Bannað að segja "ertu ekki að grínast" við körfuboltadómara í vetur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. september 2011 19:30 Hrafn Kristjánsson, þjálfari Íslandsmeistara KR, ræðir við dómarann Björgvin Rúnarsson á síðasta tímabili. Mynd/Valli Nýtt tímabil er að hefjast í körfuboltanum og körfuboltadómarar fengu afhendar áherslur og starfsreglur fyrir komandi tímabil á árlegum haustfundi sínum sem fór fram um síðustu helgi. Það má búast við fleiri tæknivillum en áður í upphafi tímabilsins því dómaranefnd telur óásættanlegt að dómarar þurfi að þola mótmæli og athugasemdir í því mæli sem verið hefur undanfarin ár af hálfu leikmanna og þjálfara. Leikmenn eiga nú það á hættu að fá tæknivillu fyrir að láta óánægju sína í ljós þannig að allir sjái, biðja um tækni-, brottrekstrar- eða óíþróttamannslegar villur á mótherja sína, ganga eða hlaupa ákveðið að dómaranum til að mótmæla ákvörðun hans eða jafnvel að nota einfaldar upphrópanir á borð við “ertu ekki að grínast?” Þá ætla dómarar að gera átak í að taka á svindli það er þegar leikmenn reyna að „fiska“ villur á andstæðinga sína með því að láta líta út fyrir að ólögleg snerting hafi átt sér stað eða gera meira úr snertingu en efni standa til. Hér fyrir neðan eru áherslur fyrir komandi tímabil sem og starfsreglur fyrir körfuboltadómara sem birtist í dag inn á heimasíðu Körfuboltasambandsins.Áherslur dómaranefndar KKÍ 2011 - 2012Framkoma: Dómgæsla er erfitt starf. Dómaranefnd telur óásættanlegt að dómarar þurfi að þola mótmæli og athugasemdir í því mæli sem verið hefur undanfarin ár af hálfu leikmanna og þjálfara. Dómarar gera mistök og liðin skulu gera ráð fyrir mótlæti í undirbúningi sínum og stefnt skal að mótmælalausum leik. Auk þessa að fylgja reglunum um tæknivillur skulu dómarar meta hvort ekki sé rétt að dæma tæknivillur á leikmenn og þjálfara þegar þeir : - Láta óánægju sína í ljós þannig að allir sjái, t.d. með handahreyfingum, svipbrigðum eða með því að hlaupa eða ganga í burtu. - Biðja um tækni-, brottrekstrar- eða óíþróttamannslegar villur á mótherja sína. - Ganga eða hlaupa ákveðið að dómaranum til að mótmæla ákvörðun hans. - Jafnvel nota einfaldar upphrópanir á borð við “ertu ekki að grínast?” - Ganga of langt í magni samskipta. Það er ekki eðlilegt að dómarar þurfi stöðugt að vera í samskiptum við sama aðilann. Að sjálfsögðu leysir þetta ekki dómarana undan þeim skyldum að eiga góð og kurteisisleg samskipti við þátttakendur leiksins. Ekki er ætlast til þess að þátttakendur leiksins geti ekki tekið þátt af innlifun eða sýnt tilfinningar en bregðast skal hart við síendurteknum mótmælum og tuði.Hagnaðarreglan: Þvert á það sem margir halda er hagnaðarreglan hornsteinn góðrar dómgæslu. Ef brotlegur aðili hagnast ekki á broti sínu eða liðið sem brotið var gegn verður ekki fyrir óhagræði hefur ekkert brot í raun átt sér stað.Skrín: Gera skal ríka kröfu um að sá sem setur upp hindrun (skrín) sé kyrrstæður, með báða fætur á gólfi og innan síns sylinders. (grein 33.7 í leikreglum)Svindl: Að reyna að „fiska“ villur á andstæðinga sína með því að láta líta út fyrir að ólögleg snerting hafi átt sér stað eða gera meira úr snertingu en efni standa til er svindl og ber að refsa fyrir. Snertingar eru hluti leiksins og það er hlutverk leikmanna að reyna að standa í fæturna. Dómarar skulu refsa þeim sem ýkja snertingar jafnvel þó á þeim hafi verið brotið.Leikbrot: Taka skal hart á því þegar leikmenn taka aukaskref í upphafi knattraks (“spóla af stað“) sem og að hreyfa stoðfótinn í hreyfingum nálægt körfunni. Þá skal hart tekið á því þegar leikmenn hagnast á því að „sópa“ knettinum þ.e. að láta knöttinn stöðvast augnablik í hendi leikmanns í knattraki þegar hann beitir hraða- eða stefnubreytingu til að komast framhjá varnarleikmanniLeikmannaskipti: Dómarar skulu fylgja eftir að leikmannaskipti fari fram skv. leikreglum. Varamenn skulu óska leikmannaskipta en ekki þjálfarar og varamenn skulu ekki koma inn á völlinn fyrr en dómarar hafa gefið þeim leyfi með handabendingu. Komi varamenn inná án þess að hafa fengið til þess leyfi skal dómari senda þá undantekningalaust útaf aftur og láta leikmannaskiptin fara rétt fram. Samskipti utan vallar: Fulltrúar liða þurfa samþykki formanns dómaranefndar til að hafa samband við dómara að fyrrabragði á keppnistímabilinu nema til að staðfesta ferðatilhögun eða greiðslur reikninga.Góður endir: Eitt mikilvægasta atriðið fyrir dómara er að tryggja ánægjulegan endi í leikjum: - Eðlileg niðurstaða leiksins miðað við hvernig atvik þróuðust - Fáar eða engar uppákomur varðandi ritaraborð - Engir skrýtnir dómar – ákvarðanir oftast fyrirsjáanlegar (eðlilegar) - Lið ganga af velli sátt - helst viljug til að þakka andstæðingum og dómurum fyrir leikinn - Leikjum vel stjórnað á þann hátt að óhófleg framkoma leikmanna og þjálfara er ekki áberandi - Dómarar hafi góða tilfinningu fyrir leiknum og dæmi það sem er rétt fyrir leikinn. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Körfubolti Fleiri fréttir Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Sjá meira
Nýtt tímabil er að hefjast í körfuboltanum og körfuboltadómarar fengu afhendar áherslur og starfsreglur fyrir komandi tímabil á árlegum haustfundi sínum sem fór fram um síðustu helgi. Það má búast við fleiri tæknivillum en áður í upphafi tímabilsins því dómaranefnd telur óásættanlegt að dómarar þurfi að þola mótmæli og athugasemdir í því mæli sem verið hefur undanfarin ár af hálfu leikmanna og þjálfara. Leikmenn eiga nú það á hættu að fá tæknivillu fyrir að láta óánægju sína í ljós þannig að allir sjái, biðja um tækni-, brottrekstrar- eða óíþróttamannslegar villur á mótherja sína, ganga eða hlaupa ákveðið að dómaranum til að mótmæla ákvörðun hans eða jafnvel að nota einfaldar upphrópanir á borð við “ertu ekki að grínast?” Þá ætla dómarar að gera átak í að taka á svindli það er þegar leikmenn reyna að „fiska“ villur á andstæðinga sína með því að láta líta út fyrir að ólögleg snerting hafi átt sér stað eða gera meira úr snertingu en efni standa til. Hér fyrir neðan eru áherslur fyrir komandi tímabil sem og starfsreglur fyrir körfuboltadómara sem birtist í dag inn á heimasíðu Körfuboltasambandsins.Áherslur dómaranefndar KKÍ 2011 - 2012Framkoma: Dómgæsla er erfitt starf. Dómaranefnd telur óásættanlegt að dómarar þurfi að þola mótmæli og athugasemdir í því mæli sem verið hefur undanfarin ár af hálfu leikmanna og þjálfara. Dómarar gera mistök og liðin skulu gera ráð fyrir mótlæti í undirbúningi sínum og stefnt skal að mótmælalausum leik. Auk þessa að fylgja reglunum um tæknivillur skulu dómarar meta hvort ekki sé rétt að dæma tæknivillur á leikmenn og þjálfara þegar þeir : - Láta óánægju sína í ljós þannig að allir sjái, t.d. með handahreyfingum, svipbrigðum eða með því að hlaupa eða ganga í burtu. - Biðja um tækni-, brottrekstrar- eða óíþróttamannslegar villur á mótherja sína. - Ganga eða hlaupa ákveðið að dómaranum til að mótmæla ákvörðun hans. - Jafnvel nota einfaldar upphrópanir á borð við “ertu ekki að grínast?” - Ganga of langt í magni samskipta. Það er ekki eðlilegt að dómarar þurfi stöðugt að vera í samskiptum við sama aðilann. Að sjálfsögðu leysir þetta ekki dómarana undan þeim skyldum að eiga góð og kurteisisleg samskipti við þátttakendur leiksins. Ekki er ætlast til þess að þátttakendur leiksins geti ekki tekið þátt af innlifun eða sýnt tilfinningar en bregðast skal hart við síendurteknum mótmælum og tuði.Hagnaðarreglan: Þvert á það sem margir halda er hagnaðarreglan hornsteinn góðrar dómgæslu. Ef brotlegur aðili hagnast ekki á broti sínu eða liðið sem brotið var gegn verður ekki fyrir óhagræði hefur ekkert brot í raun átt sér stað.Skrín: Gera skal ríka kröfu um að sá sem setur upp hindrun (skrín) sé kyrrstæður, með báða fætur á gólfi og innan síns sylinders. (grein 33.7 í leikreglum)Svindl: Að reyna að „fiska“ villur á andstæðinga sína með því að láta líta út fyrir að ólögleg snerting hafi átt sér stað eða gera meira úr snertingu en efni standa til er svindl og ber að refsa fyrir. Snertingar eru hluti leiksins og það er hlutverk leikmanna að reyna að standa í fæturna. Dómarar skulu refsa þeim sem ýkja snertingar jafnvel þó á þeim hafi verið brotið.Leikbrot: Taka skal hart á því þegar leikmenn taka aukaskref í upphafi knattraks (“spóla af stað“) sem og að hreyfa stoðfótinn í hreyfingum nálægt körfunni. Þá skal hart tekið á því þegar leikmenn hagnast á því að „sópa“ knettinum þ.e. að láta knöttinn stöðvast augnablik í hendi leikmanns í knattraki þegar hann beitir hraða- eða stefnubreytingu til að komast framhjá varnarleikmanniLeikmannaskipti: Dómarar skulu fylgja eftir að leikmannaskipti fari fram skv. leikreglum. Varamenn skulu óska leikmannaskipta en ekki þjálfarar og varamenn skulu ekki koma inn á völlinn fyrr en dómarar hafa gefið þeim leyfi með handabendingu. Komi varamenn inná án þess að hafa fengið til þess leyfi skal dómari senda þá undantekningalaust útaf aftur og láta leikmannaskiptin fara rétt fram. Samskipti utan vallar: Fulltrúar liða þurfa samþykki formanns dómaranefndar til að hafa samband við dómara að fyrrabragði á keppnistímabilinu nema til að staðfesta ferðatilhögun eða greiðslur reikninga.Góður endir: Eitt mikilvægasta atriðið fyrir dómara er að tryggja ánægjulegan endi í leikjum: - Eðlileg niðurstaða leiksins miðað við hvernig atvik þróuðust - Fáar eða engar uppákomur varðandi ritaraborð - Engir skrýtnir dómar – ákvarðanir oftast fyrirsjáanlegar (eðlilegar) - Lið ganga af velli sátt - helst viljug til að þakka andstæðingum og dómurum fyrir leikinn - Leikjum vel stjórnað á þann hátt að óhófleg framkoma leikmanna og þjálfara er ekki áberandi - Dómarar hafi góða tilfinningu fyrir leiknum og dæmi það sem er rétt fyrir leikinn.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Körfubolti Fleiri fréttir Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins