Tekur vel í hugmyndir um að selja hluta af Landsvirkjun Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. desember 2011 19:00 Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra er spenntur fyrir því að selja 30 prósenta hlut í Landsvirkjun til lífeyrissjóðanna og fara þar með blandaða leið eignarhalds á fyrirtækinu, svipað og Norðmenn hafi gert með Statoil. Hann segir að það muni hjálpa fyrirtækinu til lengri tíma að afnema ríkisábyrgð á lánum þess. Þetta kom fram í viðtali við Árna Pál í Klinkinu. Í nýútkominni skýrslu hagfræðinganna Ásgeirs Jónssonar og Sigurðar Jóhannessonar um mat á orkusölu til stóriðju er lagt til að Landsvirkjun verði hlutafélagavædd. Þá kemur fram í skýrslunni að þjóðhagsleg áhætta vegna ríkisábyrgðar fyrirtækisins hafi farið vaxandi. Rætt hefur verið um að Landsvirkjun geti verið 300 milljarða króna virði, það þýðir að rúmlega 100 milljarðar króna myndu skila sér í ríkissjóð við sölu á þriðjungshlut. Norðmenn fóru þessa leið blandaðs eignarhalds með Statoil og hefur það reynst vel. Efnahags- og viðskiptaráðherra var gestur okkar í nýjasta þættinum af Klinkinu. Árni Páll segist hafa tekið eftir þessum hugmyndum og þær séu athyglisverðar. Hann segir það athyglisverða hugmynd að selja lífeyrissjóðunum 30 prósent og þannig stórbæta stöðu Landsvirkjunar. Hann segir slíkt eignarhald einnig koma í veg fyrir pólitíska misnotkun. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, er sammála þessu. Hann segir margt skynsamlegt að finna í hugmyndum hagfræðinganna og margar jákvæðar hliðar á málinu. Klinkið Mest lesið Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Fleiri fréttir Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Sjá meira
Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra er spenntur fyrir því að selja 30 prósenta hlut í Landsvirkjun til lífeyrissjóðanna og fara þar með blandaða leið eignarhalds á fyrirtækinu, svipað og Norðmenn hafi gert með Statoil. Hann segir að það muni hjálpa fyrirtækinu til lengri tíma að afnema ríkisábyrgð á lánum þess. Þetta kom fram í viðtali við Árna Pál í Klinkinu. Í nýútkominni skýrslu hagfræðinganna Ásgeirs Jónssonar og Sigurðar Jóhannessonar um mat á orkusölu til stóriðju er lagt til að Landsvirkjun verði hlutafélagavædd. Þá kemur fram í skýrslunni að þjóðhagsleg áhætta vegna ríkisábyrgðar fyrirtækisins hafi farið vaxandi. Rætt hefur verið um að Landsvirkjun geti verið 300 milljarða króna virði, það þýðir að rúmlega 100 milljarðar króna myndu skila sér í ríkissjóð við sölu á þriðjungshlut. Norðmenn fóru þessa leið blandaðs eignarhalds með Statoil og hefur það reynst vel. Efnahags- og viðskiptaráðherra var gestur okkar í nýjasta þættinum af Klinkinu. Árni Páll segist hafa tekið eftir þessum hugmyndum og þær séu athyglisverðar. Hann segir það athyglisverða hugmynd að selja lífeyrissjóðunum 30 prósent og þannig stórbæta stöðu Landsvirkjunar. Hann segir slíkt eignarhald einnig koma í veg fyrir pólitíska misnotkun. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, er sammála þessu. Hann segir margt skynsamlegt að finna í hugmyndum hagfræðinganna og margar jákvæðar hliðar á málinu.
Klinkið Mest lesið Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Viðskipti innlent Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Fleiri fréttir Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Sjá meira
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent