Peter Öqvist: Íslenskar skyttur eru í hæsta gæðaflokki Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. júní 2011 18:15 Peter Öqvist var í dag kynntur til leiks sem nýr þjálfari karlaliðs Íslands í körfuknattleik. Landsliðið tekur þátt í Norðurlandamótinu í júlí. Öqvist segir alla leikmennina sem hann vildi fá í hópinn hafa gefið kost á sér. „Já ég fékk alla leikmennina sem ég vildi. Tveir leikmenn verða ekki með um helgina vegna ráðstafana sem þeir voru búnir að gera. Ég ákvað að leyfa það þar sem við vorum nokkuð seinir að ganga frá áætlunum okkar varðandi landsliðið. En ég er ánægður með hópinn. Öqvist segir of snemmt að spá fyrir um möguleika landsliðsins á Norðurlandamótinu í sumar. „Við þurfum að gefa okkur tíma í að byggja upp eitthvað nýtt. Við megum ekki gleyma því að við erum nú þegar einu ári á eftir Svíþjóð í þeirra uppbyggingu. Hún hófst með leik liðsins í undankeppni Evrópumótsins sem fram fer í Litháen 2012. Við erum mörgum árum á eftir Finnum en þeir hafa verið í uppbyggingu í langan tíma. Við verðum að sýna auðmýkt vitandi þetta." Öqvist hefur ákveðin markmið í huga varðandi sumarið. „Það sem ég vil gera í sumar er að vinna með þau auðkenni í sóknarleik og varnarleik sem ég tel að geti skilað liðinu árangri. Við munum vinna að því einn leik í einu og nota sumarið til þess að vaxa sem lið. Hækka gæði körfuboltans. Næsta sumar komum við svo sterkari til leiks með nýjan stíl og ný kerfi." Blaðamaður bað þjálfarann um að meta styrkleika og veikleika íslenska liðsins. „Í fyrsta lagi er menningin góð. Vinnusemi og vinnulag íslenskra körfuknattleiksmanna. Ég er mjög hrifinn af því að menn spili fyrir liðið sem ég myndi segja að einkenni íslenska körfuboltamenn. Það er mikill styrkleiki." „Ég er líka ánægður með hæfileikana í hópnum. Við höfum skyttur í hæsta gæðaflokki, góða leikstjórnendur og framherja. Auðvitað skortir okkur hæð. Við munum finna leið til þess að mæta hávaxnari liðum með liðsvörn og skipulagi." Hægt er að horfa á viðtalið hér að ofan. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira
Peter Öqvist var í dag kynntur til leiks sem nýr þjálfari karlaliðs Íslands í körfuknattleik. Landsliðið tekur þátt í Norðurlandamótinu í júlí. Öqvist segir alla leikmennina sem hann vildi fá í hópinn hafa gefið kost á sér. „Já ég fékk alla leikmennina sem ég vildi. Tveir leikmenn verða ekki með um helgina vegna ráðstafana sem þeir voru búnir að gera. Ég ákvað að leyfa það þar sem við vorum nokkuð seinir að ganga frá áætlunum okkar varðandi landsliðið. En ég er ánægður með hópinn. Öqvist segir of snemmt að spá fyrir um möguleika landsliðsins á Norðurlandamótinu í sumar. „Við þurfum að gefa okkur tíma í að byggja upp eitthvað nýtt. Við megum ekki gleyma því að við erum nú þegar einu ári á eftir Svíþjóð í þeirra uppbyggingu. Hún hófst með leik liðsins í undankeppni Evrópumótsins sem fram fer í Litháen 2012. Við erum mörgum árum á eftir Finnum en þeir hafa verið í uppbyggingu í langan tíma. Við verðum að sýna auðmýkt vitandi þetta." Öqvist hefur ákveðin markmið í huga varðandi sumarið. „Það sem ég vil gera í sumar er að vinna með þau auðkenni í sóknarleik og varnarleik sem ég tel að geti skilað liðinu árangri. Við munum vinna að því einn leik í einu og nota sumarið til þess að vaxa sem lið. Hækka gæði körfuboltans. Næsta sumar komum við svo sterkari til leiks með nýjan stíl og ný kerfi." Blaðamaður bað þjálfarann um að meta styrkleika og veikleika íslenska liðsins. „Í fyrsta lagi er menningin góð. Vinnusemi og vinnulag íslenskra körfuknattleiksmanna. Ég er mjög hrifinn af því að menn spili fyrir liðið sem ég myndi segja að einkenni íslenska körfuboltamenn. Það er mikill styrkleiki." „Ég er líka ánægður með hæfileikana í hópnum. Við höfum skyttur í hæsta gæðaflokki, góða leikstjórnendur og framherja. Auðvitað skortir okkur hæð. Við munum finna leið til þess að mæta hávaxnari liðum með liðsvörn og skipulagi." Hægt er að horfa á viðtalið hér að ofan.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira