Samkeppnisbrotasektir 2,3 milljarðar á þremur árum - fréttaskýring 16. mars 2011 21:00 Húsleit Halldór Guðbjarnason forstjóri greinir fjölmiðlum frá viðbrögðum sínum við húsleit samkeppnisyfirvalda í Visa sumarið 2006. Í kjölfar hennar samdi fyrirtækið um að greiða 385 milljónir í stjórnvaldssekt.fréttablaðið/E.Ól. Hvaða fyrirtæki og samtök hafa orðið uppvís að brotum á samkeppnislögum á síðustu árum og hvað hafa þau greitt í sektir? Fyrirtækjum og samtökum var gert, eða þau sömdu um, að greiða samtals rúmlega 2,3 milljarða króna vegna brota á samkeppnislögum á árunum 2008 til 2010. Skipti, móðurfélag Símans og Tæknivara, greiddu hæstu einstöku sektina á þessu árabili, 400 milljónir vegna ólögmæts samráðs árið 2010. Árið áður var Símanum gert að greiða 150 milljónir í sekt vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu. Hagar hafa á hinn bóginn greitt hæstu samanlögðu fjárhæðina á árunum 2008 til 2010. Fyrstnefnda árið var fyrirtækið sektað um 315 milljónir vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu, um 20 milljónir 2009 vegna brots á banni við framkvæmd samruna og um 270 milljónir í fyrra vegna ólögmæts samráðs. Samtals hefur Högum því verið gert að greiða 605 milljónir vegna brota á samkeppnislögum á þessum þremur árum. Hæsta sekt í einu máli varðaði brot stóru kortafyrirtækjanna sem samið var um lausn á 2008. Var þeim gert að greiða samtals 735 milljónir. Það er lægri fjárhæð en olíufélögin voru sektuð um vegna samráðsmáls þeirra. Sekt þeirra var í fyrstu ákveðin samtals 2,6 milljarðar en áfrýjunarnefnd lækkaði fjárhæðina í um einn og hálfan milljarð. Á þessum þremur árum voru fimm samtök fundin sek um brot á samkeppnislögum. Það eru Samtök atvinnurekenda í raf- og tölvuiðnaði, Félag íslenskra stórkaupamanna (nú Félag atvinnurekenda), Bændasamtökin, Samtök iðnaðarins og Samtök verslunar og þjónustu. bjorn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira
Hvaða fyrirtæki og samtök hafa orðið uppvís að brotum á samkeppnislögum á síðustu árum og hvað hafa þau greitt í sektir? Fyrirtækjum og samtökum var gert, eða þau sömdu um, að greiða samtals rúmlega 2,3 milljarða króna vegna brota á samkeppnislögum á árunum 2008 til 2010. Skipti, móðurfélag Símans og Tæknivara, greiddu hæstu einstöku sektina á þessu árabili, 400 milljónir vegna ólögmæts samráðs árið 2010. Árið áður var Símanum gert að greiða 150 milljónir í sekt vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu. Hagar hafa á hinn bóginn greitt hæstu samanlögðu fjárhæðina á árunum 2008 til 2010. Fyrstnefnda árið var fyrirtækið sektað um 315 milljónir vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu, um 20 milljónir 2009 vegna brots á banni við framkvæmd samruna og um 270 milljónir í fyrra vegna ólögmæts samráðs. Samtals hefur Högum því verið gert að greiða 605 milljónir vegna brota á samkeppnislögum á þessum þremur árum. Hæsta sekt í einu máli varðaði brot stóru kortafyrirtækjanna sem samið var um lausn á 2008. Var þeim gert að greiða samtals 735 milljónir. Það er lægri fjárhæð en olíufélögin voru sektuð um vegna samráðsmáls þeirra. Sekt þeirra var í fyrstu ákveðin samtals 2,6 milljarðar en áfrýjunarnefnd lækkaði fjárhæðina í um einn og hálfan milljarð. Á þessum þremur árum voru fimm samtök fundin sek um brot á samkeppnislögum. Það eru Samtök atvinnurekenda í raf- og tölvuiðnaði, Félag íslenskra stórkaupamanna (nú Félag atvinnurekenda), Bændasamtökin, Samtök iðnaðarins og Samtök verslunar og þjónustu. bjorn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sjá meira