Þórður Þórðarson: Við eigum eftir að laga margt í okkar leik Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 19. maí 2011 23:01 Dean Martin og Jens Elvar Sævarsson í baráttunni á Akranesvelli í kvöld. Mynd/Guðmundur Bjarki Halldórsson Hjörtur Hjartarson tryggði Skagamönnum þrjú stig gegn Þrótti í kvöld en íþróttafréttamaðurinn knái skallaði boltann í netið af stuttu færi í 1-0 sigri ÍA á Akranesvelli. Hjörtur hefur skorað í tveimur fyrstu leikjum ÍA og er liðið með fullt hús stiga og liðið hefur enn ekki fengið á sig mark. Aðstæður á Akranesvelli voru alls ekki góðar. Ísköld norðanátt, og frekar hvöss. Skagamenn fengu vindinn aðeins í bakið í fyrri hálfleik og voru mun líklegri til þess að skora. Þróttarar fengur nokkur „hálffæri" en Páll Gísli Jónsson markvörður ÍA þurfti ekki að hafa mikið fyrir hlutunum. Hjörtur skoraði eina mark leiksins með skalla af stuttu færi á 43. mínútu eftir fyrirgjöf frá Guðjóni Heiðari Sveinssyni. Dean Martin og Gary Martin voru mjög áberandi í sóknarleik ÍA en einnig átti Eggert Kári Karlsson fína spretti. Martin Doniger byrjaði frekar illa á miðsvæðinu hjá ÍA en hann náði betri tökum á verkefninu þegar á leið. Lið Þróttar sýndi ágæt tilþrif og skyndisóknir liðsins í fyrri hálfleik voru vel útfærðar. En fótbolti snýst um að skora mörk og það náðu gestirnir ekki að gera. Páll Einarsson þjálfari Þróttar var vísað úr varamannaskýlinu undir lok síðari hálfleiks fyrir mótmæli en liðið er með 1 stig eftir tvær umferðir. "Við erum með mun reyndari leikmenn í ár en í fyrra. Varnarleikurinn er það sem við leggjum áherslu á og við lögðum upp með það að berjast og halda hreinu við erfiðar aðstæður. Þessi leikur þróaðist alveg eins og við áttum von á. Það var barist um alla bolta og vindurinn gerði báðum liðum erfitt fyrir. Þetta er fín byrjun en við eigum eftir að laga margt í okkar leik," sagði Þórður Þórðarson þjálfari ÍA eftir leikinn í kvöld. Íslenski boltinn Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Sjá meira
Hjörtur Hjartarson tryggði Skagamönnum þrjú stig gegn Þrótti í kvöld en íþróttafréttamaðurinn knái skallaði boltann í netið af stuttu færi í 1-0 sigri ÍA á Akranesvelli. Hjörtur hefur skorað í tveimur fyrstu leikjum ÍA og er liðið með fullt hús stiga og liðið hefur enn ekki fengið á sig mark. Aðstæður á Akranesvelli voru alls ekki góðar. Ísköld norðanátt, og frekar hvöss. Skagamenn fengu vindinn aðeins í bakið í fyrri hálfleik og voru mun líklegri til þess að skora. Þróttarar fengur nokkur „hálffæri" en Páll Gísli Jónsson markvörður ÍA þurfti ekki að hafa mikið fyrir hlutunum. Hjörtur skoraði eina mark leiksins með skalla af stuttu færi á 43. mínútu eftir fyrirgjöf frá Guðjóni Heiðari Sveinssyni. Dean Martin og Gary Martin voru mjög áberandi í sóknarleik ÍA en einnig átti Eggert Kári Karlsson fína spretti. Martin Doniger byrjaði frekar illa á miðsvæðinu hjá ÍA en hann náði betri tökum á verkefninu þegar á leið. Lið Þróttar sýndi ágæt tilþrif og skyndisóknir liðsins í fyrri hálfleik voru vel útfærðar. En fótbolti snýst um að skora mörk og það náðu gestirnir ekki að gera. Páll Einarsson þjálfari Þróttar var vísað úr varamannaskýlinu undir lok síðari hálfleiks fyrir mótmæli en liðið er með 1 stig eftir tvær umferðir. "Við erum með mun reyndari leikmenn í ár en í fyrra. Varnarleikurinn er það sem við leggjum áherslu á og við lögðum upp með það að berjast og halda hreinu við erfiðar aðstæður. Þessi leikur þróaðist alveg eins og við áttum von á. Það var barist um alla bolta og vindurinn gerði báðum liðum erfitt fyrir. Þetta er fín byrjun en við eigum eftir að laga margt í okkar leik," sagði Þórður Þórðarson þjálfari ÍA eftir leikinn í kvöld.
Íslenski boltinn Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Sjá meira