Langur kafli ævinnar að baki 16. mars 2011 05:30 Þórir kvaddi marga trausta viðskiptavini í Vísi í gær. Í þeim hópi var Sigurveig Káradóttir. Hún hefur skipt lengi við Þóri og fyrir nokkrum árum urðu viðskiptin gagnkvæm þegar hún hóf að framleiða hollustukökur sem seldar eru í Vísi og víðar. Fréttablaðið/GVA Þórir Sigurbjörnsson, kaupmaður í versluninni Vísi við Laugaveg, afgreiddi viðskiptavini sína í síðasta sinn í gær. Hann ætlar að setjast í helgan stein eftir langa vakt. „Það stendur margt til. Við hjónin höfum komið okkur upp ýmsum áhugamálum eins og að ferðast um landið, leika golf og veiða silung og við ætlum að sinna þeim," sagði Þórir. Langur kafli ævi hans og raunar fjölskyldunnar allrar er að baki. Vísir var stofnaður 1915 en Sigurbjörn Björnsson, faðir Þóris, keypti verslunina 1948. Á barnsaldri byrjaði Þórir að sendast og annast önnur léttaverk fyrir föður sinn. 1959 tók hann við rekstrinum og eignaðist svo búðina 1974. „Ég hætti mjög sáttur enda hefur þetta verið afbragðstími. Bæði hef ég verið heppinn með samstarfsfólk og eins hafa viðskiptavinirnir skemmt mér alveg stórkostlega. Síðustu árin hafa svo barnabörnin mín unnið hérna með mér og það hefur gefið mér mikið og þeim vonandi líka margt gott." Þórir býr í efri byggðum borgarinnar en ætlar að halda áfram að koma í miðborgina þótt ekki sæki hann þangað vinnu. „Ég þarf að heimsækja þá sem ég þekki og hef verið kunnugur áratugum saman. Það er ekki hægt að slíta því sambandi." Þótt Þórir hafi kvatt heldur Vísir áfram. „Það tekur afbragðsfólk við," segir Þórir en Sigurður Guðmundsson kaupmaður hefur fest kaup á Vísi og hyggst reka í óbreyttri mynd. - bþs Fréttir Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Þórir Sigurbjörnsson, kaupmaður í versluninni Vísi við Laugaveg, afgreiddi viðskiptavini sína í síðasta sinn í gær. Hann ætlar að setjast í helgan stein eftir langa vakt. „Það stendur margt til. Við hjónin höfum komið okkur upp ýmsum áhugamálum eins og að ferðast um landið, leika golf og veiða silung og við ætlum að sinna þeim," sagði Þórir. Langur kafli ævi hans og raunar fjölskyldunnar allrar er að baki. Vísir var stofnaður 1915 en Sigurbjörn Björnsson, faðir Þóris, keypti verslunina 1948. Á barnsaldri byrjaði Þórir að sendast og annast önnur léttaverk fyrir föður sinn. 1959 tók hann við rekstrinum og eignaðist svo búðina 1974. „Ég hætti mjög sáttur enda hefur þetta verið afbragðstími. Bæði hef ég verið heppinn með samstarfsfólk og eins hafa viðskiptavinirnir skemmt mér alveg stórkostlega. Síðustu árin hafa svo barnabörnin mín unnið hérna með mér og það hefur gefið mér mikið og þeim vonandi líka margt gott." Þórir býr í efri byggðum borgarinnar en ætlar að halda áfram að koma í miðborgina þótt ekki sæki hann þangað vinnu. „Ég þarf að heimsækja þá sem ég þekki og hef verið kunnugur áratugum saman. Það er ekki hægt að slíta því sambandi." Þótt Þórir hafi kvatt heldur Vísir áfram. „Það tekur afbragðsfólk við," segir Þórir en Sigurður Guðmundsson kaupmaður hefur fest kaup á Vísi og hyggst reka í óbreyttri mynd. - bþs
Fréttir Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira