Nýtt eldsneyti í boði LVP skrifar 15. nóvember 2011 18:41 Nú þegar tæp ár er síðan að byrjað var byggja metanólverksmiðjuna við Svartsengi hefur hún formlega tekið til starfa og framleiðslan er kominn í fullan gang. Verksmiðjan er fyrsta sinnar tegundar í heiminum. „Metanólið hér er búið til með því að taka koltvísýring sem er í jarðgufunni hér í virkjuninni hjá HS orku og síðan raforku sem við notum til þess að búa til vetni og þessu tvennu er blandað saman og úr því verður metanól," segir Benedikt Stefánsson. Metanólinu er blandað út í bensín og úr verður eldsneyti sem hægt er að nota á alla bíla sem ganga fyrir bensíni. „Þetta er í fyrsta skipti í raun og veru sem við blöndum vistvænu íslensku eldsneyti út í bensín þannig að núna erum við komin með íslensk eldsneyti á bensínbíla sem framleitt er með íslenskri orku. Við vonumst til þess að þegar fram líða tímar að þá geti menn notað þetta í einhverju mæli til þess að minnka innfluting á bensíni. En í fyrstu þá blöndum við í lágri blöndu sem að hentar öllum bensínbílum þannig að hver sem er getur tekið svona blandað eldsneyti á bílinn sinn," segir Benedikt jafnframt. Til að byrja með er eldsneytið aðeins í boði á N1 stöðinni við Kringlumýrarbraut. Það er tveimur krónum ódýrara en venjulegt bensín. Benedikt segir ávinninginn þó fyrst og fremst þann að eldsneytið dregur úr mengun og gerir bílinn umhverfisvænni. „Koltvísýringurinn sem við erum að reyna að minnka í andrúmsloftinu til að minnka hlýnun jarðar. Koltvísýringur sem færi út í andrúmsloftið annars vegar hér úr verksmiðjunni og hins vegar frá bílnum nú fer hann bara út einu sinni, það er að segja í bílnum, þannig að við erum að fullu búin að kolefnisjafna útblástur bifreiðarinnar af metanólinu," segir Benedikt að lokum. Loftslagsmál Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Fleiri fréttir Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Sjá meira
Nú þegar tæp ár er síðan að byrjað var byggja metanólverksmiðjuna við Svartsengi hefur hún formlega tekið til starfa og framleiðslan er kominn í fullan gang. Verksmiðjan er fyrsta sinnar tegundar í heiminum. „Metanólið hér er búið til með því að taka koltvísýring sem er í jarðgufunni hér í virkjuninni hjá HS orku og síðan raforku sem við notum til þess að búa til vetni og þessu tvennu er blandað saman og úr því verður metanól," segir Benedikt Stefánsson. Metanólinu er blandað út í bensín og úr verður eldsneyti sem hægt er að nota á alla bíla sem ganga fyrir bensíni. „Þetta er í fyrsta skipti í raun og veru sem við blöndum vistvænu íslensku eldsneyti út í bensín þannig að núna erum við komin með íslensk eldsneyti á bensínbíla sem framleitt er með íslenskri orku. Við vonumst til þess að þegar fram líða tímar að þá geti menn notað þetta í einhverju mæli til þess að minnka innfluting á bensíni. En í fyrstu þá blöndum við í lágri blöndu sem að hentar öllum bensínbílum þannig að hver sem er getur tekið svona blandað eldsneyti á bílinn sinn," segir Benedikt jafnframt. Til að byrja með er eldsneytið aðeins í boði á N1 stöðinni við Kringlumýrarbraut. Það er tveimur krónum ódýrara en venjulegt bensín. Benedikt segir ávinninginn þó fyrst og fremst þann að eldsneytið dregur úr mengun og gerir bílinn umhverfisvænni. „Koltvísýringurinn sem við erum að reyna að minnka í andrúmsloftinu til að minnka hlýnun jarðar. Koltvísýringur sem færi út í andrúmsloftið annars vegar hér úr verksmiðjunni og hins vegar frá bílnum nú fer hann bara út einu sinni, það er að segja í bílnum, þannig að við erum að fullu búin að kolefnisjafna útblástur bifreiðarinnar af metanólinu," segir Benedikt að lokum.
Loftslagsmál Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Fleiri fréttir Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Sjá meira