Máli tannlæknisins var vísað frá dómi 31. mars 2011 07:00 tannViðgerðir Um leið og tannlæknirinn fékk matsgerð dómkvadds sérfræðings í hendur kannaði hann gögn sín og í ljós kom að eðlilegar skýringar voru á nánast öllum þeim tilvikum sem matsmaðurinn hafði gert athugasemdir við. Máli tannlæknis á Suðurnesjum sem ákærður hafði verið fyrir fjársvik, með því að framvísa til Tryggingastofnunar reikningum vegna tannviðgerða sem hann hafði ekki unnið, var í gær vísað frá dómi í Héraðsdómi Reykjaness. Dómurinn sagði „bresta svo mjög á skýrleika verknaðarlýsingar í ákæru að ákærða verði með réttu ekki talið fært að taka afstöðu til sakargifta og halda uppi vörnum gegn þeim“. Forsaga þessa máls, sem verið hefur í gangi árum saman, er sú að 18. september 2006 kærði Tryggingastofnun ríkisins tannlækninn til lögreglu og krafðist þess að fram færi opinber rannsókn á ætluðum auðgunarbrotum hans í starfi sem tannlæknir með röngum reikningsfærslum á hendur stofnuninni. Í kærunni kom fram að tannlæknirinn hefði til margra ára skorið sig verulega úr í samanburði við aðra tannlækna í því hve margar viðgerðir hann gerði í munni hvers og eins. Hefði TR leitað eftir skýringum á þessu hjá tannlækninum en ekki verið sátt við skýringar hans. Mikið var fjallað um málið í fjölmiðlum og var jafnvel talið, samkvæmt upplýsingum sem þeim voru veittar, að svikin næmu allt að 200 milljónum króna síðustu þrjátíu ár, uppreiknað til nóvember 2007. Samkvæmt ákærunni sem síðan var þingfest var tannlækninum gefið að sök á hafa á árunum 2003 til 2006 svikið út rúmar 129 þúsund krónur vegna 34 tannviðgerða í ellefu einstaklingum. Niðurstöðum tveggja matsmanna sem fengnir voru hvor í sínu lagi með þriggja ára tímabili til að skoða sama sjúklingahóp tannlæknisins bar ekki saman. Annar sagði 164 fyllingar vanta en hinn gat ekki greint 34 fyllingar. Tannlæknirinn kvaðst, eftir könnun gagna sinna, eðlilegar skýringar vera á nánast öllum þeim tilvikum sem síðarnefndi matsmaðurinn gerði athugasemdir við. Í niðurstöðu dómsins segir að í ákæru hafi ekki verið tilgreind rétt fjárhæð þeirra reikninga sem tannlækninum var gefið að sök að hafa framvísað við Tryggingastofnun. Þá væru dagsetningar og númer reikninganna ekki tilgreind í ákæru og verknaðarlýsing óljós. Í ljósi þessa var málinu vísað frá dómi. jss@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Fleiri fréttir Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Sjá meira
Máli tannlæknis á Suðurnesjum sem ákærður hafði verið fyrir fjársvik, með því að framvísa til Tryggingastofnunar reikningum vegna tannviðgerða sem hann hafði ekki unnið, var í gær vísað frá dómi í Héraðsdómi Reykjaness. Dómurinn sagði „bresta svo mjög á skýrleika verknaðarlýsingar í ákæru að ákærða verði með réttu ekki talið fært að taka afstöðu til sakargifta og halda uppi vörnum gegn þeim“. Forsaga þessa máls, sem verið hefur í gangi árum saman, er sú að 18. september 2006 kærði Tryggingastofnun ríkisins tannlækninn til lögreglu og krafðist þess að fram færi opinber rannsókn á ætluðum auðgunarbrotum hans í starfi sem tannlæknir með röngum reikningsfærslum á hendur stofnuninni. Í kærunni kom fram að tannlæknirinn hefði til margra ára skorið sig verulega úr í samanburði við aðra tannlækna í því hve margar viðgerðir hann gerði í munni hvers og eins. Hefði TR leitað eftir skýringum á þessu hjá tannlækninum en ekki verið sátt við skýringar hans. Mikið var fjallað um málið í fjölmiðlum og var jafnvel talið, samkvæmt upplýsingum sem þeim voru veittar, að svikin næmu allt að 200 milljónum króna síðustu þrjátíu ár, uppreiknað til nóvember 2007. Samkvæmt ákærunni sem síðan var þingfest var tannlækninum gefið að sök á hafa á árunum 2003 til 2006 svikið út rúmar 129 þúsund krónur vegna 34 tannviðgerða í ellefu einstaklingum. Niðurstöðum tveggja matsmanna sem fengnir voru hvor í sínu lagi með þriggja ára tímabili til að skoða sama sjúklingahóp tannlæknisins bar ekki saman. Annar sagði 164 fyllingar vanta en hinn gat ekki greint 34 fyllingar. Tannlæknirinn kvaðst, eftir könnun gagna sinna, eðlilegar skýringar vera á nánast öllum þeim tilvikum sem síðarnefndi matsmaðurinn gerði athugasemdir við. Í niðurstöðu dómsins segir að í ákæru hafi ekki verið tilgreind rétt fjárhæð þeirra reikninga sem tannlækninum var gefið að sök að hafa framvísað við Tryggingastofnun. Þá væru dagsetningar og númer reikninganna ekki tilgreind í ákæru og verknaðarlýsing óljós. Í ljósi þessa var málinu vísað frá dómi. jss@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Fleiri fréttir Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Sjá meira