Friðrik Ingi: Jakob og Hlynur eru mjög ánægðir með hann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. maí 2011 13:00 Peter Öqvist stýrir hér Sundsvall liðinu í vetur. Mynd/Valli Friðrik Ingi Rúnarsson, framkvæmdastjóri KKÍ, var í forystuhlutverki hjá KKÍ í því að ráða Svíann Peter Öqvist sem þjálfara A-landslið karla í körfubolta. Karlalandsliðið hefur legið í dvala síðan haustið 2009 en nú er ljóst að liðið tekur þátt í Norðurlandamótinu í sumar og svo í Evrópukeppninni 2012 til 2013. „Þeim sem hafa verið í landsliðsnefnd og stjórn á síðustu árum og hafa farið fyrir þessum málum fannst vera tímapunktur núna eftir þessa pásu að koma inn með breyttar áherslur og fá inn nýtt og ferskt blóð," sagði Friðrik Ingi um aðalástæðu þess að erlendur þjálfari var ráðinn að þessu sinni. „Það er margt sem þarf að fara saman þegar ráðinn er erlendur þjálfari. Það lítur kannski út í fyrstu eins og þetta sé of dýr pakki fyrir okkur en það voru röð atvika sem sáu til þess að þetta gekk upp," sagði Friðrik Ingi. „Margir gætu velt því fyrir sér að eitthvað hljóti þetta að kosta. Þetta er verkefnatengt og hann er ekki að koma í þetta starf vegna peninganna. Hann er samt ekki að gera þetta frítt," sagði Friðrik Ingi. „Peter þekkir vel til íslenskra leikmanna og fyrir hvað þeir standa. Hann hefur líka fylgst með íslenskum leikmönnum því hann var í þjálfarateymi yngri landsliða Svía fyrir nokkrum árum síðan. Hann þekkir því til þeirra margra þótt að hann þekki þá ekki persónulega," segir Friðrik Ingi. „Peter er mjög áhugasamur um þetta og lítur á þetta sem mikinn heiður og mikið tækifæri fyrir sig. Við bindum við hann ákveðnar vonir og það er mjög gott ef báðir aðilar geta síðan verið sáttir með þá vinnu og það samstarf," segir Friðrik Ingi. „Við erum búnir að skoða hans bakgrunn. Það er ekkert leyndarmál að hann er metnaðargjarn og mjög vinnusamur. Við erum búnir að fá upplýsingar frá mörgum góðum mönnum," segir Friðrik Ingi. „Ég er búinn að eyða einhverjum tíma í vetur að vera í samskiptum við ýmsa aðila. Mér var falið það af landsliðsnefndinni og stjórninni að fara í þetta mál og tala við mann og annan," segir Friðrik. „Ég talaði við þá íslensku leikmenn sem eru að spila erlendis. Ég heyrði vel í Jakobi og Hlyn með Peter. Jakob hafði líka samanburð frá árinu áður þegar Sundsvall var með allt öðruvísi lið heldur en í ár. Ég fékk það frá andstæðingum hans að hann væri fljótur að bregðast við og væri mjög klókur þjálfari. Jakob og Hlynur eru mjög ánægðir með hann," segir Friðrik. „Ég heyrði í Helga og Loga sem töluðu við mann og annan í sínu umhverfi. Ég talaði við menn frá sænska sambandinu og við menn sem hafa unnið með honum á árum áður. Það er búið að vinna þetta hægt og rólega á síðustu mánuðum. Hann fær virkilega góð meðmæli allstaðar og það var ljóst þegar maður settist niður með honum og talaði við hann, að hann væri mikill fagmaður," segir Friðrik. „Hann er mjög metnaðargjarn og veit nákvæmlega hvert hann stefnir og hvert hann ætlar. Hann ætlar sér lengra. Ef við getum hjálpað hvorum öðrum að gera vel á næstu misserum þá er það jákvætt fyrir báða," sagði Friðrik Ingi. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur Sjá meira
Friðrik Ingi Rúnarsson, framkvæmdastjóri KKÍ, var í forystuhlutverki hjá KKÍ í því að ráða Svíann Peter Öqvist sem þjálfara A-landslið karla í körfubolta. Karlalandsliðið hefur legið í dvala síðan haustið 2009 en nú er ljóst að liðið tekur þátt í Norðurlandamótinu í sumar og svo í Evrópukeppninni 2012 til 2013. „Þeim sem hafa verið í landsliðsnefnd og stjórn á síðustu árum og hafa farið fyrir þessum málum fannst vera tímapunktur núna eftir þessa pásu að koma inn með breyttar áherslur og fá inn nýtt og ferskt blóð," sagði Friðrik Ingi um aðalástæðu þess að erlendur þjálfari var ráðinn að þessu sinni. „Það er margt sem þarf að fara saman þegar ráðinn er erlendur þjálfari. Það lítur kannski út í fyrstu eins og þetta sé of dýr pakki fyrir okkur en það voru röð atvika sem sáu til þess að þetta gekk upp," sagði Friðrik Ingi. „Margir gætu velt því fyrir sér að eitthvað hljóti þetta að kosta. Þetta er verkefnatengt og hann er ekki að koma í þetta starf vegna peninganna. Hann er samt ekki að gera þetta frítt," sagði Friðrik Ingi. „Peter þekkir vel til íslenskra leikmanna og fyrir hvað þeir standa. Hann hefur líka fylgst með íslenskum leikmönnum því hann var í þjálfarateymi yngri landsliða Svía fyrir nokkrum árum síðan. Hann þekkir því til þeirra margra þótt að hann þekki þá ekki persónulega," segir Friðrik Ingi. „Peter er mjög áhugasamur um þetta og lítur á þetta sem mikinn heiður og mikið tækifæri fyrir sig. Við bindum við hann ákveðnar vonir og það er mjög gott ef báðir aðilar geta síðan verið sáttir með þá vinnu og það samstarf," segir Friðrik Ingi. „Við erum búnir að skoða hans bakgrunn. Það er ekkert leyndarmál að hann er metnaðargjarn og mjög vinnusamur. Við erum búnir að fá upplýsingar frá mörgum góðum mönnum," segir Friðrik Ingi. „Ég er búinn að eyða einhverjum tíma í vetur að vera í samskiptum við ýmsa aðila. Mér var falið það af landsliðsnefndinni og stjórninni að fara í þetta mál og tala við mann og annan," segir Friðrik. „Ég talaði við þá íslensku leikmenn sem eru að spila erlendis. Ég heyrði vel í Jakobi og Hlyn með Peter. Jakob hafði líka samanburð frá árinu áður þegar Sundsvall var með allt öðruvísi lið heldur en í ár. Ég fékk það frá andstæðingum hans að hann væri fljótur að bregðast við og væri mjög klókur þjálfari. Jakob og Hlynur eru mjög ánægðir með hann," segir Friðrik. „Ég heyrði í Helga og Loga sem töluðu við mann og annan í sínu umhverfi. Ég talaði við menn frá sænska sambandinu og við menn sem hafa unnið með honum á árum áður. Það er búið að vinna þetta hægt og rólega á síðustu mánuðum. Hann fær virkilega góð meðmæli allstaðar og það var ljóst þegar maður settist niður með honum og talaði við hann, að hann væri mikill fagmaður," segir Friðrik. „Hann er mjög metnaðargjarn og veit nákvæmlega hvert hann stefnir og hvert hann ætlar. Hann ætlar sér lengra. Ef við getum hjálpað hvorum öðrum að gera vel á næstu misserum þá er það jákvætt fyrir báða," sagði Friðrik Ingi.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti