Íslenskum markvörðum fækkar áfram í Svíþjóð | María Björg er hætt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. desember 2011 18:19 María Björg Ágústsdóttir varði mark Íslands í mikilvægum leikjum á móti Írum. Mynd/Daníel María Björg Ágústsdóttir, markvörður KIF Örebro í sænsku kvennadeildinni hefur ákveðið að hætta í fótbolta en hún var að klára sitt fyrsta ár með sænska liðinu. Þetta kom fram á fótbolti.net. María er annar markvörðurinn sem snýr heim úr sænska kvennaboltanum á árinu en Sandra Sigurðardóttir hætti hjá Jitex á miðju sumri. Íslenskum markvörðum í deildinni hefur því fækkað um helming, úr fjórum í tvo, en landsliðsmarkverðirnir, Þóra Björg Helgadóttir hjá Malmö og Guðbjörg Gunnarsdóttir hjá Djurgarden, spila áfram í Svíþjóð á næsta tímabili. María Björg var aðalmarkvörður Örebro-liðsins en lék ekkert með liðinu eftir að hún fékk slæmt höfuðhögg í leik á móti Linköping 17. ágúst síðastliðinn. „Ég ætla mér ekki að spila á næsta ári. Þetta er í raun ákvörðun sem ég tók á meðan ég var enn að berjast við einkenni heilahristingsins, sem ég var rúma tvo mánuði að hrista af mér," sagði María Björg í viðtali við Fótbolta.net í morgun en það má finna allt viðtalið með því að smella hér. María er 29 ára gömul en hún hafði tekið sér frí frá fótbolta árin 2006 og 2007 en byrjaði síðan að spila aftur með KR árið 2008. Hún er uppalin í Stjörnunni en fór síðan í Val þar sem hún varð tvöfaldur meistari 2009 og 2010. María var einnig í kringum A-landsliðshópinn og varði mark íslenska liðsins þegar stelpurnar tryggðu sér sæti í úrslitakeppni EM eftir tvo umspilsleiki við Íra. Hún var hinsvegar ekki valin í lokahópinn. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Sjá meira
María Björg Ágústsdóttir, markvörður KIF Örebro í sænsku kvennadeildinni hefur ákveðið að hætta í fótbolta en hún var að klára sitt fyrsta ár með sænska liðinu. Þetta kom fram á fótbolti.net. María er annar markvörðurinn sem snýr heim úr sænska kvennaboltanum á árinu en Sandra Sigurðardóttir hætti hjá Jitex á miðju sumri. Íslenskum markvörðum í deildinni hefur því fækkað um helming, úr fjórum í tvo, en landsliðsmarkverðirnir, Þóra Björg Helgadóttir hjá Malmö og Guðbjörg Gunnarsdóttir hjá Djurgarden, spila áfram í Svíþjóð á næsta tímabili. María Björg var aðalmarkvörður Örebro-liðsins en lék ekkert með liðinu eftir að hún fékk slæmt höfuðhögg í leik á móti Linköping 17. ágúst síðastliðinn. „Ég ætla mér ekki að spila á næsta ári. Þetta er í raun ákvörðun sem ég tók á meðan ég var enn að berjast við einkenni heilahristingsins, sem ég var rúma tvo mánuði að hrista af mér," sagði María Björg í viðtali við Fótbolta.net í morgun en það má finna allt viðtalið með því að smella hér. María er 29 ára gömul en hún hafði tekið sér frí frá fótbolta árin 2006 og 2007 en byrjaði síðan að spila aftur með KR árið 2008. Hún er uppalin í Stjörnunni en fór síðan í Val þar sem hún varð tvöfaldur meistari 2009 og 2010. María var einnig í kringum A-landsliðshópinn og varði mark íslenska liðsins þegar stelpurnar tryggðu sér sæti í úrslitakeppni EM eftir tvo umspilsleiki við Íra. Hún var hinsvegar ekki valin í lokahópinn.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Chelsea meistari sjötta árið í röð Enski boltinn Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Enski boltinn Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Handbolti Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Sjá meira