Þórður Þórðarson: Við eigum eftir að laga margt í okkar leik Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 19. maí 2011 23:01 Dean Martin og Jens Elvar Sævarsson í baráttunni á Akranesvelli í kvöld. Mynd/Guðmundur Bjarki Halldórsson Hjörtur Hjartarson tryggði Skagamönnum þrjú stig gegn Þrótti í kvöld en íþróttafréttamaðurinn knái skallaði boltann í netið af stuttu færi í 1-0 sigri ÍA á Akranesvelli. Hjörtur hefur skorað í tveimur fyrstu leikjum ÍA og er liðið með fullt hús stiga og liðið hefur enn ekki fengið á sig mark. Aðstæður á Akranesvelli voru alls ekki góðar. Ísköld norðanátt, og frekar hvöss. Skagamenn fengu vindinn aðeins í bakið í fyrri hálfleik og voru mun líklegri til þess að skora. Þróttarar fengur nokkur „hálffæri" en Páll Gísli Jónsson markvörður ÍA þurfti ekki að hafa mikið fyrir hlutunum. Hjörtur skoraði eina mark leiksins með skalla af stuttu færi á 43. mínútu eftir fyrirgjöf frá Guðjóni Heiðari Sveinssyni. Dean Martin og Gary Martin voru mjög áberandi í sóknarleik ÍA en einnig átti Eggert Kári Karlsson fína spretti. Martin Doniger byrjaði frekar illa á miðsvæðinu hjá ÍA en hann náði betri tökum á verkefninu þegar á leið. Lið Þróttar sýndi ágæt tilþrif og skyndisóknir liðsins í fyrri hálfleik voru vel útfærðar. En fótbolti snýst um að skora mörk og það náðu gestirnir ekki að gera. Páll Einarsson þjálfari Þróttar var vísað úr varamannaskýlinu undir lok síðari hálfleiks fyrir mótmæli en liðið er með 1 stig eftir tvær umferðir. "Við erum með mun reyndari leikmenn í ár en í fyrra. Varnarleikurinn er það sem við leggjum áherslu á og við lögðum upp með það að berjast og halda hreinu við erfiðar aðstæður. Þessi leikur þróaðist alveg eins og við áttum von á. Það var barist um alla bolta og vindurinn gerði báðum liðum erfitt fyrir. Þetta er fín byrjun en við eigum eftir að laga margt í okkar leik," sagði Þórður Þórðarson þjálfari ÍA eftir leikinn í kvöld. Íslenski boltinn Mest lesið Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Sjá meira
Hjörtur Hjartarson tryggði Skagamönnum þrjú stig gegn Þrótti í kvöld en íþróttafréttamaðurinn knái skallaði boltann í netið af stuttu færi í 1-0 sigri ÍA á Akranesvelli. Hjörtur hefur skorað í tveimur fyrstu leikjum ÍA og er liðið með fullt hús stiga og liðið hefur enn ekki fengið á sig mark. Aðstæður á Akranesvelli voru alls ekki góðar. Ísköld norðanátt, og frekar hvöss. Skagamenn fengu vindinn aðeins í bakið í fyrri hálfleik og voru mun líklegri til þess að skora. Þróttarar fengur nokkur „hálffæri" en Páll Gísli Jónsson markvörður ÍA þurfti ekki að hafa mikið fyrir hlutunum. Hjörtur skoraði eina mark leiksins með skalla af stuttu færi á 43. mínútu eftir fyrirgjöf frá Guðjóni Heiðari Sveinssyni. Dean Martin og Gary Martin voru mjög áberandi í sóknarleik ÍA en einnig átti Eggert Kári Karlsson fína spretti. Martin Doniger byrjaði frekar illa á miðsvæðinu hjá ÍA en hann náði betri tökum á verkefninu þegar á leið. Lið Þróttar sýndi ágæt tilþrif og skyndisóknir liðsins í fyrri hálfleik voru vel útfærðar. En fótbolti snýst um að skora mörk og það náðu gestirnir ekki að gera. Páll Einarsson þjálfari Þróttar var vísað úr varamannaskýlinu undir lok síðari hálfleiks fyrir mótmæli en liðið er með 1 stig eftir tvær umferðir. "Við erum með mun reyndari leikmenn í ár en í fyrra. Varnarleikurinn er það sem við leggjum áherslu á og við lögðum upp með það að berjast og halda hreinu við erfiðar aðstæður. Þessi leikur þróaðist alveg eins og við áttum von á. Það var barist um alla bolta og vindurinn gerði báðum liðum erfitt fyrir. Þetta er fín byrjun en við eigum eftir að laga margt í okkar leik," sagði Þórður Þórðarson þjálfari ÍA eftir leikinn í kvöld.
Íslenski boltinn Mest lesið Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Sjá meira