Hamilton og Button á McLaren stefna á sigur 31. júlí 2011 10:03 Lewis Hamilton á mótssvæðinu í Ungverjalandi. AP mynd: Bela Szandelszky Lewis Hamilton er annar á ráslínu í ungverska Formúlu 1 kappakstrinum í dag og Jenson Button þriðji, en báðir aka á McLaren. Þeir eru staðráðnir í að skáka Sebastian Vettel á Red Bull sem er fremstur á ráslinu, en mótið Ungverjalandi verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 11.40 í dag. Vettel er með 77 stiga forskot í stigamóti ökumanna, en níu mót eru enn eftir af keppnstímabilinu, en tíu þegar lokið. „Ég er mjög spenntur fyrir kappakstrinum og í ljósi þess að vel gekk á æfingum munum við leggja allt í sölurnar í að halda hraðanum sem við höfum sýnt. Við erum í slagnum og ef ég næ góðu starti þá getum við barist til sigurs", sagði Hamilton um mótið í dag. Hann vann síðustu keppni sem var í Þýskalandi, en Button féll úr leik. Button á möguleika á góðri ræsingu þar sem hann ræsir af stað fyrir aftan Vettel, en þeirra megin er meira grip á brautinnni. Í keppninni í Þýskalandi komst Hamilton framúr Mark Webber á Red Bull í ræsingunni. „Mér hefur ekki gengið vel í tímatökum og menn eiga erfitt um vik ef þeir eru aftar en í fyrstu fjórum sætunum. Það er því jákvætt að vera í stöðu til að stefna á sigur og það er það sem ég mun stefna á", sagði Button eftir tímatökuna í gær. Brautarlýsingu og tölfræði um Hungaroring brautina má finna á kappakstur.is. Formúla Íþróttir Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Lewis Hamilton er annar á ráslínu í ungverska Formúlu 1 kappakstrinum í dag og Jenson Button þriðji, en báðir aka á McLaren. Þeir eru staðráðnir í að skáka Sebastian Vettel á Red Bull sem er fremstur á ráslinu, en mótið Ungverjalandi verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 11.40 í dag. Vettel er með 77 stiga forskot í stigamóti ökumanna, en níu mót eru enn eftir af keppnstímabilinu, en tíu þegar lokið. „Ég er mjög spenntur fyrir kappakstrinum og í ljósi þess að vel gekk á æfingum munum við leggja allt í sölurnar í að halda hraðanum sem við höfum sýnt. Við erum í slagnum og ef ég næ góðu starti þá getum við barist til sigurs", sagði Hamilton um mótið í dag. Hann vann síðustu keppni sem var í Þýskalandi, en Button féll úr leik. Button á möguleika á góðri ræsingu þar sem hann ræsir af stað fyrir aftan Vettel, en þeirra megin er meira grip á brautinnni. Í keppninni í Þýskalandi komst Hamilton framúr Mark Webber á Red Bull í ræsingunni. „Mér hefur ekki gengið vel í tímatökum og menn eiga erfitt um vik ef þeir eru aftar en í fyrstu fjórum sætunum. Það er því jákvætt að vera í stöðu til að stefna á sigur og það er það sem ég mun stefna á", sagði Button eftir tímatökuna í gær. Brautarlýsingu og tölfræði um Hungaroring brautina má finna á kappakstur.is.
Formúla Íþróttir Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira