Að bera fyrir sig börn Finnur Þór Vilhjálmsson skrifar 7. apríl 2011 07:00 Umræðan um Icesave hefur reynst frjó að einu – og aðeins einu – leyti: hjá sumum virðist hún alltaf enda með barni. Í Icesave-umræðunni hefur töluvert borið á misyfirveguðum upphrópunum um Börnin – með stórum staf. Varð þessi þróun að yfirlögðu ráði eða bara óvart? Hver ákvað að Börnin skyldu dregin burt úr sínu náttúrlega umhverfi, ef svo má segja, og gerð að bitru vopni í öðrum hverjum leðjuslag eða hitamáli sem í gangi er þá og þá stundina? Jújú, Icesave varðar vissulega framtíðarfjárskuldbindingar þjóðarinnar, reyndar sífellt minna ef marka má nýjustu tölur. En mörg mál eru því marki brennd, og það mun fremur en Icesave, eins og ýmsir hafa bent á. Við tölum um alls konar hluti sem varða bæði framtíð og skuldir þjóðarinnar, saman eða í sitt hvoru lagi, sem og ýmsar aðrar meginstoðir og -málefni samfélagsins, án þess að Börnin séu einlægt dregin inn í málið með þeim eindregna hætti sem tíðkast hefur í þessu máli. Og almennt séð, ef horft er á mál úr nógu mikilli hæð, má þá ekki yfirleitt einhvern veginn komast að banalli en þó rökstuddri niðurstöðu að þau snúist endanlega með einum eða öðrum hætti um hag barnanna? Að tala um börn er góð skemmtun, en á kannski ekki alls staðar jafnvel heima. Hvers vegna allt þetta barnatal í Icesave-umræðunni? Svarið er svo sem engin nýlunda en þolir endurtekningu: Börnin eru hér nýtt sem tilfinningalegir Trójuhestar. Þau eru stýriflaugar fyrir áróður. Með þeim er komið við kvikuna í fólki. Þau eru hergagn, klippt og skorið. Þeir sem óðast berja þessa bumbu þykjast heilagri en aðrir en hitta því miður varla nema sjálfa sig fyrir. Að lágmarki, alveg fyrir utan hversu viðeigandi þessi orðræða þykir: Má sættast á að hún hafi gengið agnarögn of langt? Hún fór til þess að gera pent af stað með tali um litlar herðar og stórar byrðar, þróaðist svo í fjálglegra myndmál um sligun og hlekki og þess háttar. Nú hafa útvarpsauglýsingar básúnað beinum hliðstæðum við barnaþrælkun, barnaánauð, barnasölu til forna. Barnaþetta, barnahitt – grófustu senum er fleygt upp fyrir fólki, allt í þágu málstaðarins. Eða var það ef til vill bara grínaktugur gjörningur, absúrdleikhús? Eins og fjögurra ára sonur vina minna sagði við mig um síðustu helgi, eftir það sem hann taldi fremur þunnt spaug af minni hálfu: Fyrirgefðu – en sérðu mig brosa? Þau taki það til sín sem vilja, í Icesave og reyndar fleiri málum sem reynt hefur verið að barnvæða umfram eðli þeirra og/eða réttmætt tilefni: Í fyllstu vinsemd, með glassúr og glimmer, í málum sem snerta þau ekki sérstaklega eða varla umfram svo ótalmargt annað varðandi fjármál og framtíðina –gætuð þið látið vera að bera börnin fyrir ykkur? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Mest lesið Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Umræðan um Icesave hefur reynst frjó að einu – og aðeins einu – leyti: hjá sumum virðist hún alltaf enda með barni. Í Icesave-umræðunni hefur töluvert borið á misyfirveguðum upphrópunum um Börnin – með stórum staf. Varð þessi þróun að yfirlögðu ráði eða bara óvart? Hver ákvað að Börnin skyldu dregin burt úr sínu náttúrlega umhverfi, ef svo má segja, og gerð að bitru vopni í öðrum hverjum leðjuslag eða hitamáli sem í gangi er þá og þá stundina? Jújú, Icesave varðar vissulega framtíðarfjárskuldbindingar þjóðarinnar, reyndar sífellt minna ef marka má nýjustu tölur. En mörg mál eru því marki brennd, og það mun fremur en Icesave, eins og ýmsir hafa bent á. Við tölum um alls konar hluti sem varða bæði framtíð og skuldir þjóðarinnar, saman eða í sitt hvoru lagi, sem og ýmsar aðrar meginstoðir og -málefni samfélagsins, án þess að Börnin séu einlægt dregin inn í málið með þeim eindregna hætti sem tíðkast hefur í þessu máli. Og almennt séð, ef horft er á mál úr nógu mikilli hæð, má þá ekki yfirleitt einhvern veginn komast að banalli en þó rökstuddri niðurstöðu að þau snúist endanlega með einum eða öðrum hætti um hag barnanna? Að tala um börn er góð skemmtun, en á kannski ekki alls staðar jafnvel heima. Hvers vegna allt þetta barnatal í Icesave-umræðunni? Svarið er svo sem engin nýlunda en þolir endurtekningu: Börnin eru hér nýtt sem tilfinningalegir Trójuhestar. Þau eru stýriflaugar fyrir áróður. Með þeim er komið við kvikuna í fólki. Þau eru hergagn, klippt og skorið. Þeir sem óðast berja þessa bumbu þykjast heilagri en aðrir en hitta því miður varla nema sjálfa sig fyrir. Að lágmarki, alveg fyrir utan hversu viðeigandi þessi orðræða þykir: Má sættast á að hún hafi gengið agnarögn of langt? Hún fór til þess að gera pent af stað með tali um litlar herðar og stórar byrðar, þróaðist svo í fjálglegra myndmál um sligun og hlekki og þess háttar. Nú hafa útvarpsauglýsingar básúnað beinum hliðstæðum við barnaþrælkun, barnaánauð, barnasölu til forna. Barnaþetta, barnahitt – grófustu senum er fleygt upp fyrir fólki, allt í þágu málstaðarins. Eða var það ef til vill bara grínaktugur gjörningur, absúrdleikhús? Eins og fjögurra ára sonur vina minna sagði við mig um síðustu helgi, eftir það sem hann taldi fremur þunnt spaug af minni hálfu: Fyrirgefðu – en sérðu mig brosa? Þau taki það til sín sem vilja, í Icesave og reyndar fleiri málum sem reynt hefur verið að barnvæða umfram eðli þeirra og/eða réttmætt tilefni: Í fyllstu vinsemd, með glassúr og glimmer, í málum sem snerta þau ekki sérstaklega eða varla umfram svo ótalmargt annað varðandi fjármál og framtíðina –gætuð þið látið vera að bera börnin fyrir ykkur?
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun