Fögnum með framhaldsskólanemum Andri Steinn Hilmarsson skrifar 17. nóvember 2011 12:34 Ekki láta þér bregða rekist þú á hóp námsmanna hlaupandi um stræti borgarinnar brosandi út að eyrum. Í dag fögnum við nefnilega alþjóðlegum degi námsmanna. Í áraraðir hefur 17. nóvember verið haldinn hátíðlegur en uppruna dagsins má rekja aftur til ársins 1939, þegar Þjóðverjar réðust inn í Tékkóslóvakíu. Meðal þeirra sem börðust gegn hersetu þjóðverja voru námsmenn. Á þjóðhátíðardegi Tékkóslóvakíu flykktust námsmenn út á götur Prag og mótmæltu, en mættu harkalegum viðbrögðum. Jan Opletal, leiðtogi námsmanna, særðist illa í þessum mótmælum en lést stuttu síðar af sárum sínum. Mörg þúsund landsmenn fylgdu honum til grafar og í kjölfarið var efnt til annara mótmæla þann 17. nóvember. Þann dag voru 9 mótmælendur teknir af lífi og aðrir 1200 sendir í útrýmingarbúðir nasista og skólum landsins lokað. Þremur árum síðar var 17.nóvember viðurkenndur sem alþjóðlegur dagur námsmanna. Samband íslenskra framhaldsskólanema (SÍF) hefur frá árinu 2007 staðið vörð um áunnin réttindi framhaldsskólanema á íslandi og barist fyrir bættum kjörum. Áður höfðu félög á borð við Iðnnemasamband Íslands, Hagsmunaráð íslenskra framhaldsskólanema, og Félag framhaldsskólanema sinnt hagsmunagæslu og byggt þær stoðir er SÍF byggir nú á. Í dag eiga allir framhaldsskólar á Íslandi aðild að félaginu og eiga framhaldsskólanemar nú í fyrsta sinn sameiginlegann málsvara sem haldið getur uppi þeirra vörnum. Við erum að upplifa undarlega tíma, mikill niðurskurður hefur orðið í þjóðfélaginu og framhaldsskólanemar þurfa að lifa í stöðugum ótta við það, að í næsta skipti er niðurskurðarhnífurinn er hafinn á loft, gangi hann okkur of nærri. Forræðishyggja skólayfirvalda hefur náð nýjum hæðum og fá framhaldsskólanemar varla að draga andann án samþykkis yfirvalda. Svo þegar að þú mætir framhaldsskólanema á morgun, þá ættir þú að stöðva hann, og spyrja hann, svona til tilbreytingar, hvað honum finnist. Því þegar uppi er staðið, eru þetta hagsmunir okkra allra, og skoðanir okkar eiga alltaf rétt á sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andri Steinn Hilmarsson Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Ekki láta þér bregða rekist þú á hóp námsmanna hlaupandi um stræti borgarinnar brosandi út að eyrum. Í dag fögnum við nefnilega alþjóðlegum degi námsmanna. Í áraraðir hefur 17. nóvember verið haldinn hátíðlegur en uppruna dagsins má rekja aftur til ársins 1939, þegar Þjóðverjar réðust inn í Tékkóslóvakíu. Meðal þeirra sem börðust gegn hersetu þjóðverja voru námsmenn. Á þjóðhátíðardegi Tékkóslóvakíu flykktust námsmenn út á götur Prag og mótmæltu, en mættu harkalegum viðbrögðum. Jan Opletal, leiðtogi námsmanna, særðist illa í þessum mótmælum en lést stuttu síðar af sárum sínum. Mörg þúsund landsmenn fylgdu honum til grafar og í kjölfarið var efnt til annara mótmæla þann 17. nóvember. Þann dag voru 9 mótmælendur teknir af lífi og aðrir 1200 sendir í útrýmingarbúðir nasista og skólum landsins lokað. Þremur árum síðar var 17.nóvember viðurkenndur sem alþjóðlegur dagur námsmanna. Samband íslenskra framhaldsskólanema (SÍF) hefur frá árinu 2007 staðið vörð um áunnin réttindi framhaldsskólanema á íslandi og barist fyrir bættum kjörum. Áður höfðu félög á borð við Iðnnemasamband Íslands, Hagsmunaráð íslenskra framhaldsskólanema, og Félag framhaldsskólanema sinnt hagsmunagæslu og byggt þær stoðir er SÍF byggir nú á. Í dag eiga allir framhaldsskólar á Íslandi aðild að félaginu og eiga framhaldsskólanemar nú í fyrsta sinn sameiginlegann málsvara sem haldið getur uppi þeirra vörnum. Við erum að upplifa undarlega tíma, mikill niðurskurður hefur orðið í þjóðfélaginu og framhaldsskólanemar þurfa að lifa í stöðugum ótta við það, að í næsta skipti er niðurskurðarhnífurinn er hafinn á loft, gangi hann okkur of nærri. Forræðishyggja skólayfirvalda hefur náð nýjum hæðum og fá framhaldsskólanemar varla að draga andann án samþykkis yfirvalda. Svo þegar að þú mætir framhaldsskólanema á morgun, þá ættir þú að stöðva hann, og spyrja hann, svona til tilbreytingar, hvað honum finnist. Því þegar uppi er staðið, eru þetta hagsmunir okkra allra, og skoðanir okkar eiga alltaf rétt á sér.
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun