Vettel: Minnstu mistök dýrkeypt 23. maí 2011 16:15 Sebastian Vettel með verðlaunagripinn eftir sigur í Formúlu 1 mótinu á Spáni í gær. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Sebastian Vettel hjá Red Bull Formúlu 1 liðinu er búinn að vinna fjögur mót á árinu og næsta viðfangsefni hans er keppnin í Mónakó um næstu helgi. Þar mætir hann ásamt liðsfélaganum Mark Webber, sem vann keppnina í Mónakó í fyrra. Vettel vann mótið á Katalóníu brautinni á Spáni í gær, eftir hörkueppni við Lewis Hamilton hjá McLaren. Vettel er efstur í stigamóti ökumanna með 118 stig, Hamilton er með 77, Webber 77, Jenson Button 67 og Fernando Alonso 51. „Það er óvenjulegt að keyra Formúlu 1 bíl í Mónakó. Brautin er einstök og einstakt verkefni fyrir ökumann. Maður verður að keyra eins stíft og á venjulegri braut, en minnstu mistök geta verið dýrkeypt", sagði Vettel í fréttatilkynningu frá Red Bull um næsta verkefni sitt í Formúlu 1, en hann æfir á Mónakó brautinni ásamt keppinautum sínum á fimmtudaginn. Brautin er afmörkuð á götum Mónakó og lokuð almennri umferð á meðan hún er í notkum fyrir Formúlu 1. „Það er mikilvægt að ná góðum stað á ráslínu og það getur ráðið úrslitum, þar sem það hefur verið mjög erfitt að fara framúr. Þetta er einn af hápunktum ársins. Við náðum góðum árangri í fyrra og ég vona að við verðum sterkir á ný", sagði Vettel, sem gat þess líka að vandasamt væri að keyra í tímatökum. Brautin er þröng og þegar margir keppnisbílar keyra hana í einu, getur verið erfitt að hitta á rétta tímasetningu fyrir hraðann hring, án þess að keppinautar séu í veginum. Webber telur að keppnisáætlanir gæti orðið flóknar í Mónakó í ár, vegna nýju Pirelli dekkjanna, sem slitna hraðar og öðruvísi en Bridgestone dekkin sem voru notuð í fyrra. „Við vitum að þetta er ein virtasta keppni ársins. Það eru mörg spurningarmerki varðandi mótið á þessu ári varðandi hvernig dekkin koma til með að virka og keppnisáætlunin gæti orðið sú flóknasta á árinu", sagði Webber. „Mér hefur alltaf gengið þokkalega og margar af mínu bestu minningum í kappakstri eru þaðan. Þetta er braut sem reynir á, sem krefst ótrúlegrar einbeitingar og ró ökumanns alla mótshelgina, alveg frá æfingum á fimmtudag. Strandlengjan er er stórbrotinn og klettarnir eru ótrúlegur bakgrunnur einnar þekktustu brautar heims. Brautin er engri lík", sagði Webber. Formúla Íþróttir Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Sebastian Vettel hjá Red Bull Formúlu 1 liðinu er búinn að vinna fjögur mót á árinu og næsta viðfangsefni hans er keppnin í Mónakó um næstu helgi. Þar mætir hann ásamt liðsfélaganum Mark Webber, sem vann keppnina í Mónakó í fyrra. Vettel vann mótið á Katalóníu brautinni á Spáni í gær, eftir hörkueppni við Lewis Hamilton hjá McLaren. Vettel er efstur í stigamóti ökumanna með 118 stig, Hamilton er með 77, Webber 77, Jenson Button 67 og Fernando Alonso 51. „Það er óvenjulegt að keyra Formúlu 1 bíl í Mónakó. Brautin er einstök og einstakt verkefni fyrir ökumann. Maður verður að keyra eins stíft og á venjulegri braut, en minnstu mistök geta verið dýrkeypt", sagði Vettel í fréttatilkynningu frá Red Bull um næsta verkefni sitt í Formúlu 1, en hann æfir á Mónakó brautinni ásamt keppinautum sínum á fimmtudaginn. Brautin er afmörkuð á götum Mónakó og lokuð almennri umferð á meðan hún er í notkum fyrir Formúlu 1. „Það er mikilvægt að ná góðum stað á ráslínu og það getur ráðið úrslitum, þar sem það hefur verið mjög erfitt að fara framúr. Þetta er einn af hápunktum ársins. Við náðum góðum árangri í fyrra og ég vona að við verðum sterkir á ný", sagði Vettel, sem gat þess líka að vandasamt væri að keyra í tímatökum. Brautin er þröng og þegar margir keppnisbílar keyra hana í einu, getur verið erfitt að hitta á rétta tímasetningu fyrir hraðann hring, án þess að keppinautar séu í veginum. Webber telur að keppnisáætlanir gæti orðið flóknar í Mónakó í ár, vegna nýju Pirelli dekkjanna, sem slitna hraðar og öðruvísi en Bridgestone dekkin sem voru notuð í fyrra. „Við vitum að þetta er ein virtasta keppni ársins. Það eru mörg spurningarmerki varðandi mótið á þessu ári varðandi hvernig dekkin koma til með að virka og keppnisáætlunin gæti orðið sú flóknasta á árinu", sagði Webber. „Mér hefur alltaf gengið þokkalega og margar af mínu bestu minningum í kappakstri eru þaðan. Þetta er braut sem reynir á, sem krefst ótrúlegrar einbeitingar og ró ökumanns alla mótshelgina, alveg frá æfingum á fimmtudag. Strandlengjan er er stórbrotinn og klettarnir eru ótrúlegur bakgrunnur einnar þekktustu brautar heims. Brautin er engri lík", sagði Webber.
Formúla Íþróttir Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira