Schumacher og Rosberg njóta þess að keppa í furstadæminu Mónakó 23. maí 2011 14:13 Michael Schumacher og Nico Rosberg á Katalóníu brautinni í gær. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Næsta Formúlu 1 mót er á götum furstadæmisins Mónakó um næstu helgi og Mercedes liðið mætir að venju til keppni með Michael Schumacher og Nico Rosberg sér til fulltingis. Schumacher varð sjötti á Spáni í gær og Rosberg sjöundi, þegar keppt var á Katalóníu brautinni. Brautin í Mónakó er 3.340 km að lengd og bílar með Mercedes vélar hafa unnið mótið sjö sinnum. Rosberg býr í Mónakó og verður því að heimavelli, en Schumacher hefur unnið mótið í Mónakó fimm sinnum, síðast 2001. Báðir ökumenn njóta þess að keyra brautina. „Mónakó hefur verið ein af mínum uppáhaldsbrautum og ég elska að keyra þar. Brautin er að vissu leyti tímaskekkja, þar sem við hugsum mikið um öryggi, en keppnin er svo sérstök á Formúlu 1 dagatalinu, að við látum okkur hafa það", sagði Schumacher í fréttatilkynningu frá Mercedes. „Það hlýtur að vera frábært fyrir áhorfendur að vera nálægt bílunum og upplifa kraftinn. Helgin var jákvæð hjá okkur í Barcelona (á Katalóníu brautinni), þannig að ég vona að við getum haldið þeirri þróun áfram í Mónakó. Það er erfitt að spá fyrirfram hvernig bíllinn kemur til með að virka, þar sem þetta er óvenjuleg braut og við verðum að bíða og sjá." Rosberg býr í Móankó og þekkir því staðhætti þar vel. „Keppnin í Mónakó er alltaf spennandi mótshelgi hjá mér. Þetta er heimavöllur minn og ég keyri fyrir framn fjölskyldu mína og vini. Gamli skólinn minn er rétt hjá þjónustusvæðinu", sagði Rosberg um mótið um næstu helgi. „Ég elska líka að keyra brautina, þar sem maður þarf að keyra af mikilli ákveðni, en líka nákvæmni. Það er ævintýri að keyra undirgöngin á 280 km hraða. Maður er svo nálægt vegriðunum að maður finnur fyrir því hvað bílarnir eru fljótir. Það er möguleiki á meiri spennu en nokkurn tíma áður í ár. Ef KERS-kerfið og DRS (stillanlegur afturvængur) bjóða upp á framúrakstur, þá verður það frábært fyrir áhorfendur", sagði Rosberg. Fyrstu æfingar á Mónakó brautinni verða á fimmutdaginn, en það er hefð, fremur en að keyra á föstudögum. Lokaæfing og tímatakan er síðan á laugardag og kappaksturinn á sunnudaginn. Formúla Íþróttir Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Næsta Formúlu 1 mót er á götum furstadæmisins Mónakó um næstu helgi og Mercedes liðið mætir að venju til keppni með Michael Schumacher og Nico Rosberg sér til fulltingis. Schumacher varð sjötti á Spáni í gær og Rosberg sjöundi, þegar keppt var á Katalóníu brautinni. Brautin í Mónakó er 3.340 km að lengd og bílar með Mercedes vélar hafa unnið mótið sjö sinnum. Rosberg býr í Mónakó og verður því að heimavelli, en Schumacher hefur unnið mótið í Mónakó fimm sinnum, síðast 2001. Báðir ökumenn njóta þess að keyra brautina. „Mónakó hefur verið ein af mínum uppáhaldsbrautum og ég elska að keyra þar. Brautin er að vissu leyti tímaskekkja, þar sem við hugsum mikið um öryggi, en keppnin er svo sérstök á Formúlu 1 dagatalinu, að við látum okkur hafa það", sagði Schumacher í fréttatilkynningu frá Mercedes. „Það hlýtur að vera frábært fyrir áhorfendur að vera nálægt bílunum og upplifa kraftinn. Helgin var jákvæð hjá okkur í Barcelona (á Katalóníu brautinni), þannig að ég vona að við getum haldið þeirri þróun áfram í Mónakó. Það er erfitt að spá fyrirfram hvernig bíllinn kemur til með að virka, þar sem þetta er óvenjuleg braut og við verðum að bíða og sjá." Rosberg býr í Móankó og þekkir því staðhætti þar vel. „Keppnin í Mónakó er alltaf spennandi mótshelgi hjá mér. Þetta er heimavöllur minn og ég keyri fyrir framn fjölskyldu mína og vini. Gamli skólinn minn er rétt hjá þjónustusvæðinu", sagði Rosberg um mótið um næstu helgi. „Ég elska líka að keyra brautina, þar sem maður þarf að keyra af mikilli ákveðni, en líka nákvæmni. Það er ævintýri að keyra undirgöngin á 280 km hraða. Maður er svo nálægt vegriðunum að maður finnur fyrir því hvað bílarnir eru fljótir. Það er möguleiki á meiri spennu en nokkurn tíma áður í ár. Ef KERS-kerfið og DRS (stillanlegur afturvængur) bjóða upp á framúrakstur, þá verður það frábært fyrir áhorfendur", sagði Rosberg. Fyrstu æfingar á Mónakó brautinni verða á fimmutdaginn, en það er hefð, fremur en að keyra á föstudögum. Lokaæfing og tímatakan er síðan á laugardag og kappaksturinn á sunnudaginn.
Formúla Íþróttir Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira