Fólk í Þverholti telur húsgrunn slysagildru 20. apríl 2011 06:00 Byggingareitur við Þverholt 15 Eins og sjá má safnast mikið vatn í grunninn. Börn sækja inn fyrir girðinguna og er óttast að slys geti orðið, þar sem vatnið verður mjög djúpt.fréttablaðið/valli „Ég horfi á krakkana leika sér á svæðinu og hef af því þungar áhyggjur að hérna verði slys fyrr en seinna. Í grunninn safnast mikið vatn og verður því best lýst sem stöðuvatni innan bæjarmarkanna,“ segir Þórleifur V. Friðriksson, prentsmiðjustjóri Hjá GuðjónÓ í Þverholti 13. Við Þverholt 15 stendur svæði eins og það var þegar jarðvinnu lauk árið 2008 en Byggingafélag námsmanna hugðist reisa 400 stúdentaíbúðir á lóðum við Þverholt og Einholt. Svæðið er nú í eigu Landsbankans. Böðvar Jónsson, framkvæmdastjóri Byggingafélags námsmanna, segir félagið annast svæðið fyrir Landsbankann en hann sér ekki í fljótu bragði hvað er hægt að gera til að gera svæðið öruggara en nú er. Svæðið hafi verið girt af og dælur settar upp til að dæla vatni úr grunninum þegar það hafi safnast upp. Þórleifur segir að þrátt fyrir að dælt sé upp úr grunninum dugi það ekki til. Grunnurinn fyllist hraðar en dælt sé og fyrr en varir séu komin börn til að leika sér. Að því hafi hann ítrekað orðið vitni. Þórleifur segir ástandið á svæðinu bagalegt því vegna framkvæmdanna á sínum tíma hafi meirihluta Þverholtsins verið breytt í einstefnugötu. Það geri rekstur fyrirtækis eins og stórrar prentsmiðju ekki auðveldari. Hann spyr hvort ekki megi taka til á svæðinu; loka grunninum og gera Þverholtið þannig úr garði að auðveldara sé fyrir fólk og fyrirtæki að sinna sínum daglegu störfum. Magnús Sædal Svavarsson, byggingafulltrúi Reykjavíkurborgar, tekur undir að óviðunandi sé hvernig skilið hafi verið við svæðið. „Það er ekki hægt að fullyrða hvað þetta mun bíða svona lengi en það kostar líklega tugi milljóna að koma þessu í eitthvert nothæft ástand; fylla holuna og ganga frá þessu.“ Hvað hættur varðar á byggingarsvæðinu segir Magnús að hann sé „sæmilega rólegur yfir þessu, en ekki meira en það. En það er niðurdrepandi að þetta þurfi að vera svona og þetta væri betur eini staðurinn. Þeir eru því miður miklu fleiri.“ Kristján Kristjánsson, upplýsingafulltrúi Landsbankans, segir bankann hafa reynt að fá samstarfsaðila til að byggja svæðið upp. Komið hafi til greina að halda áfram með verkefnið eins og það var hugsað en hingað til hafi sú leit verið árangurslaus. Reginn, dótturfélag Landsbankans sem fer með umsýslu og ráðstöfun fasteigna og fasteignafélaga, tekur sennilega við svæðinu, að sögn Kristjáns. Reginn mun reyna að þróa verkefnið áfram undir sínum hatti. svavar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
„Ég horfi á krakkana leika sér á svæðinu og hef af því þungar áhyggjur að hérna verði slys fyrr en seinna. Í grunninn safnast mikið vatn og verður því best lýst sem stöðuvatni innan bæjarmarkanna,“ segir Þórleifur V. Friðriksson, prentsmiðjustjóri Hjá GuðjónÓ í Þverholti 13. Við Þverholt 15 stendur svæði eins og það var þegar jarðvinnu lauk árið 2008 en Byggingafélag námsmanna hugðist reisa 400 stúdentaíbúðir á lóðum við Þverholt og Einholt. Svæðið er nú í eigu Landsbankans. Böðvar Jónsson, framkvæmdastjóri Byggingafélags námsmanna, segir félagið annast svæðið fyrir Landsbankann en hann sér ekki í fljótu bragði hvað er hægt að gera til að gera svæðið öruggara en nú er. Svæðið hafi verið girt af og dælur settar upp til að dæla vatni úr grunninum þegar það hafi safnast upp. Þórleifur segir að þrátt fyrir að dælt sé upp úr grunninum dugi það ekki til. Grunnurinn fyllist hraðar en dælt sé og fyrr en varir séu komin börn til að leika sér. Að því hafi hann ítrekað orðið vitni. Þórleifur segir ástandið á svæðinu bagalegt því vegna framkvæmdanna á sínum tíma hafi meirihluta Þverholtsins verið breytt í einstefnugötu. Það geri rekstur fyrirtækis eins og stórrar prentsmiðju ekki auðveldari. Hann spyr hvort ekki megi taka til á svæðinu; loka grunninum og gera Þverholtið þannig úr garði að auðveldara sé fyrir fólk og fyrirtæki að sinna sínum daglegu störfum. Magnús Sædal Svavarsson, byggingafulltrúi Reykjavíkurborgar, tekur undir að óviðunandi sé hvernig skilið hafi verið við svæðið. „Það er ekki hægt að fullyrða hvað þetta mun bíða svona lengi en það kostar líklega tugi milljóna að koma þessu í eitthvert nothæft ástand; fylla holuna og ganga frá þessu.“ Hvað hættur varðar á byggingarsvæðinu segir Magnús að hann sé „sæmilega rólegur yfir þessu, en ekki meira en það. En það er niðurdrepandi að þetta þurfi að vera svona og þetta væri betur eini staðurinn. Þeir eru því miður miklu fleiri.“ Kristján Kristjánsson, upplýsingafulltrúi Landsbankans, segir bankann hafa reynt að fá samstarfsaðila til að byggja svæðið upp. Komið hafi til greina að halda áfram með verkefnið eins og það var hugsað en hingað til hafi sú leit verið árangurslaus. Reginn, dótturfélag Landsbankans sem fer með umsýslu og ráðstöfun fasteigna og fasteignafélaga, tekur sennilega við svæðinu, að sögn Kristjáns. Reginn mun reyna að þróa verkefnið áfram undir sínum hatti. svavar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira