Alguersuari stefnir á vera meðal tíu fremstu á heimavelli 19. maí 2011 16:48 Jamie Alguersuari á fréttamannafundi á Spáni í dag. Mynd: Getty Images/Paul Gilham Spánverjinn Jamie Alguersuari er á heimavelli á Katalóníu Formúlu 1 brautinni á Spáni um helgina, rétt eins og landi hans Fernando Alonso, sem er ætíð hylltur af heimamönnum. Alguersuari ekur með Torro Rosso og fær trúlega ekki sömu athygli og Alonso sem er í toppslagnum ár frá ári, en Alguersuari hefur keppt frá árinu 2009 í Formúlu 1. Alguersuari sat fyrir svörum á fréttamannafundi ásamt fleiri ökumönnum, en hann býr í Barcelona, en Katalóníu brautin er 35 km frá borginni. Árið 2009 varð hann yngsti ökumaður sögunnar til að keppa á Formúlu 1 bíl, þá 19 ára og 25 daga gamall, samkvæmt vefnum wilkipedia.com. Hann tók sæti Sebastian Bourdais hjá Torro Rosso frá og með ungverska kappakstrinum. Alguersuari nýtur þess að vera á heimavelli. „Það er góð tilfinning að aka hérna og sérstakt, þar sem ég hef áhorfendur og umhverfið og veðrið. Ég bý í Barcelona, í borginni, þannig að það er svalt fyrir mig að aka hingað og í mínum huga er þetta eitt besta mót ársins", sagði Alguersuari um mótssvæðið og eina mótið á árinu þar sem hann þarf ekki að ferðast um langan veg til að keppa. Alguersuari vonast líka eftir því að snúa gengi sínu til betri vegar í mótum. „Af einni eða annarri ástæðu hefur byrjunin ekki verið sem best, en vonandi getum við lokið keppni í stigasæti. Við sjáum hvað keppnisáætlunin gerir okkur kleift varðandi hvernig dekkin slitna og slíkt. Þannig að við getum náð í stig og snúið tímabilinu til betri vegar. Þá gætum við náð í stig í Mónakó og næstu mótum á eftir." „Markmiðið er að vera meðal tíu fremstu og við höfum sýnt að við höfum möguleika á því. Bíllinn er samkeppnisfærari í ár en í fyrra, sérstaklega á laugardögum, í tímatökum, en ég hef átt erfitt uppdráttar í kappakstrinum", sagði Alguersuari. Hann varði tveimur dögum í ökuhermi Red Bull liðsins i Milton Keynes í Bretladoi, eftir keppnina í Tyrklandi á dögunum. Alguersuari sagðist hafa ekið brautina á Spáni og í Mónakó í herminum. Formúla Íþróttir Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Spánverjinn Jamie Alguersuari er á heimavelli á Katalóníu Formúlu 1 brautinni á Spáni um helgina, rétt eins og landi hans Fernando Alonso, sem er ætíð hylltur af heimamönnum. Alguersuari ekur með Torro Rosso og fær trúlega ekki sömu athygli og Alonso sem er í toppslagnum ár frá ári, en Alguersuari hefur keppt frá árinu 2009 í Formúlu 1. Alguersuari sat fyrir svörum á fréttamannafundi ásamt fleiri ökumönnum, en hann býr í Barcelona, en Katalóníu brautin er 35 km frá borginni. Árið 2009 varð hann yngsti ökumaður sögunnar til að keppa á Formúlu 1 bíl, þá 19 ára og 25 daga gamall, samkvæmt vefnum wilkipedia.com. Hann tók sæti Sebastian Bourdais hjá Torro Rosso frá og með ungverska kappakstrinum. Alguersuari nýtur þess að vera á heimavelli. „Það er góð tilfinning að aka hérna og sérstakt, þar sem ég hef áhorfendur og umhverfið og veðrið. Ég bý í Barcelona, í borginni, þannig að það er svalt fyrir mig að aka hingað og í mínum huga er þetta eitt besta mót ársins", sagði Alguersuari um mótssvæðið og eina mótið á árinu þar sem hann þarf ekki að ferðast um langan veg til að keppa. Alguersuari vonast líka eftir því að snúa gengi sínu til betri vegar í mótum. „Af einni eða annarri ástæðu hefur byrjunin ekki verið sem best, en vonandi getum við lokið keppni í stigasæti. Við sjáum hvað keppnisáætlunin gerir okkur kleift varðandi hvernig dekkin slitna og slíkt. Þannig að við getum náð í stig og snúið tímabilinu til betri vegar. Þá gætum við náð í stig í Mónakó og næstu mótum á eftir." „Markmiðið er að vera meðal tíu fremstu og við höfum sýnt að við höfum möguleika á því. Bíllinn er samkeppnisfærari í ár en í fyrra, sérstaklega á laugardögum, í tímatökum, en ég hef átt erfitt uppdráttar í kappakstrinum", sagði Alguersuari. Hann varði tveimur dögum í ökuhermi Red Bull liðsins i Milton Keynes í Bretladoi, eftir keppnina í Tyrklandi á dögunum. Alguersuari sagðist hafa ekið brautina á Spáni og í Mónakó í herminum.
Formúla Íþróttir Mest lesið Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Körfubolti Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira