Útivistarleiðir en ekki stígar á Arnarnesi 31. mars 2011 02:45 Stefán Konráðsson Kynnt verða áhersluatriði varðandi breytingar á deiliskipulagi Arnarness á íbúafundi, segir formaður skipulagsnefndar Garðabæjar.Fréttablaðið/Hari Arnarnes Íbúar á Arnarnesi mótmæltu þegar til stóð að setja göngustíga fyrir almenning neðan við sjávarlóðir á aðalskipulag fyrir hálfum öðrum áratug.FRéttablaðið/E.Ól. „Þessi fundur er til að leggja fram kynningu og fá athugasemdir íbúanna,“ segir Stefán Konráðsson, formaður skipulagsnefndar Garðabæjar, um fund í Sjálandsskóla í kvöld um skipulagsmál á Arnarnesi. Stefán segir það ekki rétt sem komið hafi fram hjá Auði Hallgrímsdóttur, varamanni lista Fólksins í bænum í skipulagsnefnd, að á íbúafundinum yrðu lögð fram drög að nýju deiliskipulagi heldur yrðu þar kynnt áhersluatriði skipulagsnefndar og ýmis álitamál. „Þegar við erum búin að fá fram athugasemdir og sjónarmið eftir fundinn verður unnin deiliskipulagstillaga sem verður að sjálfsögðu auglýst. Þá gefst aftur tækifæri til að gera athugasemdir,“ útskýrir Stefán. Þá segir Stefán það ekki rétt að gert sé ráð fyrir stíg meðfram ströndinni á Arnarnesi í aðalskipulagi. Við gerð aðalskipulags árið 1995 hafi þáverandi skipulagsnefnd fallið frá þeirri hugmynd. „Hugmyndinni var mótmælt kröftuglega af fjölmörgum íbúum á þessum stað á þeim tíma. Eignarhaldið og legan var þannig að það var talið illframkvæmanlegt að standa að stígagerð. Hins vegar sýnir aðalskipulagið svokallaða útivistarleið, sem þýðir að öllum er heimil för um fjöruna,“ segir hann. Í Fréttablaðinu í gær var einnig fjallað um óánægju íbúa í Túnunum sem segjast verða fyrir ónæði frá nálægu skátaheimili og klúbbhúsi Kiwanis-manna. Stefán segir að á fundi á dögunum með íbúum hverfisins hafi þessar athugasemdir komið fram. „Við munum vinna með þær og koma síðan með okkar tillögu í nýju deiliskipulagi,“ segir formaður skipulagsnefndar Garðabæjar. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Arnarnes Íbúar á Arnarnesi mótmæltu þegar til stóð að setja göngustíga fyrir almenning neðan við sjávarlóðir á aðalskipulag fyrir hálfum öðrum áratug.FRéttablaðið/E.Ól. „Þessi fundur er til að leggja fram kynningu og fá athugasemdir íbúanna,“ segir Stefán Konráðsson, formaður skipulagsnefndar Garðabæjar, um fund í Sjálandsskóla í kvöld um skipulagsmál á Arnarnesi. Stefán segir það ekki rétt sem komið hafi fram hjá Auði Hallgrímsdóttur, varamanni lista Fólksins í bænum í skipulagsnefnd, að á íbúafundinum yrðu lögð fram drög að nýju deiliskipulagi heldur yrðu þar kynnt áhersluatriði skipulagsnefndar og ýmis álitamál. „Þegar við erum búin að fá fram athugasemdir og sjónarmið eftir fundinn verður unnin deiliskipulagstillaga sem verður að sjálfsögðu auglýst. Þá gefst aftur tækifæri til að gera athugasemdir,“ útskýrir Stefán. Þá segir Stefán það ekki rétt að gert sé ráð fyrir stíg meðfram ströndinni á Arnarnesi í aðalskipulagi. Við gerð aðalskipulags árið 1995 hafi þáverandi skipulagsnefnd fallið frá þeirri hugmynd. „Hugmyndinni var mótmælt kröftuglega af fjölmörgum íbúum á þessum stað á þeim tíma. Eignarhaldið og legan var þannig að það var talið illframkvæmanlegt að standa að stígagerð. Hins vegar sýnir aðalskipulagið svokallaða útivistarleið, sem þýðir að öllum er heimil för um fjöruna,“ segir hann. Í Fréttablaðinu í gær var einnig fjallað um óánægju íbúa í Túnunum sem segjast verða fyrir ónæði frá nálægu skátaheimili og klúbbhúsi Kiwanis-manna. Stefán segir að á fundi á dögunum með íbúum hverfisins hafi þessar athugasemdir komið fram. „Við munum vinna með þær og koma síðan með okkar tillögu í nýju deiliskipulagi,“ segir formaður skipulagsnefndar Garðabæjar. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira