Ekki hróflað við áfengiskaupaaldri 26. febrúar 2011 07:00 Í ríkinu Áfram þarf fólk að hafa náð tuttugu ára aldri til að mega kaupa sér vín.fréttablaðið/pjetur Í bígerð er að breyta lögum um verslun með áfengi og tóbak og leggja fram nýja áfengisstefnu stjórnvalda. Undirbúningur er á lokastigi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er, að svo stöddu, hvorki áformað að heimila áfengisauglýsingar né lækka áfengiskaupaaldurinn. Ráðist er í lagabreytinguna og mótun nýrrar áfengisstefnu að undangenginni vinnu starfshóps fjármálaráðherra um heildarendurskoðun áfengislöggjafarinnar. Starfshópurinn skilaði skýrslu fyrir rúmu ári. Helstu niðurstöður hans voru að gildandi löggjöf og markmið hennar endurspegluðu ekki framkvæmd og viðhorf til áfengismála. Í skýrslunni kom fram að í áfengisstefnu stjórnvalda hefði almennt verið miðað við að draga ætti úr neyslu áfengis. Taldi hópurinn svo víðtækt markmið óheppilegt og ekki í góðu samræmi við framkvæmd áfengismála. Á Norðurlöndunum væri stefnan fyrst og fremst að draga úr skaðlegri neyslu áfengis. Var mælt með að sú stefna yrði mörkuð hér. Starfshópurinn taldi þörf á endurskoðun áfengiskaupaaldursins í samræmi við önnur réttindi. Í skýrslu hans sagði meðal annars að svo virtist sem foreldrar veigruðu sér við að banna áfengisneyslu eftir átján ára aldur og að samfélagið virtist hafa samþykkt að í lagi væri að neyta áfengis við þau aldursmörk þótt lög kvæðu á um annað. Hvað sem því og öðru liði hnigju einnig rök til þess að halda í núverandi fyrirkomulag. Ef ætlunin væri að halda í núverandi aldur þyrfti að samræma lögræðisaldur og leyfilegan aldur inn á vínveitingastaði við áfengiskaupaaldur. Að mati starfshópsins er óraunhæft að ætla að hægt sé að koma algjörlega í veg fyrir auglýsingar áfengis. Lagði hann til að heimila bæri slíkar auglýsingar með miklum takmörkunum. Slíkt væri í samræmi við reglur flestra Norðurlandaþjóðanna og gerði eftirlit skilvirkara og eyddi réttaróvissu. Starfshópurinn taldi enn fremur óæskilegt að afnema einkasölu ríkisins á smásölu áfengis; þvert á móti ætti að styrkja stöðu Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins. bjorn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Sjá meira
Í bígerð er að breyta lögum um verslun með áfengi og tóbak og leggja fram nýja áfengisstefnu stjórnvalda. Undirbúningur er á lokastigi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er, að svo stöddu, hvorki áformað að heimila áfengisauglýsingar né lækka áfengiskaupaaldurinn. Ráðist er í lagabreytinguna og mótun nýrrar áfengisstefnu að undangenginni vinnu starfshóps fjármálaráðherra um heildarendurskoðun áfengislöggjafarinnar. Starfshópurinn skilaði skýrslu fyrir rúmu ári. Helstu niðurstöður hans voru að gildandi löggjöf og markmið hennar endurspegluðu ekki framkvæmd og viðhorf til áfengismála. Í skýrslunni kom fram að í áfengisstefnu stjórnvalda hefði almennt verið miðað við að draga ætti úr neyslu áfengis. Taldi hópurinn svo víðtækt markmið óheppilegt og ekki í góðu samræmi við framkvæmd áfengismála. Á Norðurlöndunum væri stefnan fyrst og fremst að draga úr skaðlegri neyslu áfengis. Var mælt með að sú stefna yrði mörkuð hér. Starfshópurinn taldi þörf á endurskoðun áfengiskaupaaldursins í samræmi við önnur réttindi. Í skýrslu hans sagði meðal annars að svo virtist sem foreldrar veigruðu sér við að banna áfengisneyslu eftir átján ára aldur og að samfélagið virtist hafa samþykkt að í lagi væri að neyta áfengis við þau aldursmörk þótt lög kvæðu á um annað. Hvað sem því og öðru liði hnigju einnig rök til þess að halda í núverandi fyrirkomulag. Ef ætlunin væri að halda í núverandi aldur þyrfti að samræma lögræðisaldur og leyfilegan aldur inn á vínveitingastaði við áfengiskaupaaldur. Að mati starfshópsins er óraunhæft að ætla að hægt sé að koma algjörlega í veg fyrir auglýsingar áfengis. Lagði hann til að heimila bæri slíkar auglýsingar með miklum takmörkunum. Slíkt væri í samræmi við reglur flestra Norðurlandaþjóðanna og gerði eftirlit skilvirkara og eyddi réttaróvissu. Starfshópurinn taldi enn fremur óæskilegt að afnema einkasölu ríkisins á smásölu áfengis; þvert á móti ætti að styrkja stöðu Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins. bjorn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Sjá meira