"Bretar og Hollendingar þurfa að sanna tjón sitt" 19. desember 2011 21:00 Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, segir alls ekki skynsamlegt að horfa á vaxtaprósentur úr eldri Icesave-samningum í tengslum við hugsanlegt samningsbrot Íslands vegna málshöfðunar ESA fyrir EFTA-dómstólnum, fari svo að Ísland tapi málinu og þurfi að efna skuldbindingar sínar gagnvart Bretum og Hollendingum. Málið gegn Íslandi snúist eingöngu um lágmarkstrygginguna. Þá þurfi Bretar og Hollendingar að sanna tjón sitt. Þetta kom fram í viðtali við Árna Pál í nýjasta þættinum af Klinkinu. Hann segir að ráðgjöf andstæðinga Icesave-III hafi reynst vel, en ráðuneytið hans réð m.a til sín Reimar Pétursson, hrl., til að vinna að málsvörn gagnvart ESA, en téður Reimar barðist opinberlega gegn Icesave III í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar í apríl sl. Aðspurður um málsforræði segir Árni Páll að innistæðutryggingar heyri undir efnahags- og viðskiptaráðuneytið og því sé málið á faglegu forræði þess, en nokkuð er deilt um þetta meðal þingmanna í augnablikinu. M.a hefur Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar, sagt það alveg skýrt að utanríkisráðuneytið sjái um að gæta hagsmuna íslenska ríkisins fyrir erlendum dómstólum. Árni Páll fór yfir málið í nýjasta þættinum af Klinkinu. Sjá má bút úr viðtalinu hér fyrir ofan. Þá er hægt að horfa á viðtalið í heild sinni hér.thorbjorn@stod2.is Klinkið Tengdar fréttir Árni Páll: "Mitt hlutverk að segja óþægilega hluti“ Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, segir það hlutverk sitt sem efnahags- og viðskiptaráðherra að segja óþægilega hluti og því hafi hann þótt umdeildur en rætt hefur verið um að leggja niður efnahags- og viðskiptaráðuneytið og sameina það fjármálaráðuneytinu. 19. desember 2011 20:37 Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, segir alls ekki skynsamlegt að horfa á vaxtaprósentur úr eldri Icesave-samningum í tengslum við hugsanlegt samningsbrot Íslands vegna málshöfðunar ESA fyrir EFTA-dómstólnum, fari svo að Ísland tapi málinu og þurfi að efna skuldbindingar sínar gagnvart Bretum og Hollendingum. Málið gegn Íslandi snúist eingöngu um lágmarkstrygginguna. Þá þurfi Bretar og Hollendingar að sanna tjón sitt. Þetta kom fram í viðtali við Árna Pál í nýjasta þættinum af Klinkinu. Hann segir að ráðgjöf andstæðinga Icesave-III hafi reynst vel, en ráðuneytið hans réð m.a til sín Reimar Pétursson, hrl., til að vinna að málsvörn gagnvart ESA, en téður Reimar barðist opinberlega gegn Icesave III í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslunnar í apríl sl. Aðspurður um málsforræði segir Árni Páll að innistæðutryggingar heyri undir efnahags- og viðskiptaráðuneytið og því sé málið á faglegu forræði þess, en nokkuð er deilt um þetta meðal þingmanna í augnablikinu. M.a hefur Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar, sagt það alveg skýrt að utanríkisráðuneytið sjái um að gæta hagsmuna íslenska ríkisins fyrir erlendum dómstólum. Árni Páll fór yfir málið í nýjasta þættinum af Klinkinu. Sjá má bút úr viðtalinu hér fyrir ofan. Þá er hægt að horfa á viðtalið í heild sinni hér.thorbjorn@stod2.is
Klinkið Tengdar fréttir Árni Páll: "Mitt hlutverk að segja óþægilega hluti“ Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, segir það hlutverk sitt sem efnahags- og viðskiptaráðherra að segja óþægilega hluti og því hafi hann þótt umdeildur en rætt hefur verið um að leggja niður efnahags- og viðskiptaráðuneytið og sameina það fjármálaráðuneytinu. 19. desember 2011 20:37 Mest lesið Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Árni Páll: "Mitt hlutverk að segja óþægilega hluti“ Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, segir það hlutverk sitt sem efnahags- og viðskiptaráðherra að segja óþægilega hluti og því hafi hann þótt umdeildur en rætt hefur verið um að leggja niður efnahags- og viðskiptaráðuneytið og sameina það fjármálaráðuneytinu. 19. desember 2011 20:37