Hafnar 500 milljóna boði í brunareitshús 18. mars 2011 07:00 Nýbyggingar risnar úr öskunni Húsin í Lækjargötu 2 og Austurstræti 22 eyðilögðust í stórbruna í apríl fyrir þremur árum. Í maí verða ný hús á reitnum tilbúin.Fréttablaðið/GVA Laugavegur 4 og 6 Endurgerðinni er að ljúka og leigjendur taka við 1. apríl. Áætlað er að framkvæmdum við uppbyggingu á Laugavegi 4 og 6 og á brunareitnum svokallaða við Lækjartorg ljúki á næstu vikum. Í apríl verða húsin á Laugavegi tilbúin og byggingarnar á brunareitnum í maí. Allar þessar byggingar eru reistar af Reykjavíkurborg. Kristín Einarsdóttir, aðstoðarsviðsstjóri framkvæmda- og eignasviðs, segir bæði Laugaveg 4 og 6 vera komna í útleigu og verða afhenta leigjendum 1. apríl. Fyrirtækið Timberland hyggist opna verslun á Laugavegi 6 og félagið Power muni reka lífsstílsbúð á Laugavegi 4. Við Lækjartorg hafa eigendur Fiskmarkaðarins tryggt sér fyrstu hæðina og kjallarann í svokölluð Nýja bíós húsi í Austurstræti 22b. Þar á að vera veitingastaður á tveimur hæðum. Efri hæðirnar tvær í því húsi eru enn lausar. Þær eru ætlaðar fyrir skrifstofur eða vinnustofur. Í húsinu við Lækjargötu 2 hefur skartgripa- og úraverslunin Leonard leigt rými. Þar verður einnig Nordic Store sem sérhæfir sig í íslenskum vörum. Í Austurstræti 22 – nýja húsinu sem snýr út að Lækjartorgi – verður heilsuveitingastaðurinn Happ. Að sögn Kristínar Einarsdóttur vill borgin allt eins selja húsin á brunareitnum. „Við viljum selja húsin í einu lagi enda eru þau á einni lóð,“ segir Kristín. Hún bætir við að enginn verðmiði sé á eignunum en að öllum sé frjálst að gera tilboð. Reyndar hafi nokkrum tilboðum þegar verið hafnað því að þau hafi ekki verið nógu há. „Það hafa engin alvörutilboð komið. Ég kalla það að minnsta kosti ekki alvöru eins og einn aðili nefndi við mig að hann vildi borga fimm hundruð milljónir fyrir eignirnar,“ segir Kristín. Að frádregnu tryggingarfé greiddi borgin 369 milljónir fyrir byggingarréttinn á brunareitnum. Áætlaður byggingarkostnaður er í kringum eitt þúsund milljónir króna. Kostnaðurinn nálgast því hálfan annan milljarð. Byggingarkostnaður við Laugaveg 4 og 6 er um 130 milljónir. Borgin keypti þær eignir ásamt Skólavörðustíg 1a með byggingarrétti á 560 milljónir króna. Húsin þrjú standa á sameiginlegum reit og þar er enn hægt að byggja töluvert á baklóðinni. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Laugavegur 4 og 6 Endurgerðinni er að ljúka og leigjendur taka við 1. apríl. Áætlað er að framkvæmdum við uppbyggingu á Laugavegi 4 og 6 og á brunareitnum svokallaða við Lækjartorg ljúki á næstu vikum. Í apríl verða húsin á Laugavegi tilbúin og byggingarnar á brunareitnum í maí. Allar þessar byggingar eru reistar af Reykjavíkurborg. Kristín Einarsdóttir, aðstoðarsviðsstjóri framkvæmda- og eignasviðs, segir bæði Laugaveg 4 og 6 vera komna í útleigu og verða afhenta leigjendum 1. apríl. Fyrirtækið Timberland hyggist opna verslun á Laugavegi 6 og félagið Power muni reka lífsstílsbúð á Laugavegi 4. Við Lækjartorg hafa eigendur Fiskmarkaðarins tryggt sér fyrstu hæðina og kjallarann í svokölluð Nýja bíós húsi í Austurstræti 22b. Þar á að vera veitingastaður á tveimur hæðum. Efri hæðirnar tvær í því húsi eru enn lausar. Þær eru ætlaðar fyrir skrifstofur eða vinnustofur. Í húsinu við Lækjargötu 2 hefur skartgripa- og úraverslunin Leonard leigt rými. Þar verður einnig Nordic Store sem sérhæfir sig í íslenskum vörum. Í Austurstræti 22 – nýja húsinu sem snýr út að Lækjartorgi – verður heilsuveitingastaðurinn Happ. Að sögn Kristínar Einarsdóttur vill borgin allt eins selja húsin á brunareitnum. „Við viljum selja húsin í einu lagi enda eru þau á einni lóð,“ segir Kristín. Hún bætir við að enginn verðmiði sé á eignunum en að öllum sé frjálst að gera tilboð. Reyndar hafi nokkrum tilboðum þegar verið hafnað því að þau hafi ekki verið nógu há. „Það hafa engin alvörutilboð komið. Ég kalla það að minnsta kosti ekki alvöru eins og einn aðili nefndi við mig að hann vildi borga fimm hundruð milljónir fyrir eignirnar,“ segir Kristín. Að frádregnu tryggingarfé greiddi borgin 369 milljónir fyrir byggingarréttinn á brunareitnum. Áætlaður byggingarkostnaður er í kringum eitt þúsund milljónir króna. Kostnaðurinn nálgast því hálfan annan milljarð. Byggingarkostnaður við Laugaveg 4 og 6 er um 130 milljónir. Borgin keypti þær eignir ásamt Skólavörðustíg 1a með byggingarrétti á 560 milljónir króna. Húsin þrjú standa á sameiginlegum reit og þar er enn hægt að byggja töluvert á baklóðinni. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira