Fordæmi í jafnréttismálum Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar 11. febrúar 2011 06:00 Á þriðjudag féll í Héraðsdómi Reykjaness dómur í máli félagsmanns BSRB gegn atvinnurekanda sínum varðandi kynferðislega áreitni á vinnustað og viðbrögð atvinnurekanda við kvörtun þar um. Dómurinn hefur mikið fordæmisgildi þar sem tekin er afstaða til þess hvort ákveðið athæfi hafi verið kynferðisleg áreitni á vinnustað og hvort atvinnurekandi hafi brugðist við með réttum hætti í kjölfar atviksins samkvæmt skilgreiningum laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008. Málið hefur þar af leiðandi mikla þýðingu fyrir allt launafólk enda viðurkennd rík ábyrgð atvinnurekanda í slíkum málum. Niðurstaða dómsins var að um kynferðislega áreitni hefði verið að ræða og að starf konunnar hefði ítrekað verið rýrt að henni forspurðri eftir að hún kvartaði. Frá því að kvörtunin var lögð fram hafi starfsumhverfi hennar allt þróast í þá áttina að skerða starfsánægju hennar og væntingar til þess starfs sem hún var í fyrir atburðinn. Atvinnurekanda hafi verið fullkunnugt um vanlíðan konunnar eftir atburðinn en með aðgerðum sínum eða aðgerðaleysi hafi verið brotið á henni. Það hafði þau áhrif að konunni var gert ókleift að halda starfi sínu áfram óbreyttu. Þannig hafi atvinnurekandi í raun haldið henni frá starfi þrátt fyrir að enn væri gildur ráðningarsamningur fyrir hendi milli þeirra. Dómurinn felur í sér mikilvægar leiðbeiningar um hvernig atvinnurekendur eigi að bregðast við aðstæðum sem þessum. Samkvæmt honum skal grípa til viðeigandi ráðstafana og gæta þess að slík atvik hafi ekki áframhaldandi áhrif á störf og líðan starfsmanns. Aðstæður í þessu máli voru þannig að gerandinn, sem var yfirmaður konunnar, var áminntur og hélt því sinni stöðu en þolandinn var færður til í starfi. Því miður er ekki um einsdæmi að ræða heldur þvert á móti virðist sem einelti og/eða kynferðisleg áreitni bitni að jafnaði á þolanda og oftast þannig að að hann kjósi að láta af störfum. Kominn er tími til að venda kvæði í kross. Með breyttum tíðaranda, aukinni þekkingu og auknum skyldum á herðum atvinnurekenda er kominn tími til að einelti, kynferðisleg áreitni eða annað til þess fallið að valda starfsmönnum vanlíðan á vinnustað, bitni ekki á þolanda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sonja Ýr Þorbergsdóttir Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Á þriðjudag féll í Héraðsdómi Reykjaness dómur í máli félagsmanns BSRB gegn atvinnurekanda sínum varðandi kynferðislega áreitni á vinnustað og viðbrögð atvinnurekanda við kvörtun þar um. Dómurinn hefur mikið fordæmisgildi þar sem tekin er afstaða til þess hvort ákveðið athæfi hafi verið kynferðisleg áreitni á vinnustað og hvort atvinnurekandi hafi brugðist við með réttum hætti í kjölfar atviksins samkvæmt skilgreiningum laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008. Málið hefur þar af leiðandi mikla þýðingu fyrir allt launafólk enda viðurkennd rík ábyrgð atvinnurekanda í slíkum málum. Niðurstaða dómsins var að um kynferðislega áreitni hefði verið að ræða og að starf konunnar hefði ítrekað verið rýrt að henni forspurðri eftir að hún kvartaði. Frá því að kvörtunin var lögð fram hafi starfsumhverfi hennar allt þróast í þá áttina að skerða starfsánægju hennar og væntingar til þess starfs sem hún var í fyrir atburðinn. Atvinnurekanda hafi verið fullkunnugt um vanlíðan konunnar eftir atburðinn en með aðgerðum sínum eða aðgerðaleysi hafi verið brotið á henni. Það hafði þau áhrif að konunni var gert ókleift að halda starfi sínu áfram óbreyttu. Þannig hafi atvinnurekandi í raun haldið henni frá starfi þrátt fyrir að enn væri gildur ráðningarsamningur fyrir hendi milli þeirra. Dómurinn felur í sér mikilvægar leiðbeiningar um hvernig atvinnurekendur eigi að bregðast við aðstæðum sem þessum. Samkvæmt honum skal grípa til viðeigandi ráðstafana og gæta þess að slík atvik hafi ekki áframhaldandi áhrif á störf og líðan starfsmanns. Aðstæður í þessu máli voru þannig að gerandinn, sem var yfirmaður konunnar, var áminntur og hélt því sinni stöðu en þolandinn var færður til í starfi. Því miður er ekki um einsdæmi að ræða heldur þvert á móti virðist sem einelti og/eða kynferðisleg áreitni bitni að jafnaði á þolanda og oftast þannig að að hann kjósi að láta af störfum. Kominn er tími til að venda kvæði í kross. Með breyttum tíðaranda, aukinni þekkingu og auknum skyldum á herðum atvinnurekenda er kominn tími til að einelti, kynferðisleg áreitni eða annað til þess fallið að valda starfsmönnum vanlíðan á vinnustað, bitni ekki á þolanda.
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar