Geir: Færeyingar ekki betri en við í fótbolta 29. júní 2011 18:45 Geir Þorsteinsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, segir það dapurt hversu neðarlega íslenska landsliðsins er fallið á styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA. Ísland hefur aldrei verið neðar á listanum en liðið situr nú í 122. sæti hans. Sem dæmi má nefna að Færeyjar (114. sæti) og Liechtenstein (120. sæti) eru nú ofar á listanum og þá er stutt í Kasakstan (126. sæti) og Lúxemborg (128. sæti). „Ég er ekki þeirra skoðunar að Færeyingar séu betri en við í knattspyrnu,“ sagði Geir við Hans Steinar Bjarnason í kvöldfréttum Stöðvar 2 en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan. „En það er ánægjulegt fyrir þá en að sama skapi dapurt fyrir okkur hvað við höfum fallið neðarlega á listann á undanförnum árum.“ „En ég er sannfærður um að við séum með betra lið en margar af þeim þjóðum sem eru fyrir ofan okkuar á þessum lista. Okkar markmið eru fyrst og fremst að ná árnagir í forkeppnum HM og EM og hefur vantað upp á þann árangur að undanförnu.“ „Við erum ekki framarlega í knattspyrnuheiminum og höfum ekki verið það. Ég horfi hins vegar björtum augum til framtíðar,“ sagði Geir. „Við vonum að þessi kynslóð sem nú er að taka við muni skila okkur betri árangri.“ Um þjálfaramál landsliðsins segir Geir að þau mál séu í stöðugri skoðun. „Ólafur er með samning út þessa keppni og nú tekur við umbreyting á landsliðinu og kynslóðaskipti. Við skulum sjá hvað það skilar okkur.“ Hann segir ekki útilokað að ráða erlendan þjálfara í starfið. „Við leitum alltaf að góðum þjálfurum. Við skulum sjá til hvað gerist en það hefur engin ákvörðun verið tekin í þessum efnum. Við erum með þjálfara í starfi nú og hann nýtur okkar fyllsta trausts til að klára þessa keppni.“ Íslenski boltinn Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Fleiri fréttir Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Sjá meira
Geir Þorsteinsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, segir það dapurt hversu neðarlega íslenska landsliðsins er fallið á styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA. Ísland hefur aldrei verið neðar á listanum en liðið situr nú í 122. sæti hans. Sem dæmi má nefna að Færeyjar (114. sæti) og Liechtenstein (120. sæti) eru nú ofar á listanum og þá er stutt í Kasakstan (126. sæti) og Lúxemborg (128. sæti). „Ég er ekki þeirra skoðunar að Færeyingar séu betri en við í knattspyrnu,“ sagði Geir við Hans Steinar Bjarnason í kvöldfréttum Stöðvar 2 en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan. „En það er ánægjulegt fyrir þá en að sama skapi dapurt fyrir okkur hvað við höfum fallið neðarlega á listann á undanförnum árum.“ „En ég er sannfærður um að við séum með betra lið en margar af þeim þjóðum sem eru fyrir ofan okkuar á þessum lista. Okkar markmið eru fyrst og fremst að ná árnagir í forkeppnum HM og EM og hefur vantað upp á þann árangur að undanförnu.“ „Við erum ekki framarlega í knattspyrnuheiminum og höfum ekki verið það. Ég horfi hins vegar björtum augum til framtíðar,“ sagði Geir. „Við vonum að þessi kynslóð sem nú er að taka við muni skila okkur betri árangri.“ Um þjálfaramál landsliðsins segir Geir að þau mál séu í stöðugri skoðun. „Ólafur er með samning út þessa keppni og nú tekur við umbreyting á landsliðinu og kynslóðaskipti. Við skulum sjá hvað það skilar okkur.“ Hann segir ekki útilokað að ráða erlendan þjálfara í starfið. „Við leitum alltaf að góðum þjálfurum. Við skulum sjá til hvað gerist en það hefur engin ákvörðun verið tekin í þessum efnum. Við erum með þjálfara í starfi nú og hann nýtur okkar fyllsta trausts til að klára þessa keppni.“
Íslenski boltinn Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Fleiri fréttir Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Sjá meira