Umfjöllun: HK gerði nóg til þess að vinna Gróttu Henry Birgir Gunnarsson í Digranesi skrifar 29. september 2011 21:58 Úr leik liðanna í kvöld. mynd/valli HK vann sanngjarnan 25-22 sigur á Gróttu er liðin mættust í Digranesi í kvöld. HK með frumkvæðið allan tímann og sigurinn þægilegri en lokatölurnar segja til um. HK komst í 5-1 strax í byrjun en þá skellti Lárus Ólafsson í lás í marki Gróttu. Þökk sé frábærri markvörslu hans náði Grótta að minnka muninn í tvö mörk fyrir hlé, 11-9. Lárus náði ekki að fylgja eftir þessari frábæru markvörslu í síðari hálfleik og það reyndist Gróttu um megn. Smám saman breikkaði bilið á milli liðanna og í stöðunni 21-15 var ballið búið. Gróttumenn neituðu samt að láta niðurlægja sig. Börðust allt til enda á meðan HK slakaði á klónni. Sigurinn því ekki eins stór og hann hefði getað orðið. HK-liðið á enn nokkuð í land en liðið gerði það sem þurfti í kvöld. Margir leikmanna liðsins eiga mikið inni. Ánægjulegt var samt að sjá Arnór Frey í markinu en hann varði vel allan leikinn. Ólafur Víðir vann sig einnig vel inn í leikinn og var drjúgur. Atli Ævar aftur á móti mjög sterkur allan leikinn. Gróttuliðið er betra en margur heldur og það verður ekki niðurlægt í allan vetur eins og einhverjir telja. Lárus flottur í markinu og leikmenn liðsins baráttuglaðir en gæðin ekki næg til að vinna lið eins og HK.HK-Grótta 25-22 (11-9) Mörk HK (skot): Atli Ævar Ingólfsson 6 (6), Bjarki Már Elísson 5 (10/1), Bjarki Már Gunnarsson 4 (8), Ólafur Bjarki Ragnarsson 4 (10), Ólafur Víðir Ólafsson 2 (2), Leó Snær Pétursson 2 (5), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 1 (2), Tandri Már Konráðsson 1 (6). Varin skot: Arnór Freyr Stefánsson 18/1 (40/1) 45%. Hraðaupphlaup: 4 (Bjarki Gunn. 2 Bjarki Elís, Vilhelm). Fiskuð víti: 1 (Atli). Utan vallar: 10 mín. Mörk Gróttu (skot): Þorgrímur Ólafsson 6 (9), Árni Benedikt Árnason 6 (10/1), Jóhann Gísli Jóhannesson 5 (10), Friðgeir Elí Jónasson 2 (6), Ágúst Birgisson 1 (2), Benedikt Reynir Kristinsson 1 (3), Hjálmar Þór Arnarsson 1 (2). Varin skot: Lárus Ólafsson 16 (37/1) 43%, Magnús Sigmundsson 3 (7) 43%. Hraðaupphlaup: 5 (Jóhann 2, Árni, Ágúst, Þorgrímur). Fiskuð víti: 1 (Jóhann). Utan vallar: 8 mín. Dómarar: Bóas Börkur Bóasson og Hörður Aðalsteinsson, þrælfínir. Olís-deild karla Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
HK vann sanngjarnan 25-22 sigur á Gróttu er liðin mættust í Digranesi í kvöld. HK með frumkvæðið allan tímann og sigurinn þægilegri en lokatölurnar segja til um. HK komst í 5-1 strax í byrjun en þá skellti Lárus Ólafsson í lás í marki Gróttu. Þökk sé frábærri markvörslu hans náði Grótta að minnka muninn í tvö mörk fyrir hlé, 11-9. Lárus náði ekki að fylgja eftir þessari frábæru markvörslu í síðari hálfleik og það reyndist Gróttu um megn. Smám saman breikkaði bilið á milli liðanna og í stöðunni 21-15 var ballið búið. Gróttumenn neituðu samt að láta niðurlægja sig. Börðust allt til enda á meðan HK slakaði á klónni. Sigurinn því ekki eins stór og hann hefði getað orðið. HK-liðið á enn nokkuð í land en liðið gerði það sem þurfti í kvöld. Margir leikmanna liðsins eiga mikið inni. Ánægjulegt var samt að sjá Arnór Frey í markinu en hann varði vel allan leikinn. Ólafur Víðir vann sig einnig vel inn í leikinn og var drjúgur. Atli Ævar aftur á móti mjög sterkur allan leikinn. Gróttuliðið er betra en margur heldur og það verður ekki niðurlægt í allan vetur eins og einhverjir telja. Lárus flottur í markinu og leikmenn liðsins baráttuglaðir en gæðin ekki næg til að vinna lið eins og HK.HK-Grótta 25-22 (11-9) Mörk HK (skot): Atli Ævar Ingólfsson 6 (6), Bjarki Már Elísson 5 (10/1), Bjarki Már Gunnarsson 4 (8), Ólafur Bjarki Ragnarsson 4 (10), Ólafur Víðir Ólafsson 2 (2), Leó Snær Pétursson 2 (5), Vilhelm Gauti Bergsveinsson 1 (2), Tandri Már Konráðsson 1 (6). Varin skot: Arnór Freyr Stefánsson 18/1 (40/1) 45%. Hraðaupphlaup: 4 (Bjarki Gunn. 2 Bjarki Elís, Vilhelm). Fiskuð víti: 1 (Atli). Utan vallar: 10 mín. Mörk Gróttu (skot): Þorgrímur Ólafsson 6 (9), Árni Benedikt Árnason 6 (10/1), Jóhann Gísli Jóhannesson 5 (10), Friðgeir Elí Jónasson 2 (6), Ágúst Birgisson 1 (2), Benedikt Reynir Kristinsson 1 (3), Hjálmar Þór Arnarsson 1 (2). Varin skot: Lárus Ólafsson 16 (37/1) 43%, Magnús Sigmundsson 3 (7) 43%. Hraðaupphlaup: 5 (Jóhann 2, Árni, Ágúst, Þorgrímur). Fiskuð víti: 1 (Jóhann). Utan vallar: 8 mín. Dómarar: Bóas Börkur Bóasson og Hörður Aðalsteinsson, þrælfínir.
Olís-deild karla Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Körfubolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira