Byggjum upp fjölskylduvænt samfélag Elín Björg Jónsdóttir skrifar 17. janúar 2011 06:00 Viðræður um kjarasamninga eru nú að komast á skrið eftir hlé yfir hátíðarnar. BSRB hefur kynnt viðsemjendum sínum þau verkefni sem bandalaginu hafa verið falin af aðildarfélögunum til að fara með fyrir hönd þeirra. Samningsrétturinn sjálfur er enn sem fyrr hjá aðildarfélögunum. Nokkur umræða hefur orðið um kröfu BSRB um 36 stunda vinnuviku. Um gamalt baráttumál bandalagsins er að ræða og ályktaði 42. þing þess til að mynda um málið árið 2009. Að baki hugsuninni liggur krafa um fjölskylduvænna samfélag líkt og við þekkjum á hinum Norðurlöndunum. Síðast þegar BSRB fór fram með þessa kröfu var viðkvæðið að hér væri skortur á vinnuafli. Nú er lag, því ekki er lengur vöntun á fólki til starfa, heldur þvert á móti. Ef við ætlum okkur að byggja upp velferðarsamfélag verðum við að huga að fjölskylduvænni vinnumenningu. Það verður ekki gert nema með styttri og sveigjanlegri vinnutíma. Lífeyrismálin eru einnig á borði BSRB. Forsvarsmenn verkalýðsfélaga á almenna markaðnum hafa undanfarið krafist sömu lífeyrisréttinda fyrir sína félagsmenn og opinberir starfsmenn búa við. Það er vel, allir eiga að búa við tryggan lífeyri. Opinberir starfsmenn hafa sætt sig við lægri laun en fólk á almenna vinnumarkaðnum, meðal annars vegna betri lífeyrisréttinda, en eigi að jafna þau hlýtur að eiga að jafna launin einnig. BSRB væntir stuðnings frá þeim sömu forystumönnum í baráttunni fyrir því að jafna launakjör á almenna og opinbera markaðnum. Lífeyrisréttindi eru hluti kjarasamninga og eru því samningsbundin, líkt og laun. Í því árferði sem við búum við er mikilvægt að semja sem fyrst svo að heimilin í landinu sjái hver launaþróunin verður. Það er á ábyrgð okkar í verkalýðshreyfingunni og viðsemjenda okkar að eyða þeirri óvissu eins fljótt og hægt er og stuðla að því að leiðrétta þá kaupmáttarskerðingu sem orðið hefur undanfarin ár. Sameiginleg vinna aðila vinnumarkaðarins hefur orðið til þess að nú er lag til að ná samningum sem eru íslensku þjóðfélagi til heilla. Samningum sem koma okkur upp úr hjólförum stöðnunar og dróma. Samningum sem stuðla að festu í efnahagslífinu og leiðrétta kaupmátt launafólks. Það er okkar verkefni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Björg Jónsdóttir Mest lesið 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Viðræður um kjarasamninga eru nú að komast á skrið eftir hlé yfir hátíðarnar. BSRB hefur kynnt viðsemjendum sínum þau verkefni sem bandalaginu hafa verið falin af aðildarfélögunum til að fara með fyrir hönd þeirra. Samningsrétturinn sjálfur er enn sem fyrr hjá aðildarfélögunum. Nokkur umræða hefur orðið um kröfu BSRB um 36 stunda vinnuviku. Um gamalt baráttumál bandalagsins er að ræða og ályktaði 42. þing þess til að mynda um málið árið 2009. Að baki hugsuninni liggur krafa um fjölskylduvænna samfélag líkt og við þekkjum á hinum Norðurlöndunum. Síðast þegar BSRB fór fram með þessa kröfu var viðkvæðið að hér væri skortur á vinnuafli. Nú er lag, því ekki er lengur vöntun á fólki til starfa, heldur þvert á móti. Ef við ætlum okkur að byggja upp velferðarsamfélag verðum við að huga að fjölskylduvænni vinnumenningu. Það verður ekki gert nema með styttri og sveigjanlegri vinnutíma. Lífeyrismálin eru einnig á borði BSRB. Forsvarsmenn verkalýðsfélaga á almenna markaðnum hafa undanfarið krafist sömu lífeyrisréttinda fyrir sína félagsmenn og opinberir starfsmenn búa við. Það er vel, allir eiga að búa við tryggan lífeyri. Opinberir starfsmenn hafa sætt sig við lægri laun en fólk á almenna vinnumarkaðnum, meðal annars vegna betri lífeyrisréttinda, en eigi að jafna þau hlýtur að eiga að jafna launin einnig. BSRB væntir stuðnings frá þeim sömu forystumönnum í baráttunni fyrir því að jafna launakjör á almenna og opinbera markaðnum. Lífeyrisréttindi eru hluti kjarasamninga og eru því samningsbundin, líkt og laun. Í því árferði sem við búum við er mikilvægt að semja sem fyrst svo að heimilin í landinu sjái hver launaþróunin verður. Það er á ábyrgð okkar í verkalýðshreyfingunni og viðsemjenda okkar að eyða þeirri óvissu eins fljótt og hægt er og stuðla að því að leiðrétta þá kaupmáttarskerðingu sem orðið hefur undanfarin ár. Sameiginleg vinna aðila vinnumarkaðarins hefur orðið til þess að nú er lag til að ná samningum sem eru íslensku þjóðfélagi til heilla. Samningum sem koma okkur upp úr hjólförum stöðnunar og dróma. Samningum sem stuðla að festu í efnahagslífinu og leiðrétta kaupmátt launafólks. Það er okkar verkefni.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun