Stuðlað að nýliðun með leigukvótaþingi 17. mars 2011 05:45 Notast verður við blandaða leið aflahlutdeildarkerfis og svokallaðs pottakerfis við stjórn fiskveiða, samkvæmt áformum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Í pottum verður tiltekið hlutfall heildaraflamarksins og þeir tengdir byggðarlögum. Í gegnum þá er ætlunin að koma á fót virkum kvótaleigumarkaði sem á að stuðla að nýliðun í sjávarútvegi. Undanfarnar vikur hefur verið unnið að frumvarpi til breytinga á fiskveiðistjórnunarkerfinu í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu. Sex þingmenn stjórnarflokkanna hafa komið að verkinu. Stefnt var að því að frumvarpið yrði tilbúið fyrir síðustu mánaðamót en vinnan hefur dregist. Útlínur liggja fyrir en enn á eftir að ganga frá nokkrum þáttum. Við upphaf kerfisbreytinga verður heildaraflamarki skipt á milli núverandi kvótahafa og potta. Hlutdeild potta í heildaraflamarkinu á svo að vaxa í þrepum á tilteknum árafjölda á kostnað hlutdeildar kvótahafa. Hlutdeildir og árafjöldi hafa ekki verið ákveðin en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru helstar líkur á að upphafshlutdeild potta verði á bilinu átta til tíu prósent og vaxi í fimmtán prósent á tíu til fimmtán árum. Með þessu er vonast til að hægt verði að sætta sjónarmið kvótahafa og þeirra sem vilja innkalla allar aflaheimildir. Um átta prósent heildaraflans standa nú þegar utan aflamarkskerfisins. Er þar um að ræða byggðakvóta, ívilnanir, strandveiðar og fleira. Breytingar á kerfinu taka nú aðeins til botnfisks en ekki uppsjávartegunda. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins verður framsal aflaheimilda takmarkað mjög frá því sem nú er. Ætlunin er að það fari fram með gagnsæjum hætti með opinberri umsjón. Gildandi kerfi hefur lengi verið þyrnir í augum margra og hafa útgerðarmenn lýst sig reiðubúna til viðræðna um breytingar. Ekki eru uppi áform um að hækka auðlindagjald á útgerðina enda talið að aukin skattheimta dragi úr svigrúmi greinarinnar til fjárfestinga. - bþs Fréttir Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Sjá meira
Notast verður við blandaða leið aflahlutdeildarkerfis og svokallaðs pottakerfis við stjórn fiskveiða, samkvæmt áformum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Í pottum verður tiltekið hlutfall heildaraflamarksins og þeir tengdir byggðarlögum. Í gegnum þá er ætlunin að koma á fót virkum kvótaleigumarkaði sem á að stuðla að nýliðun í sjávarútvegi. Undanfarnar vikur hefur verið unnið að frumvarpi til breytinga á fiskveiðistjórnunarkerfinu í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu. Sex þingmenn stjórnarflokkanna hafa komið að verkinu. Stefnt var að því að frumvarpið yrði tilbúið fyrir síðustu mánaðamót en vinnan hefur dregist. Útlínur liggja fyrir en enn á eftir að ganga frá nokkrum þáttum. Við upphaf kerfisbreytinga verður heildaraflamarki skipt á milli núverandi kvótahafa og potta. Hlutdeild potta í heildaraflamarkinu á svo að vaxa í þrepum á tilteknum árafjölda á kostnað hlutdeildar kvótahafa. Hlutdeildir og árafjöldi hafa ekki verið ákveðin en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru helstar líkur á að upphafshlutdeild potta verði á bilinu átta til tíu prósent og vaxi í fimmtán prósent á tíu til fimmtán árum. Með þessu er vonast til að hægt verði að sætta sjónarmið kvótahafa og þeirra sem vilja innkalla allar aflaheimildir. Um átta prósent heildaraflans standa nú þegar utan aflamarkskerfisins. Er þar um að ræða byggðakvóta, ívilnanir, strandveiðar og fleira. Breytingar á kerfinu taka nú aðeins til botnfisks en ekki uppsjávartegunda. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins verður framsal aflaheimilda takmarkað mjög frá því sem nú er. Ætlunin er að það fari fram með gagnsæjum hætti með opinberri umsjón. Gildandi kerfi hefur lengi verið þyrnir í augum margra og hafa útgerðarmenn lýst sig reiðubúna til viðræðna um breytingar. Ekki eru uppi áform um að hækka auðlindagjald á útgerðina enda talið að aukin skattheimta dragi úr svigrúmi greinarinnar til fjárfestinga. - bþs
Fréttir Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Sjá meira