miðað við titillagið sem er þegar byrjað að hljóma á öldum ljósvakans. Nokkur tónlistartímarit hafa þegar birt dóma um plötuna, hið bandaríska Spin gefur plötunni níu af tíu mögulegum og í dómnum kemur meðal annars fram að tónlistin sé mýkri en á fyrri plötunni. Þá kemur fram að útsetningarnar séu metnaðarfyllri og áhrifin frá breskum skynörvunarhljómsveitum sjöunda áratugarins áþreifanlegri en amerísku áhrifin sem einkenndu fyrri plötuna. Loks segir í dómi Spin að Fleet Foxes sé undir miklum áhrifum frá Simon & Garfunkel, sérstaklega í titillaginu, sem hlusta má á hér fyrir ofan. Fleet Foxes var hljómsveit ársins 2008. Fyrsta plata hljómsveitarinnar seldist vel og náði efsta sæti á fjölmörgum listum yfir plötur ársins. Það er því mikil pressa á strákunum í Fleet Foxes, sem eru flestir á miðjum þrítugsaldrinum. Í viðtali við Rolling Stone í febrúar á þessu ári sagði Robin Pecknold að nýja platan fjallaði um spurningarnar hver við ætlum að vera og hvers vegna við gerum það sem við gerum, ástarsambönd og annað slíkt. „Mér fannst í lagi að fjalla um þessa hluti vegna þess að kynslóðin mín er frekar full af sjálfri sér,“ sagði hann. „Það hefði verið merkingarlaust að heyra mótmælalög um heimsfrið frá okkur.“ atlifannar@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Menning Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Menning Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Lífið Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði Sjá meira
Fleet Foxes var án nokkurs vafa ein af hljómsveitum ársins 2008. Frumburði hljómsveitarinnar var gríðarlega vel tekið, en nú er önnur platan á leiðinni og væntingarnar eru miklar. Önnur breiðskífa Fleet Foxes, Helplessness Blues, kemur út í byrjun maí. Í fyrstu átti platan að vera tekin upp á stuttum tíma og forsprakkinn Robin Pecknold sagði í viðtali við tónlistarvefinn Pitchfork að allur söngur ætti að vera tekinn upp í einni tilraun. „Þannig að ef við klúðrum einhverju vil ég halda því á plötunni,“ sagði hann. „Ég vil ekki að raddirnar verði gallalausar og ég vil að það sé gítarklúður.“ Pecknold og félagar hættu svo við þessa hugmynd, hentu því sem þeir voru búnir að taka upp og byrjuðu upp á nýtt. Þeir gáfu sér góðan tíma í upptökurnar og afraksturinn lofar góðu, miðað við titillagið sem er þegar byrjað að hljóma á öldum ljósvakans. Nokkur tónlistartímarit hafa þegar birt dóma um plötuna, hið bandaríska Spin gefur plötunni níu af tíu mögulegum og í dómnum kemur meðal annars fram að tónlistin sé mýkri en á fyrri plötunni. Þá kemur fram að útsetningarnar séu metnaðarfyllri og áhrifin frá breskum skynörvunarhljómsveitum sjöunda áratugarins áþreifanlegri en amerísku áhrifin sem einkenndu fyrri plötuna. Loks segir í dómi Spin að Fleet Foxes sé undir miklum áhrifum frá Simon & Garfunkel, sérstaklega í titillaginu, sem hlusta má á hér fyrir ofan. Fleet Foxes var hljómsveit ársins 2008. Fyrsta plata hljómsveitarinnar seldist vel og náði efsta sæti á fjölmörgum listum yfir plötur ársins. Það er því mikil pressa á strákunum í Fleet Foxes, sem eru flestir á miðjum þrítugsaldrinum. Í viðtali við Rolling Stone í febrúar á þessu ári sagði Robin Pecknold að nýja platan fjallaði um spurningarnar hver við ætlum að vera og hvers vegna við gerum það sem við gerum, ástarsambönd og annað slíkt. „Mér fannst í lagi að fjalla um þessa hluti vegna þess að kynslóðin mín er frekar full af sjálfri sér,“ sagði hann. „Það hefði verið merkingarlaust að heyra mótmælalög um heimsfrið frá okkur.“ atlifannar@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Menning Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Menning Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Lífið Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði Sjá meira