Eldstöðin sofnuð og tiltektin langt komin 30. maí 2011 11:51 Hreinsunarstarf er langt komið Mynd: Stefán Karlsson Eldstöðin í Grímsvötnum hefur ekkert bært á sér í rúma tvo sólarhringa og bendir nú flest til þess að gosinu hafi lokið á laugardagsmorgun. Í Skaftárhreppi er hreinsunarstarf langt komið en þó eru enn nokkrir dagar í að sundlaugin á Kirkjubæjarklaustri verði opnuð. Síðustu merki um eldsumbrotin í Grímsvötnum sáust á jarðskjálftamæli á Grímsfjalli klukkan sjö á laugardagsmorgni en eftir það hefur enginn órói komið fram á mælum. Þá hafði mjög dregið úr gosinu og virðist því raunar að mestu hafa lokið á fimmtudeginum. Svo heppilega vildi til að kraftmiklar norðan og norðaustanáttir dagana á undan höfðu þá blásið út á haf stórum hluta öskunnar sem féll í byggð. Fyrir helgi tóku svo við rigingar á Kirkjubæjarklaustri og nærsveitum sem hjálpuðu enn betur til við að skola öskunni burt. Heimamenn ásamt fjölda fólks úr öðrum landshlutum, þar á meðal slökkviliðsmönnum, hafa síðan verið að hreinsa til í kringum hýbýli fólks, stofnanir og fyrirtæki. Anton Kári Halldórsson, byggingarfulltrúi Skaftárhrepps, sagði nú fyrir hádegi að hreinsunarstarf væri langt komið, en einn slökkviliðsbíll, frá Reykjavíkurflugvelli, væri að fara yfir það sem eftir væri. Þó væru einn einhverjir dagar í að hreinsun sundlaugarinnar á Klaustri lyki og fara þyrfti með myndavél í gegnum götulagnir sem væru sumar enn stíflaðar af ösku. Þrátt fyrir að horfur séu nú betri, en leit út fyrir eftir fyrstu sólarhringa gossins, sjá Skaftfellingar fram á að glíma við öskuryk í lofti næstu vikur og mánuði, enda mikil aska í túnum og á heiðum. Þannig mældist svifryk á Klaustri um tíma í morgun yfir 100 míkrógrömm á rúmmetra, sem þýðir að loftgæðin voru slæm fyrir fólk með öndunarfærasjúkdóma, en ástandið lagaðist þó á ný fyrir hádegi. Helstu fréttir Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Sjá meira
Eldstöðin í Grímsvötnum hefur ekkert bært á sér í rúma tvo sólarhringa og bendir nú flest til þess að gosinu hafi lokið á laugardagsmorgun. Í Skaftárhreppi er hreinsunarstarf langt komið en þó eru enn nokkrir dagar í að sundlaugin á Kirkjubæjarklaustri verði opnuð. Síðustu merki um eldsumbrotin í Grímsvötnum sáust á jarðskjálftamæli á Grímsfjalli klukkan sjö á laugardagsmorgni en eftir það hefur enginn órói komið fram á mælum. Þá hafði mjög dregið úr gosinu og virðist því raunar að mestu hafa lokið á fimmtudeginum. Svo heppilega vildi til að kraftmiklar norðan og norðaustanáttir dagana á undan höfðu þá blásið út á haf stórum hluta öskunnar sem féll í byggð. Fyrir helgi tóku svo við rigingar á Kirkjubæjarklaustri og nærsveitum sem hjálpuðu enn betur til við að skola öskunni burt. Heimamenn ásamt fjölda fólks úr öðrum landshlutum, þar á meðal slökkviliðsmönnum, hafa síðan verið að hreinsa til í kringum hýbýli fólks, stofnanir og fyrirtæki. Anton Kári Halldórsson, byggingarfulltrúi Skaftárhrepps, sagði nú fyrir hádegi að hreinsunarstarf væri langt komið, en einn slökkviliðsbíll, frá Reykjavíkurflugvelli, væri að fara yfir það sem eftir væri. Þó væru einn einhverjir dagar í að hreinsun sundlaugarinnar á Klaustri lyki og fara þyrfti með myndavél í gegnum götulagnir sem væru sumar enn stíflaðar af ösku. Þrátt fyrir að horfur séu nú betri, en leit út fyrir eftir fyrstu sólarhringa gossins, sjá Skaftfellingar fram á að glíma við öskuryk í lofti næstu vikur og mánuði, enda mikil aska í túnum og á heiðum. Þannig mældist svifryk á Klaustri um tíma í morgun yfir 100 míkrógrömm á rúmmetra, sem þýðir að loftgæðin voru slæm fyrir fólk með öndunarfærasjúkdóma, en ástandið lagaðist þó á ný fyrir hádegi.
Helstu fréttir Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Fleiri fréttir Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Sjá meira