Íslandsbanki búinn að undirbúa skuldabréfaútgáfu erlendis Hafsteinn Hauksson skrifar 20. nóvember 2011 21:30 Bankastjóri Íslandsbanka segir að bankinn sé nú þegar búinn að undirbúa skuldabréfaútgáfu erlendis og bíði nú færis. Fyrst eftir hrun hafi bankinn þurft að grátbiðja erlenda banka um að fá að opna reikninga erlendis. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, er gestur í nýjasta þætti Klinksins á Vísi, en þar segir hún að íslensku bankarnir leggi áherslu á sérstöðu sína í samskiptum við erlenda banka um þessar mundir. Búið sé að færa niður efnahagsreikninga íslensku bankanna, á meðan enn ríki óvissa um eignir erlendra banka og þeir berjist því við að halda í eiginfjárstöðu sína. "Ég finn það að erlendir bankamenn og matsfyrirtækin gera sér grein fyrir því að við erum með sterkan efnahagsreikning, líka af því við erum með sterkt eigið fé," segir Birna. En eru fólgin sóknarfæri í þessari sérstöðu sem íslensku bankarnir eru ekki að nýta? "Þó þetta séu hænuskref í þessum erlendu samskiptum, þá eru þau öll í rétta átt. Þegar við vorum að byrja, þá vorum við að grátbiðja erlenda banka um að fá að opna hjá þeim reikninga." Síðan þá hafi hins vegar verið opnað fyrir alls kyns þjónustu gagnvart íslensku bönkunum erlendis, og þeir séu langt komnir með að ná fyrri stöðu hvað almenn bankaviðskipti varðar, þó sumir telji langt í að bankarnir geti sótt lánsfé á erlenda skuldabréfamarkaði. "Ég held að það sem er að gerast í Evrópu núna sé að seinka því ferli. Við hjá Íslandsbanka erum búin að undirbúa það hvernig við ætlum að standa að því, og erum að bíða eftir tækifæri þegar markaðir róast; hvernig við ætlum að kynna okkur og hver næstu skref verða." Horfa má á viðtalið við Birnu í heild sinni hér á Sjónvarpssíðu Vísis. Klinkið Mest lesið Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka segir að bankinn sé nú þegar búinn að undirbúa skuldabréfaútgáfu erlendis og bíði nú færis. Fyrst eftir hrun hafi bankinn þurft að grátbiðja erlenda banka um að fá að opna reikninga erlendis. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, er gestur í nýjasta þætti Klinksins á Vísi, en þar segir hún að íslensku bankarnir leggi áherslu á sérstöðu sína í samskiptum við erlenda banka um þessar mundir. Búið sé að færa niður efnahagsreikninga íslensku bankanna, á meðan enn ríki óvissa um eignir erlendra banka og þeir berjist því við að halda í eiginfjárstöðu sína. "Ég finn það að erlendir bankamenn og matsfyrirtækin gera sér grein fyrir því að við erum með sterkan efnahagsreikning, líka af því við erum með sterkt eigið fé," segir Birna. En eru fólgin sóknarfæri í þessari sérstöðu sem íslensku bankarnir eru ekki að nýta? "Þó þetta séu hænuskref í þessum erlendu samskiptum, þá eru þau öll í rétta átt. Þegar við vorum að byrja, þá vorum við að grátbiðja erlenda banka um að fá að opna hjá þeim reikninga." Síðan þá hafi hins vegar verið opnað fyrir alls kyns þjónustu gagnvart íslensku bönkunum erlendis, og þeir séu langt komnir með að ná fyrri stöðu hvað almenn bankaviðskipti varðar, þó sumir telji langt í að bankarnir geti sótt lánsfé á erlenda skuldabréfamarkaði. "Ég held að það sem er að gerast í Evrópu núna sé að seinka því ferli. Við hjá Íslandsbanka erum búin að undirbúa það hvernig við ætlum að standa að því, og erum að bíða eftir tækifæri þegar markaðir róast; hvernig við ætlum að kynna okkur og hver næstu skref verða." Horfa má á viðtalið við Birnu í heild sinni hér á Sjónvarpssíðu Vísis.
Klinkið Mest lesið Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira