Reglubreyting FIA gæti breytt gangi mála í Formúlu 1 17. maí 2011 19:26 Sebastian Vettel kemur í mark sem sigurvegari í Tyrklandi, en hann hefur unnið þrjú mót af fjórum með Red Bull. Mynd: Getty Images/Bryn Lennon FIA hefur ákveðið að breyta reglum um útbúnað Formúlu 1 bíla til að sporna við þróun sem bílasambandið telur ekki góða til eftirbreytni í Formúlu 1 mótum ársins. FIA hefur sent keppnisliðum skilaboð vegna málsins, en keppt verður á Katalóníu brautinni, sem er nærri Barcelona á Spáni um næstu helgi. Autosport.com greindi frá þessu í dag, en keppnislið hafa útfært bíla sína á ákveðinn hátt varðandi flæði lofts um loftdreifanna undir bílunum aftanverðum. Lið hafa þróað kerfi sem sér til þess að stöðugur straumur heits útblásturs frá vélinni leikur um loftdreifinn, sem eykur niðurtog bílanna. Einhver lið hafa grætt á því hvernig þau útfæra búnað bíla sinna hvað þetta varðar. FIA ætlar að banna að búnaðurinn virki eins vel og nú er rauninn þegar ökumenn er að hemla. Í samtali við autosport.com segir Christian Horner hjá meistaraliði Red Bull: „Ég held að þetta hafi áhrif all öll lið sem hafa nýtt sér búnaðinn, sem virðist vera 90% af keppendum, ef skoðað er hve mörg lið erum með blásna loftdreifa. Þetta er ekkert nýtt á þessu ári, þetta byrjaði og það mun sjást í Barcelona hvað áhrif þetta hefur", sagði Horner. Aðspurður um hvort hann teldi að reglubreytingin væri vegna kvörtunar frá keppinaut Red Bull sagði Horner að það væri viðbúið og fylgifiskur velgengni. En Red Bull hefur náð besta tíma í tímatökum í öllum mótum ársins og unnið þrjú mót af fjórum. Formúla Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
FIA hefur ákveðið að breyta reglum um útbúnað Formúlu 1 bíla til að sporna við þróun sem bílasambandið telur ekki góða til eftirbreytni í Formúlu 1 mótum ársins. FIA hefur sent keppnisliðum skilaboð vegna málsins, en keppt verður á Katalóníu brautinni, sem er nærri Barcelona á Spáni um næstu helgi. Autosport.com greindi frá þessu í dag, en keppnislið hafa útfært bíla sína á ákveðinn hátt varðandi flæði lofts um loftdreifanna undir bílunum aftanverðum. Lið hafa þróað kerfi sem sér til þess að stöðugur straumur heits útblásturs frá vélinni leikur um loftdreifinn, sem eykur niðurtog bílanna. Einhver lið hafa grætt á því hvernig þau útfæra búnað bíla sinna hvað þetta varðar. FIA ætlar að banna að búnaðurinn virki eins vel og nú er rauninn þegar ökumenn er að hemla. Í samtali við autosport.com segir Christian Horner hjá meistaraliði Red Bull: „Ég held að þetta hafi áhrif all öll lið sem hafa nýtt sér búnaðinn, sem virðist vera 90% af keppendum, ef skoðað er hve mörg lið erum með blásna loftdreifa. Þetta er ekkert nýtt á þessu ári, þetta byrjaði og það mun sjást í Barcelona hvað áhrif þetta hefur", sagði Horner. Aðspurður um hvort hann teldi að reglubreytingin væri vegna kvörtunar frá keppinaut Red Bull sagði Horner að það væri viðbúið og fylgifiskur velgengni. En Red Bull hefur náð besta tíma í tímatökum í öllum mótum ársins og unnið þrjú mót af fjórum.
Formúla Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira