Mistök Hamilton reyndust dýrkeypt 8. maí 2011 19:27 Lewis Hamilton á brautinni í Tyrklandi í dag. Mynd: Getty Images/Bryn Lennon Lewis Hamilton er enn í öðru sæti í stigamótinu ökumanna, þó honm hafi gengið brösótt í fjórða móti ársins á Istanbúl Park brautinni í Tyrklandi í dag. Hann var fjórði á ráslínu og lauk keppni í sama sæti, eftir eigin mistök og mistök McLaren í þjónustuhléi. Ég ræsti nokkuð vel af stað, en gerði mistök í fyrsta hring og tapaði mikilum tíma út úr beygju þrjú. Ég ætlaði að reyna fara framúr Webber í utanverðri beygju. Það réð framgangi mála í mótinu hjá mér. Ég missti Fernando og Jenson framúr. Ef þetta hefði ekki gerst, þá er mögulegt að ég hefði getað barist um annað sætið í mótinu", sagði Hamilton eftir keppnina. Hamilton er 34 stigum á eftir Vettel í stigakeppni ökumanna. Vettel er með 93 stig, Hamilton 59, Mark Webber 55 og Jenson Button 46. Fimmti maðurinn í stigabaráttunni er Fernando Alonso með 41 stig. Þetta eru sömu ökumenn og áttust við um titilinn í fyrra, en Webber sneri á Alonso í dag í baráttunni um annað sætið á lokasprettinum og fór framúr Ferrari manninum. Hamilton tapaði verulegum tíma þegar illa geff að festa eitt dekk. Miðað við tímann sem ég tapaði í þriðja hléinu, þá tel ég að við höfum náð að vinna okkur tilbaka. Ég tel að töfin hafi ekki skipti höfuðmáli varðandi lokaúrslitin og ég var nokkuð sáttur við bílinn. Við hefðum getað gert betur, en við ræstum fjórðu og sjöttu af stað og héldum því. Það er nokkuð gott miðað við gang mála", sagði Hamilton, en liðsfélagi hans Jenson Button lauk keppni í sjötta sæti. Formúla Íþróttir Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fleiri fréttir „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Lewis Hamilton er enn í öðru sæti í stigamótinu ökumanna, þó honm hafi gengið brösótt í fjórða móti ársins á Istanbúl Park brautinni í Tyrklandi í dag. Hann var fjórði á ráslínu og lauk keppni í sama sæti, eftir eigin mistök og mistök McLaren í þjónustuhléi. Ég ræsti nokkuð vel af stað, en gerði mistök í fyrsta hring og tapaði mikilum tíma út úr beygju þrjú. Ég ætlaði að reyna fara framúr Webber í utanverðri beygju. Það réð framgangi mála í mótinu hjá mér. Ég missti Fernando og Jenson framúr. Ef þetta hefði ekki gerst, þá er mögulegt að ég hefði getað barist um annað sætið í mótinu", sagði Hamilton eftir keppnina. Hamilton er 34 stigum á eftir Vettel í stigakeppni ökumanna. Vettel er með 93 stig, Hamilton 59, Mark Webber 55 og Jenson Button 46. Fimmti maðurinn í stigabaráttunni er Fernando Alonso með 41 stig. Þetta eru sömu ökumenn og áttust við um titilinn í fyrra, en Webber sneri á Alonso í dag í baráttunni um annað sætið á lokasprettinum og fór framúr Ferrari manninum. Hamilton tapaði verulegum tíma þegar illa geff að festa eitt dekk. Miðað við tímann sem ég tapaði í þriðja hléinu, þá tel ég að við höfum náð að vinna okkur tilbaka. Ég tel að töfin hafi ekki skipti höfuðmáli varðandi lokaúrslitin og ég var nokkuð sáttur við bílinn. Við hefðum getað gert betur, en við ræstum fjórðu og sjöttu af stað og héldum því. Það er nokkuð gott miðað við gang mála", sagði Hamilton, en liðsfélagi hans Jenson Button lauk keppni í sjötta sæti.
Formúla Íþróttir Mest lesið Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fleiri fréttir „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira