Mótmæltu kaupaukakerfi og var ýtt til hliðar Hafsteinn Hauksson skrifar 23. desember 2011 16:41 Stjórnarformaður eins stærsta lífeyrissjóðs landsins segir að sjóðirnir hafi mótmælt þegar kaupaukakerfi voru fyrst tekin upp á landinu, en ekki fengið rönd við reist. Lífeyrissjóðirnir hafi þótt of íhaldssamir eigendur og verið ýtt til hliðar. Lífeyrissjóðir voru áberandi eigendur í stóru bönkunum þremur á síðustu fjórum til fimm árum fyrir hrun. Þeir áttu ráðandi eignarhlut í Glitni í byrjun árs 2004, en hann var kominn niður í 6,4 prósent þegar bankinn féll. Eignarhlutur sjóðanna var svipaður í Landsbankanum þegar hann var tekinn yfir, en nokkru stærri í Kaupþingi yfir tímabilið, eða um 13 prósent að meðaltali. Helgi Magnússon, stjórnarformaður Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna, var spurður út í ábyrgð sjóðanna á hruninu sem eigenda bankanna í nýjasta þætti Klinksins. Hann segir að fram að árinu 2005 hafi lífeyrissjóðirnir verið stórir hluthafar og haft mikil áhrif, en á þeim tíma hafi allt gengið vel. „Svo þóttu lífeyrissjóðirnir of íhaldssamir og hægfara, og þeir voru keyptir út," segir Helgi. „Þeim var ýtt til hliðar og aðrir tóku við, og við vitum hvernig fór. Ég tel ekki að það sé neitt vont við það að lífeyrissjóðir eigi stóran hlut í fyrirtækjum." Hann segir að þegar lífeyrissjóðirnir eiga stóran hlut þurfi þeir að bera mikla ábyrgð, en þegar þeir eigi örfá prósentustig ráði þeir nánast engu. „Ég man eftir því þegar þetta kaupaukakerfi var að byrja. Það hófst hjá FBA og það var í fyrsta skipti sem það sást. Þá mótmæltu fulltrúar lífeyrissjóðanna mjög harkalega og fengu ekki miklar þakkir fyrir. Þóttu gamaldags og íhaldssamir. Þeir mótmæltu, en réðu ekki við það." Helgi segir að kaupaukakerfið hafi farið úr böndunum og fullyrðir að lífeyrissjóðirnir verði á varðbergi ef þeir verði myndarlegir hluthafar í fjármálafyrirtækjum aftur. Klinkið Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Stjórnarformaður eins stærsta lífeyrissjóðs landsins segir að sjóðirnir hafi mótmælt þegar kaupaukakerfi voru fyrst tekin upp á landinu, en ekki fengið rönd við reist. Lífeyrissjóðirnir hafi þótt of íhaldssamir eigendur og verið ýtt til hliðar. Lífeyrissjóðir voru áberandi eigendur í stóru bönkunum þremur á síðustu fjórum til fimm árum fyrir hrun. Þeir áttu ráðandi eignarhlut í Glitni í byrjun árs 2004, en hann var kominn niður í 6,4 prósent þegar bankinn féll. Eignarhlutur sjóðanna var svipaður í Landsbankanum þegar hann var tekinn yfir, en nokkru stærri í Kaupþingi yfir tímabilið, eða um 13 prósent að meðaltali. Helgi Magnússon, stjórnarformaður Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna, var spurður út í ábyrgð sjóðanna á hruninu sem eigenda bankanna í nýjasta þætti Klinksins. Hann segir að fram að árinu 2005 hafi lífeyrissjóðirnir verið stórir hluthafar og haft mikil áhrif, en á þeim tíma hafi allt gengið vel. „Svo þóttu lífeyrissjóðirnir of íhaldssamir og hægfara, og þeir voru keyptir út," segir Helgi. „Þeim var ýtt til hliðar og aðrir tóku við, og við vitum hvernig fór. Ég tel ekki að það sé neitt vont við það að lífeyrissjóðir eigi stóran hlut í fyrirtækjum." Hann segir að þegar lífeyrissjóðirnir eiga stóran hlut þurfi þeir að bera mikla ábyrgð, en þegar þeir eigi örfá prósentustig ráði þeir nánast engu. „Ég man eftir því þegar þetta kaupaukakerfi var að byrja. Það hófst hjá FBA og það var í fyrsta skipti sem það sást. Þá mótmæltu fulltrúar lífeyrissjóðanna mjög harkalega og fengu ekki miklar þakkir fyrir. Þóttu gamaldags og íhaldssamir. Þeir mótmæltu, en réðu ekki við það." Helgi segir að kaupaukakerfið hafi farið úr böndunum og fullyrðir að lífeyrissjóðirnir verði á varðbergi ef þeir verði myndarlegir hluthafar í fjármálafyrirtækjum aftur.
Klinkið Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira